Nú eru Dindlarnir , sem er klúbbur mótorhjólafólks í Hafnarfirði, Garðabæ og nágrenni búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið eins og undan farin 16 ár.
Hist er við Atlandsolíutankana við Kaplakrika, alla þriðjudaga yfir sumarið kl 17:30 þegar veður leyfir.
Myndin af köppunum fjórum, var tekin 2017, en það ár urðu þeir allir 75 ára (300 ára til samans), allt gamlir skólafélagar sem voru saman á skellinöðrunum þegar þeir voru 14-16 ára og halda enn í mótorhjólaáhugann. Upplýsingar veitir Óli Ársæls 863-5512