Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

26.5.18

Bjölluminningarathöfn


Þann 1 júní verður Bjölluminningarathöfn inn við Mótorhjólasafn íslands við KrókeyriLátlaus athöfn þar sem við minnumst bifhjólafólks sem hefur fallið frá. Fallnir félagar verða lesnir upp og fá bjöllu hljóm. 


Allir velkomnir. Þeir sem hafa ábendingar um nöfn sem tengjast þessari athöfn er bent á að hafa samband við Sigurvin  í einkapósti á facebook 
https://www.facebook.com/sigurvin.samuelsson

Eða 
sukki@internet.is ...eða 7773794

Til Hamingju með 30 ára Afmælið Óskabörn ÓðinsTían Vélhjólaklúbbur Norðuramts óskar 

Óskabörnum Óðins 

til hamingju með 30 ára afmælið.Í tilefni 30 afmælis Óskabarna Óðins MC þá verður smá teiti í húsnæði klúbbsins 26.mai   að Kaplahrauni 14 Hafnarfirði.
 

Fullt að gerast allan daginn og langt fram á næsta dag :) 
Húsið opnar klukkan 14:00 og verður heitt á könnuni fam eftir degi, kl.20:00 hefst partýið fyrir alvöru en þá stíga á stokk....

  • Nýríki Nonni
  • Huginn
  • Bílskúrsband Eyþórs
  • Chernobyl
  • Kólumkilli
  • Melophobia


24.5.18

Bíladagar

Bíladagar verða haldnir á aksturíþróttasvæði Bílaklúbbbs Akureyrar að venju dagana 

14-17 júní næstkomandi

Dagskráin verður eftirfarandi 

Fimmtudagur 14 júní 
Buggy Enduro í gryfjunum                                    kl 19:00
Drulluspyrna  í gryfjunum                                     kl 21:00

Föstudagur 15 júní
Auto X á malbikinu                                               kl 11:00
Græjukeppni Á túninu við orkuna Hörgárbraut    kl 12:00
Drift á Malbikinu         (Æfingar hefjast)               kl 13:00

Laugardagur 16 júní
Götuspyrna á malbikinu                                       kl 11:00
Sandspyrna í gryfjunum                                      kl 19:00
Burn out á malbikinnu                                         kl 22:30

Sunnudagur 17 júní                                         
Bílasýning                                                           kl10:00 - 18:00

Upplýsingar um miðaverð á Bíladögum 2018
Fimmtudagur heill dagur 3.000kr
Föstudagur heill dagur 3.000kr
Laugardagur heill 5.000kr götuspyrna / 3.000kr sandspyrna / 1.500kr burn-out
Sunnudagur Bílasýning 2.000kr

Armband sem gildir inn á alla viðburði 9.500kr


Einnig á meðan Bíladögum stendur verður Opnunarhátíð Mótorhjólasafnsins 

Þann 16 júní er opnunarhátíð safnsins og m.a með svokölluðum „Start up day“ þar sem eldri hjól eru gangsett og ekið um svæðið. 

Í tengslum við aksturinn verður haldinn fyrirlestur um sögu Henderson og fleiri mótorhjóla sem nær aftur til 1905. 
Markmið verkefnisins er að kynna sögu og hlutverk mótorhjólsins í samgöngusögu landsins, hlusta á tónlist og og njóta ífaðmi fjölskyldunar

www.motorhjolasafn.is
www.tian.is

23.5.18

Vel heppnaður fundur Snigla og bifhjólaklúbba

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar boðuðu til svokallaðs formannafundar á annan í Hvítasunnu en fundurinn var haldinn til að stilla saman strengi samtakanna og klúbbanna í hagsmunamálum. Fundurinn var vel sóttur en á hann mættu fulltrúar frá bifhjólaklúbbnum Ernir, Ducati klúbbnum, Dúllurum, CMA (Christian Motorcycle Association), Sturlungum, Skutlum, Göflurum, GWRRA á Íslandi og Ruddum. 

Auk þess óskuðu fulltrúar Tíunnar á Akureyri og Dreka á Austurlandi eftir samstarfi um þessi mál þótt þeir hefðu ekki náð að senda fulltrúa sinn á fundinn að þessu sinni.Talsverð umræða var um tryggingamál og er það samhljóma álit að gera þarf gangskör í þeim málum. Endurskoða þarf hvernig málum er háttað varðandi slysatryggingar á Íslandi. 
Nokkur umræða var um réttindamál og hvernig stigskipting réttinda væri óréttlát. Loks var rætt um betra samstarf við Vegagerðina og aðra veghaldara þar sem það er eins og bifhjólafólk hafi gleymst í hönnun umferðarmannvirkja að undanförnu og var Miklubrautin tekin sem dæmi í þeirri umræðu.

 Kallað var eftir frekar umræðum á milli klúbbana og verður reynt að halda annan slíkan fund seinna á þessu ári. Einnig þarf að vera auðveldara að ná til annarra klúbba en upplýsingar um tengiliði klúbba eru ekki alltaf fyrir hendi á heimasíðum, og er hér með auglýst eftir þeim upplýsingum þar sem það stendur til að setja um sértstaka tengiliðaskrá sem verður uppfærð reglulega.
www.sniglar.is

22.5.18

Pitt Bifhjólaverkstæði býður okkur 10% afslátt af vinnu.


Bræðurnir Gummi og Leibbi hjá
 Pitt Bifhjólaverkstæði bjóða hjólamönnum 10% aflsátt af vinnu verkstæðinu hjá sér við Fjölnisgötu 2b Akureyri. 

S467-1777
GSM 8690806

Áhugavert