9.7.19

Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)

Tían Bifhjólaklúbbur
Norðuramts kynnir

Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí

Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..

Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)

Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....


Dagskrá Hjóladaga :

FÖSTUDAGUR 19 Júlí...

KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00

Skráning í æfingarspyrnuna er hér

kl 21-23 Grillað og með því
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt

Laugardagur 20 júlí

Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu

13:00  Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.
17:00 Hlé!
18:00 En opið hús verður hjá Formanni Tíunnar Ásatúni 24.
 Allir velkomnir.

20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við safnið.

Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu 
25.6.19

Tíufundur og ferð á Samgönguminjasafnið á Fimmtudag. 27.júní kl19:30

Já Leikdagur hjá Hjólafólki


Já Leikdagur hjá Hjólafólki verður á Keppnisvæði B.A. á Akureyri á Hjóladögum Tíunnar.


Hvað er Leikdagur,,,, jú við ætlum að æfa okkur á Ljósunum og keyra 100 metra.
Allir geta verið með og eru því margir flokkar til að gera öllum þetta að skemmtilegri og til að sjá hvað við getum...og um leið lærum á hjólin okkar.

Verðlaun fyrir alla flokka.

Flokkarnir eru eftirtaldir
F hjólaflokkur Ferðahjól eða svokölluð F hjól
G- flokkur 800cc og minna
G+ flokkur 800cc og meira og Ofurhjól
Hippar að 1100cc
Hippar yfir 1100cc
Hjól eldri en árg 1985
Og Nýliðaflokkur...

Nú auðvitað er hægt að æfa í öðrum flokkum ef hjólið uppfyllir skilyrði flokksins. þá er bara að skrá sig oftar.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSd_up9oatJ4K9gw2w…/viewform

Árskirteinin kominn

17.6.19

Þjóðhátiðarhelgin ,Bíladagar og Startupday á Safninu


Það var enginn hjólamaður svikin af því að heimsækja Akureyri um helgina .


Æðislegt veður og Mótorsportviðburðir út um allan bæ og meira segja hægt að fá Bæjarins bestu ef einhverjir fengu heimþrá.
Skemmtunin er þó ekki enn búin því Bíla og hjólasýning er í Boganum frá 10-18 og Græjukeppnin verður á samastað kl 13-15

Frábærhjóla og Bílahelgi...
Takk allir og Gleðiega þjóðhátíð og velkomin aftur.

Við Mótorhjólasafnið í gær var Startupdagur þar sem gömul og staðin mótorhjól voru sett í gang eftir langa hvíld og viðruð með smá hjólahring um bæinn.

Myndband frá Safninu þegarhjólin fóru á rúntinn

Á eftir var afmæliskaffi og kökur þar sem haldið var upp 50 ára afmæli Honda CB 750 og 40 ára afmæli Honda CBX 1000 og Kawasaki Z1300

Endilega sendið mér myndir af viðburðunum sem ég get sett í möppur hér á síðunni... tian@tian.is

14.6.19

Njóta Veðurblíðunnar


 Eins og við vitum þá er mikið um að túristar fari um Ísland á Mótorhjólum og oftast koma þeir með ferjunni á Seyðisfjörð...


Tók ég þrjá þeirra tali við Bónus Undirhlíð á Akureyri en reyndar bara tvo þeirra því einn þeirra reyndist vera heyrnalaus og ég ekki sleipur í Rúmensku Táknmáli.
En með honum voru tveir Portugalir Carlos Monteiro
og Joao Marco Primix
og voru þeir hæstánægði með dvölina enn sem komið er því þeir búnir að vera heppnir með veður. Stefndu þeir á að gista Húnaveri og taka Kjöl eftir það.
Rúmenann Marko Istvan hittu þeir bara í ferjunni og ákváðu þeir að ferðast saman um klakann.

Marco er eins og ég áður sagði er hann heyrnarlaus en hann er búinn fara um allar heimsálfur á hjólinu (sjá Kortið) .... getið fylgst með honum https://www.facebook.com/Deaf-World-Motorcycle-Marko-Istvan-384039624990543/.

Afar hressir gaurar og gaman að spjalla við þá....

9.6.19

ÖRYGGIÐ SKIPTIR MÁLI


Baksýnisspeglar eru nauðsynleg öryggi á Mótorhjólum,

En vissulega má ofgera þeim líkt og maðurinn á meðfylgjandi mynd.

Hjálmurinn er vissulega ómissandi öryggisbúnaður en einnig þarf að passa að klæða sig rétt enda ekki gott að detta á malbik í þunnum buxum.18.5.19

Skoðunardagurinn í dag

Viðburðir

Viðburðadagatal Tíunnar er hér til hliðar ef einhver er ekki búinn að átta sig á því.

