13.9.19

Dindlarnir klárir fyrir sumarið




 Nú eru Dindlarnir , sem er klúbbur mótorhjólafólks í Hafnarfirði, Garðabæ og nágrenni búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið eins og undan farin 16 ár. 


 Hist er við Atlandsolíutankana við Kaplakrika, alla þriðjudaga yfir sumarið kl 17:30 þegar veður leyfir.
Valdar eru skemmtilegar akstursleiðir sem taka c.a. 3 klst. Öryggi og varfærni er haft að leiðarljósi, og enginn glannaskapur leyfður, allaf farið eftir settum reglum. Félagsskapurinn er öllu góðu mótorhjólafólki opinn, engin gjöld, bara mæta við Kaplakrikann.
 Myndin af köppunum fjórum, var tekin 2017, en það ár urðu þeir allir 75 ára (300 ára til samans), allt gamlir skólafélagar sem voru saman á skellinöðrunum þegar þeir voru 14-16 ára og halda enn í mótorhjólaáhugann.    Upplýsingar veitir Óli Ársæls 863-5512