Tían og Safnið

Í janúar árið 2007 var Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían stofnuð og er hún hollvinafélag  Mótorhjólasafns Íslands á Akureyri.
 Tían hefur í dag um 400 meðlimi en um 200 eru virkir um
að leggja fram vinnu, aðstoð og að stuðla að uppbyggingu og hagsmunum safnsins. Margir félagsmenn Tíunnar og aðrir velunnarar safnsins hafa boðist til að lána safninu hjól og aðra gripi til varðveislu eða á einstakar sýningar. Mótorhjólasafn Íslands er sjálfseignarstofnun sem
ætlað er að standa undir rekstri safnsins og annarri starfsemi.Í kjölfarið á fjármálahruninu haustið
2008 var hafist handa við byggingu
Mótorhjólasafns Íslands á Akureyri.
Framkvæmdin við nýbygginguna
hófst í janúar 2009 og opnaði safnið
dyr sínar fyrir gestum þann 15. maí
2011, á afmælisdegi Heiðars Þórarins
Jóhannssonar, Heidda. Heiddi var
fæddur 15. maí 1954 á Akureyri og
bjó þar alla sína tíð.
Hann var forfallinn áhugamaður um
 mótorhjól ogátti mörg þeirra sem mynda
kjarnann í safnkosti safnsins. Heiddi lést
í mótorhjólaslysi 2. júlí 2006 en ári
síðar tóku vinir og vandamenn sig
til og einsettu sér að koma safninu
á laggirnar. Heiddi var einn af stofnendum
 Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna,
sem er mótorhjólaklúbbur stofnaður 1. apríl 1984.
Tilgangur klúbbsins er að koma á samstarfi
bifhjólafólks, gæta hagsmuna þeirra
og hvetja almennt til ánægjulegrar
bifhjólamenningar. Heiddi fékk
númerið 10 í félagatali samtakanna
og var virkur í klúbbnum allt
til dánardags. Fyrir störf sín fékk
Heiðar heiðursverðlaun Sniglanna
árið 2002. Hollvinasamtök Mótorhjólasafnsins,
Tían, fékk heiti sitt af
þessu númeri Heidda í Sniglunum,
en meðlimir Tíunnar vinna að því að
stuðla að uppbyggingu safnsins.
núna eru virkir meðlimir Tíunnar um 200 þó vissulega
sé félagatalið komið vel yfir 400.

Áhugavert