Vinstra megin þar stendur "Dagatal" og undir "Framundan hjá Tíunni" með ljósmynd af frægum leikara á mótorhjóli.... Athugið þetta sést ekki í farsímaútgáfu vefsins en í flettilistanum er hægt að finna dagatalið.

16.5.19

Glæsilegar framkvæmdir við safnið

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.15.5.19

Minningarferð á Afmæli Heidda

Á miðvikudaginn 15 mai ætlum við í Tíunni að hittast á Torginu og hjóla upp í Kirkjugarð og leggja blóm á leiði Heiðars Þ.Jóhannssonar #10.
Á eftir er kjörið að taka góðann hjóltúr eithhvað....

7.5.19

Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði

Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi.

Um er að ræða Indian Camelback mótorhjól árgerð 1906 en þetta var eitt af fyrstu mótorhjólunum sem smíðuð voru í heiminum. Það er með einsstrokka bensínvél sem skilaði af sér rúmlega tveimur hestöflum.

Aðeins tæplega 1.700 hjól af þessari tegund voru smíðuð á sínum tíma og þetta eintak er eitt örfárra sem enn eru til.

Mótorhjólið var í eigu du Pont fjölskyldunnar sem keypti framleiðslufyrirtæki þess, Indian Motorcycle Manufactoring Company á sínum tíma. Það var síðast keyrt á áttunda áratugnum. Fyrirtækið varð hinsvegar gjaldþrota árið 1953 eftir mikla samkeppni við Harley Davidson.

Sem fyrr segir er mótorhjólið ryðgað og alls ekki í toppstandi. Slíkt er þó talið auka verðmæti þess og ósennilegt er talið að nýr eigandi þess muni gera það upp þar sem slíkt myndi lækka það í verði.
Visir.is 10. janúar 2012 

5.5.19

Á Heiðarlegum degi Tíunnar ætlum við að hjóla frá Akureyri til Borgarnes á Raftasýningu


Heiðarlegur Dagur er hugsaður þannig ...
Að vera með einhvern viðburð þar sem við
gerum eitthvað hjólatengt sem
við teljum að Heidda hefði líkað vel.
Heiddi hefði orðið 65 ára núna 15 maí.

Hleiðólfs fák ek hrindi á dröfn,
úr hreysum sagna láða.
Hvar hann tekur á hauðri höfn,
bifhjólið mun því ráða.

(úr minningargrein)https://www.facebook.com/events/2160378534016075/

Ferðinni var aflýst vegna Veðurs

1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.   

Vaðlaheiðargöngin

Notið hitans í Göngunum
Vaðlaheiðargöng

Göngin hér í Vaðlaheiðinni er mikil samgöngubót og kemur einnig að góðum notum fyrir mótorhjólafólk á köldum dögum.
Hitastigið inn í göngunum er nefnilega á kafla í göngunum vel yfir 23 stig, og þykir okkur hjólamönnum alveg dásamlegt á köldum dögum að renna inn í göngin og ylja okkur í einu af mörgum útskotum sem eru í göngunum.
Myndir : Hjörtur Gíslasson

27.4.19

23.4.19

1. maí Hópkeyrslan á Akureyri

1. maí hópkeyrslan
er ætluð til að sýna og minna fólk og ökumenn á að Mótorhjólin eru komin á götuna.

Við ætlum að byrja á Ráðhústorgi og endum eftir smá hring um bæinn á Mótorhjólasafninu.
Þar verður boðið upp á eitthvað gott....

Allir Mótorhjólamenn eru velkomnir í Hópkeyrsluna.

Meira um þetta á viðburðinum á Facebook,
https://www.facebook.com/events/2008370499269911/

15.4.19

Miðar á Dimmutónleikana á Skírdag á Græna Hattinum

Dimma
Dimma á fimmtudagskvöld á Græna hattinum og það er uppselt!! Tían sem er hollvinafélag Mótorhjólasafnsins á miða og er að selja niðurgreidda miða til félagsmanna á 3800kr í stað 4500, nú er lag að ganga í Tíuna og styðja við safnið. Árgjaldið er aðeins 3000kr og rennur stór hluti til safnsins.
Komið og sjáið frábæra tónleika í góðum félasskap,,, ath! takmarkað magn miða.

Til að ganga í Tíuna er farið hér https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/…/viltu-ganga-i-bi…
p.s. sem er virkasti mótorhjólavefur landsinns

tian(hja)tian.is

Bike Cave Reykjavík.

Bike Cave er í Einarnesi 36 í Reykjavík

Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.

Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.

Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.

Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.

Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.

Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.

Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.

Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is

6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
 • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
 • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
 • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
 • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
 • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
 • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
 • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar 

31.3.19

Tíuspilið

Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían -  Bifhjólaklúbbur Norðuramts.

Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.

14.3.19

Grill og Vinnudagur Mótorhjólasafninu


Þar sem mæting á miðvikudagskvöldum hefur ekki verið góð þá ákváð Stjórn Tíunnar að breyta aðeins planinu og kallar til Vinnudags á laugardegi já og við grillum og höfum gaman.


Semsagt á laugardaginn 23 mars næstkomandi  milli kl 11 til 15 ætlum við að hafa grill og vinnudag á Mótorhjólasafninu. DJ Trausti verður á Grillinu og mun metta þá sem mæta .......

Við erum að reyna að klára efri hæðina á safninu og það vantar bara heslumuninn.... nokkra virkar hendur og löngun til að vinna.

Það sem er fyrirliggjandi er að mála ,,, Setja upp WC og vaska,,,, Rafvirkjast svolítið(mikið)
og fúga flisarnar og nokkur önnur atriði...  þá er ansi stutt í að hægt verði að fullnýta safnið okkar.

12.3.19

Landsmót Bifhjólamanna 2019 verður 4 - 7 júlí

Já tíminn líður og vorið nálgast hratt. Þá er must að huga að því að merkja inn í sumarleyfið
þ.e setja  Landsmót Bifhjólamanna á sumarleyfisblaðið . 

Turtilhrafnar munu vera með mótið.

 • Og munu Sleipnir MC sjá um leikina.
 • Tjaldstæði
 • Sundlaug  
 • Sjoppa 
 • Kolagrill á staðnum
 • Happadrætti.
 • Borgarfjörður (Syðri).
 • Frítt í Hvalfjarðargöngin ;)
 • Frítt í Vaðlaheiðargöngin... fyrir mótorhjól.

10.3.19

Dimma á Græna Hattinum 18 apríl 2019


 Er ein alla besta Rokkhljómsveit landsins og við í Tíunni fílum Dimmu í botn. Því bjóðum við okkar greiddu félögum 2019 að kaupa miðann á aðeins 3800kr.

Fullt verð er 4500 krónur og það er alltaf uppselt á þessa tónleika.
Takmarkað miðamagn í boði. ATH þetta er fyrir Greidda félaga í Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts. 
Eða sendið okkur Tölvupóst. 
Takmarkað magn í boði og miðarnir fara hratt.   tian@tian.is

8.3.19

Félagskirteini 2019Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.is1.3.19

Skagstrendingurkaupir Gullvæng (1988)

„Flagghjól" Honduverksmiðjanna farskjóti ferðaglaðra húnvetnskra hjóna:

Dýrasta mótorhjól sem sést hefur á íslandi hefur nú verið leyst út úr tolli og keypt til Skagastrandar í
Austur-Húnavatnssýslu. Er það af gerðinni Honda GoldWing GL1500/6 og flutt nýtt inn af Honda umboðinu frá Frakklandi. Kostaði það um 915 þúsund krónur. Eigandinn, Hjörtur Guðbjartsson sjómaður, var staddur úti á sjó um borð í Örvari frá Skagaströnd, er Tíminn náði sambandi við hann.

27.2.19

Vinnukvöld á Safninu á miðvikudögum.

  Mæting á vinnukvöld inn a mótorhjólasafn var ekki mjög góð 3 úr stjórn Tíunnar og þar af ein úr stjórn Safnsins og var málað aðeins,,,,, þetta er aðeins fra kl 20 - 22.

Nóg er eftir að gera... Mætum betur næst i málingargalla.. það þarf að mála meira... tengja þarf salernin og vaska og ganga fra rafmagni.

24.2.19

Er ekki betra að vita hvað maður er að gera áður en maður prófar mótorhjól

Hér á Akureyri bar það við, fyrir rúmum 90 árum, að maður einn fór að rjála við mótorhjól, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan hús í Brekkugötu og var vélin í gangi. Maðurinn var óvanur þessu farartæki, en vanur hjólreiðamaður. Settist hann nú á bak að gamni sínu, en varð þess valdandi í sama vetfangi, að reiðskjótinn skellti á skeið mikið. Maðurinn gat setið og stýrt, en kunni ekki að stöðva hjólið.

Hófst nú ægileg reið um Akureyrargötur, svo að allt hrökk undan. Maðurinn stefndi inn í bæinn og fram Eyjafjarðarveg sem fugl flygi. Sá maðurinn, að hann átti líf sitt undir þvi, að hann gæti stýrt svo, að ekki yrði slys. - Segir ekki af för hans fyrr  en hann er kominn fram hjá Saurbæ, 30 km frá Akureyri. Þá stöðvaðist hjólið af sjálfu sér. Vildi svo heppilega til, að  bensínið var þrotið.

