Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

19.4.18

Sumardagurinn Fyrsti

Bifhjólamenn Norðanlands nutu sumardagsins fyrsta með flandri um Norðurlandið á vélfákum sínum.

Vorfundur hjá Bifhjólasamtökum Lýðveldissins í Reykjavík

18.4.18

Landsmótsmerkin og Forsala á Landsmót Bifhjólamanna hafin

Landsmótmerkin eru kominn !

Nú er kjörið að ná sér í landsmótsmerki 1000kr stk takmarkað magn í boði. merkið kostar 1000kr
Í leiðinni er líka hægt að tryggja sér Forsölumiða á LandsmótTil að tryggja sér forsölumiða og (eða) Landsmótsmerki leggið inn á eftirfarandi reikning, 


0162-26-011779
kt 180676-3419

Verðlisti Forsala á Landsmót Bifhjólamanna Ketilás 2018

Miði á Landsmót                                                               9000kr
                                                    
Miði á Landsmót  með Landsmótsmerki                        10000kr

Paramiði á Landsmót                                                         17000kr

Paramiði á Landsmót með 1stk landsmótsmerki            18000kr

Paramiði á Landsmót með 2 landsmótsmerkjum            19000kr

osfv....

ATH Forsala stendur til 30 maí

Bland Sala  1miði

Bland Sala Parapakkinn

Bland Landsmótsmerki,


14.4.18

Styrktaraðilar

Öryggisföt eru vinir hjólamanna
Landsmótnefndin hefur undanfarið verið að reyna að sækja styrki til nokkura valina fyrirtækja varðandi Landsmót, og hefur það gengið ágætlega.

Td. er hægt að kaupa sér auglýsingapláss á Landsmótsplaggatið sem kemur út í lok apríl.

Enn er pláss fyrir nokkur fyrirtæki á plaggatið. og ef einhver fyrirtæki vilja vera með
hafið þá endilega samband í

tian@tian.is og við munum senda nánari lýsingu.


7.4.18

Fréttir af Landsmóti Bifhjólamanna 2018

Landsmótspotturinn
Landsmótsnefnd Tíunnar

Hefur verið dugleg undanfarið að undirbúa landsmót og er þegar búin að ganga frá helstu atriðum sem þurfa að vera á hreinu, eins og skemmtanaleyfum, varðeldsleyfum, og alls konar skriffinsku og öðru sem tengist því flókna verkefni sem það er að halda landsmót.

Einnig er búið að semja við hljómsveitirnar sem eiga að vera á mótinu, en þær verða gefnar upp þegar plaggatið verður gert vonandi í lok þessa mánaðar.

Landsmótspotturinn (Sem Heiddi Smíðaði) er reyndar enn á Núpi í Dýrafirði og er verið að reyna að finna einhvern til að koma honum til byggða ,,,, þe. til Akureyrar en  (heyrst hefur ) að hann þurfi á smá klappi að halda til að gera hann boðlega á ný , sem verður gert þegar hann kemur.
ps. ef einhver veit um ferð að vestan, þá endilega látið okkur vita, það fer ekkert fyrir honum 1.5 rúmmetrar ca. og afar lipur í meðförum ,,, (not).   tian@tian.is eða í 6693909

Forsala á Landsmót verður svo einnig fljótlega.....
Miði í forsölu er á 9000 kr
En hægt er að kaupa miða í forsölu fyrir pör,,, á  17000kr í forsölu 

En miði á landsmót á staðnum kostar 10000kr
En fyrir pör 18000 kr.
2.4.18

Munið eftir greiðsluseðlinum

Í ár verður talsvert stórt ár hjá Tíunni þar sem Landsmót Bifhjólamanna er inn á dagskránni ásamt öðrum föstum liðum sem við ætlum að reyna að gera sem veglegasta í ár .

En til að hjálpa til þá er gott að félagsmenn greiði árgjaldið í Tíunna  en það er aðeins 3000kr eða 3150kr  með greiðsluseðli sem kom í heimabanka hjá skráðum félögum í febrúar.

En þar af rennur 1000 kr til Mótorhjólasafns Íslands, en í staðinn getur félagsmaðurinn fengið frítt inn á safnið, þó hann komi oft í heimsókn.

En ef þú hefur áhuga á að ganga í klúbbinn þá endilega sendu okkur tölvupóst í
tian@tian.is
og leggur inn 3000 kr á bankareikning tíunnar.

Í maí munum við búa til félagsskýrteini og verður aðeins gert fyrir greidda félaga.

Félagsmenn fá því afsætti hjá nokkrum fyrirtækjum


Banki    hb   Reikn
0565     26   100010
kt  591006-1850


Takið fram tíunúmer í skýringu  eða setjið (New) í skýringu ef þið viljið ganga í Vélhjólaklúbb Norðurams Tían

Stjórn
Áhugavert