Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

16.7.18

Æðislegir Hjóladagar um helgina


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts

Þakkar gestum Hjóladaga kærlega fyrir frábæra Hjóladaga.


Við byrjuðum helgina á Mótormessu og Vöfflukaffi í Glerárkirkju,

Þrautabrautin var býsna snúin
og skemmtileg
Grilluðum svo á Mótorhjólasafninu um kvöldið í 60 manna grillveilslu og partý fram á nótt.
Jói Rækja að vinna Njál í Snigli 

Á laugadeginum  byrjuðum við daginn á því að mæta á Ráðhústorgið og fá okkur hádegisverð á DJ grill
Race og Hippaburger.


Svo kl 13:30 var hópakstur sem B.A.C.A sá um og voru allavega 35 hjól í þeirri keyrslu sem endaði svo niður á Mótorhjólasafni.

kl 14 var Götuspyrna hjá Bílaklúbbnum

Á Mótorhjólasafninu var Njáll Gunnlaugson formaður Snigla búinn að setja upp þrautabraut og var með æfingahjól þar sem allir máttu spreyta sig á brautinni... 
Dimma frábær á Græna
Kærar þakki Njáll fyrir þennan viðburð.
Stelpurnar tóku fullan þátt í sniglinu.

Á eftir það voru Landsmótsleikar þar sem keppt var meðal annars í mótorkasti , Teigjutogi og skíðagöngu...
en hápúnkturinn var keppni í Snigli og í þetta sinn máttu allir sem vildu fá lánað hjól til að keppa á.
En eftir Snarpa keppni þá sigraði Jói Rækja Sniglið og var þar með Snigill ársins
Njáll Gunnlaugs setti hinsvegar nýtt íslandsmet í Snigli 1:54 sek  ( sjá myndband á Facebooksíðu Tíunnar )

Eftir leikana var svo skemmtilegt grillteiti hjá formanni Tíunnar  og eftir það fóru allir á Stórtónleika á Græna Hattinum þar sem Dimma ( sem Tían pantaði sérstaklega fyrir þessa helgi) Spilaði geðveikt rokk fram á nótt....

Takk æðislega enn og aftur fyrir frábæra helgi ,,, og er Formaður Tíunnar búinn að lofa stærri og flottari hjóladögum á næsta ári sem verða helgina 19-21 júlí 2019

Myndir á facebooksíðu Tíunnar

14.7.18

Laugardagurinn 14 júlí

Laugardagur
11:30  Miðbær
Tían hefur í Samstarfi við Dj Grill sem er í miðbænum á Akureyri komist að samkomulagi um að veita Hjóladagsgestum gott tilboð á Hamborgurum á Hjóladögum.
Aparólu burger
Racer burger
Chopper Burger

13:30 Hópkeyrsla B.A.C.A. frá  miðbæ allir velkomnir
14-16 Götuspyrna BA á Ba-svæðinu


15:30 Tíuleikar  frá-Landsmóti Bifhjólamanna .

Þrautabraut. Samhliða akstur á eins hjólum.
Við safnið
Keppt verður í m.a. í Snigli.   (Hægaksturkeppni. 
Og fl íþróttum rétt hjá Mótorhjólasafni Íslands. Norðan iðnaðarsafns19:00 Býður formaður Tíunnar til teitis þar sem áhugi á að fara út að borða var lítill.  Opið hús milli 19-21 Ásatún 24 

Grillið verður á staðnum og er hægt að taka með sér og grilla.

Svo skellum við okkur á Dimmu.


Við eigum  eftir um 20 miða á Tónleikana svo hver fer að vera síðastur  að tryggja sér miða...
Pantanir
tian@tian.is    Endilega Panta tímanlega

svo rölltum við yfir á Græna....

21:00 Dimma  á Græna Hattinum

Verið velkominn á Hjóladaga Akureyri

kv Tían

12.7.18

Hjóladagar 13-15 júlí. Dagskrá....


Bifhjólahelgi tileinkuð Bifhjólafólki.
DAGSKRÁ
Föstudagur
17:30 Mótormessa. Hjólað til messu "Glerárkirkja"
Sr. Stefanía G Steinsdóttir messar
Ólafur Sveinsson tjáir sig.
Vöfflukaffi á eftir messu

19:30 Hringakstur á svæði B.A.    Nánar um Hringaksturinn

Skráning :
 tian@tian.is                                         HRINGAKSTRI AFLÝST    v. ónóg þátttaka.


21:00 Grillkvöld og öl á kantinum inn á safni.

1500kr í grillið. Frítt fyrir greidda félagsmenn í Tíunni.
Posi á staðnum. Hægt að ganga í klúbbinn.Skráning í Hringaksturinn á Föstudagskvöld... kl 19AFLÝST
vegna ónógrar þáttöku....Þeir sem ætla að taka þátt í hringakstrinum á Hjóladögum  verða að skrá sig fyrir kl 17. Föstudag.
tian@tian.is
Hringakstur

Keppnissæfing á Hjóladögum Tíunnar 13 júlí 2018
Allir þáttakendur verða að sýna ýtrustu varkárni á æfingunni.

ATH þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á Ökutækjunum sínum og sjálfum sér.


Mæting 19:00. farið yfir útbúnað hjól og menn.


19:30-19:40  Hippar æfa sig í brautinni
19:40-19:50  Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni
19:50-20:00   
Hippar æfa sig í brautinni
20:00-20:10  
Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni


20:20- 21:00  Tímatökur.

Einn í einu fær að fara 3 hringi í brautinni. 

Tekin Heildartími 3 hringi frá standing start. 

ATH
Skraning í tölvupósti tian@tian.is
taka fram
Nafn. og Bifhjól.

Dagskrá getur breyst fyrirvaralaust.


10.7.18

Tían í Föstudagsþættinum á N4


Á Föstudaginn mun vera sýndur þáttur á N4 sem heitir því frumlega nafni Föstudagsþátturinn og eru gestir í þættinum einmitt fulltrúar frá Tían Bifhjólaklúbb Norðuramst.


Þar verður líklega talað um starfsemi klúbbsins, Landsmót og Hjóladaga.

Kíkjum á þáttinn á föstudaginn. 

Áhugavert