Lofaði maðurinn Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist sleppa vel úr þeysireið þessari.

ps.... ætli hann hafi verið á Henderson ;)

21.2.19

Faðir og sonur: með hraðann í blóðinu (1973)

Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum.

VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tæknimönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hiln missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið í þetta sinn, en hann gerði það ekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var

20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.


18.2.19

Landsmótsleikur !!!!

Ein æfingin er sýnd
 á þessari mynd.

Hér fann ég ævafornann leik sem væri hægt að taka upp á Landsmóti Bifhjólamanna annað slagið. 

Greinina fann ég í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1931 og segir frá því að Lögreglan í London efnir til iþróttamóts á ári hverju og er sá siður ævagamall.
Vitanlega taka engir þátt í mótinu nema lögregluþjónarnir en þeim gefst

16.2.19

Ducati MotoGp


Ducati Desmosedici bikes

 Ducati  teflir fram öflugu liði árið 2019

Ökumennirnir Andrea Dovizioso og Danilo Petrucci (sem kemur frá Pramac Ducati liðinu)

Nýr sponsor er hjá Ducati í ár en Mission Winnow er aðal sponsor liðsins í ár eins og hjá aðalliði Ferrari í F1. En það er undirfyrirtæki tóbaksframleiðandans PMI  Philip Morris International

Andrea Dovizioso er Sikileyingur og er enginn nýliði því hann er búinn að vera í MotoGp síðan 2008 og var þar áður í minni

15.2.19

Suzuki MotoGp Liðið 2019


  Tveir ungir og efnilegir ökumenn prýða Suzuki liðið í MotoGp í ár.


Báðir eru þeir Spánverjar og heita Alex Rins og Joan Mir og hjólin Suzuki GSX-RR

Þeir hafa verið í prufum í allan vetur með hjólin og verið að berjast við að bæta aflið án þess að missa grip, auk þess að bæta hegðun hjólsins inn og út úr beyjum.

  Alex hefur nú klárað tvö keppnistímabil fyrir Suzuki í MotoGp mun því vera reynsluboltinn í liðinu

14.2.19

Norðanmenn eru mótorhausar

Þegar veturinn er sem harðastur hér norðanlands og allt á kafi í snjó þá dettur manni síst í hug að fara út á mótorhjólinu sínu.
Þetta hafa samt sem nokkrir gallharðir mótorhausar leyst með því að breyta mótorhjólinu í Vélsleða á einu skíði.

Milligirkassi til að koma aflinu
út í beltabúnaðinn


Upphaflega hugmyndin er erlend og er þekkt undir nafninu Timbersled, en í því felst er taka hjólin undan mótorhjólinu og setja undir beltabúnað í

13.2.19

KTM MotoGp liðið 2019

MotoGP mótaröðin 2019 hefst 10. mars í Qatar og hafa keppnisliðin verið að kynna nýju hjólin og keppendur undanfarið.

KTM í Austurríki teflir fram tveimur liðum í ár í MotoGP flokknum og kynntu þeir nýju hjólin og keppendur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KTM í Mattighofen 12. febrúar.
 Team KTM Red Bull Factory ásamt „Satellite“ Team Tech 3 KTM Red Bull.
Einnig voru nýjir ökumenn kynntir fyrir bæði liðin.

12.2.19

25 ára samstarf milli Honda og Repsol í MotoGp

Marc Marquez og Jorge Lorenso  

 Á dögunum tilkynnti Repsol Honda MotoGp keppnisliðið á fréttamannafundi í Madrid á Spáni hverjir myndu keppa fyrir þá á keppnistímabilinu 2019.

Og munu það vera Marc Marquez og Jorge Lorenso sem keyra fyrir þá á Honda RC213V

Lorenso sem ók fyrir Ducati liðið í fyrra og sigraði 3 keppnir er mjög sáttur við skiptin.

Marc Marquez er búin að vera nokkur ár hjá Honda og er núverandi

27.1.19

Vissuð þið aðAð herra Suzuki Framleiddi hágæða vefnaðarvélar löngu áður en þeir hófu framleiðslu á Mótorhjólum.

Að herra Honda stofnaði fyrirtækið til að hjálpa Japönum að ferðast um ódýrt eftir síðari heimstríðöldina.

Að Kawasaki var búið að vera skipamíðastöð og síðar í lestarsmíði og ýmsu öðrum þungavélasmíðum áður en þeir smíðuðu mótorhjól.

Áhugavert