Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
Akureyri, Iceland
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

9.9.18

Haustógleði Tíunnar NálgastJá!!!  Gríðarlega magnað hjólamanna partý er framundan. 22.september

Undibúningur stendur yfir og er búið að smíða og brasa og græja og drekka til að gera okkur þetta fært, og hlakkar okkur gríðalega til að halda þetta partý í útjaðri Akureyrar á heimil Rækjunnar að Hrappsstöðum.

Hrappsstaðir eru ofan Akureyrar þ.e ofan Glerárþorps en þangað liggja 3 leiðir.

Ein þeirra er að keyra upp afleggjarann rétt hjá Húsasmiðjunni framhjá B.Jensen og á malarveg  c.a 1.5 km

Ein þeirra er að fara framhjá Hestamannareiðhöllinni, framhjá Lögmannshlíðarkirkju og c.a 1 km í viðbót.

Og svo er það Hlíðarvegur Ekur af  þjóðvegi 1 á veg 818  ekur hann á enda og beygjir til hægri c.a 500m og ert kominn á Hrappstaði.  og þar með á Haustógleði...Það sem verður á staðnum
Tónlist :  Vonandi Lifandi....komið með hljóðfæri sem kunnið að brúka þau.... annars Boomboxið notað 

Grill: allir koma með sinn eigin mat......
Veigar :  allir koma með sínar veigar....
Gaman:  . ojá......

Bikerar Velkomnir ....... og auðvitað viðhengin ...

Stjórn Tínnar                                  Viðburður á Facebook

Hér eru nokkra myndir frá Undirbúningi
.24.8.18

Minningarmót í Götuspyrnu 25. ágúst

Minningarmót BA þann 25 ágúst 2018
Á Keppnissvæði B.A. Hlíðarfjallsveg á Akureyri
B.A. Ákvað að breyta keppnisgjaldi keppenda í Götuspyrnunni í 1000 kr

Þessar eitt þúsund krónur fara beint til AKÍS (Vegna Keppnisskirteinis) 
(Sambandið gefur ekki skírteinagjaldið til sjóðsins eins og gert var eftir stofnun hans).

Þeir keppendur sem nú þegar hafa greitt þáttökugjaldið geta fengið endurgreiddan þann pening sem er umfram 1.000 krónurnar eða gefið hann til minningarsjóðs B.A. 

Ef einhverjum vantar tryggingarviðauka þá mun formaður BA ganga frá því á staðnum.

Komið og Keppið eða horfið á og styrkið gott málefni.
Skráningarresti lýkur kl 11.00 laugardaginn 25. ágúst á staðnum.
Ef einhverjum vantar tryggingarviðauka þá mun formaður BA ganga frá því á staðnum svo viðunandi sé og  er það von okkar að sem flestir láti sjá sig til áhorfs eða þáttöku fyrir okkar félaga sem fallnir eru frá.

Skráningarfresti lýkur kl 11.00 laugardaginn 25. ágúst á staðnum.
Viðburðurinn á Facebook er Hér
Keppni hefst kl 15:00

Allir Velkomnir.

Upplýsingar fengnar af vef Bílaklúbbs Akureyrar

Áhugavert