Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
Akureyri, Iceland
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

12.8.18

Erum á Þakkarlista Hátíðarinnar Ein með Öllu.
Súpukvöldskeyrslan


Öddi skennkir súpunni
Það voru 13 hjól sem skelltu sér í keyrslu til Hauganess til Ödda og Berglindar í súpu á Föstudagskvöldið.

Þar var aldeilis tekið vel á móti þeim með rjúkandi heitri súpu og líklega var hægt að komast í kaffisopa á eftir... 

Svo fór hópurinn sem leið lá til Dalvíkur í súpukvöldið sem stóð þar yfir vegna Fiskidagana.Öddi og frú voru rosalega ánægð með mætinguna.


Myndir Gissur Agnarsson

10.8.18

Súpukvöldskeyrsla framundan og svo Fiskidagurinn á Laugardag.

Hjólum fyrst til Ödda á Hauganesi 

Hann ætlar að byrja að skenkja súpunni kl 19.15 ... og hann lofar meiri súpu en í fyrra ;)
Svo er hægt að grípa með sér skýlu og henda sér í sjósund og pottana áður en farið verður á Dalvik í súpukvöldið þar sem hefst þar 20:15

Farið frá Olís á Akureyri. MÆTING 18:00 leggjum í hann 18:15

Skellum í okkur súpu og njótum lífsins.

Athugið enginn skipaður fararstjóri er í ferðinni .
bara mæta ,, spjalla og fara ;)

Live to ride   - Ride to live

Facebook viðburðurinn
Svo á Laugardaginn...
Hjólum til Dalvíkur frá Olís á Akureyri. mæting 13:00 leggjum í hann 13:15
Þetta er Fiskidagurinn mikli ,,,, þarf engar útskýringar..+

Enginn fararstjóri bara mæta og fara,,

8.8.18

Aflið fékk Súpustyrk frá Tíunni (hjólafólki)

Um síðustu helgi hélt Kalla súpukvöld á heimili sínu í Ránargötunni og heppnaðist það bara með ágætum.

Frjáls Framlög voru til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Á frídegi Verzlunarmanna afhendi svo Kalla það sem safnaðist til formanns Aflsins alls 51500kr sem söfnuðust.


Kalla á svo sannarlega hrós skilið fyrir framtakið.


Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 22 október.

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands kl 14


Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

ATH  Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.

4.8.18

Hópakstur Tíunnar á Einni með öllu.


 Í gærkvöldi var skemmtilegur hópakstur á vegum Tíunnar frá miðbæ Akureyrar. 


Hópaksturinn var hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Ein með öllu" en Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts  sá um skipulagningu hópakstursins.

Um eða yfir 40 hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna


Ekinn var stuttur hringur um bæinn og og endað í göngugötunni og veitti lögreglan okkur forgang á flestöllum ljósum á leiðinni ásamt því að nokkrir hjólarar lokuðu á hringtorg.Þegar við komum svo niður í göngugötu skall á okkur alvöru hitaskúr, svo menn hlupu sumir hverjir í skjól og hlustuðu á tónleikana sem voru á torginu,

Við þökkum Lögreglunni á Akureyri kærlega fyrir hjálpina ásamt Fornbílamönnum sem mættu.

Og að sjálfsögðu.
Takk Bifhjólafólk fyrir að koma.Munið eftir AFL súpunni hjá Köllu í Ránargötu 17. Laugardagskvöld kl 19:00 
Frjáls Framlög til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Áhugavert