3.12.19

Royal Enfield stefnir að rafvæðingu

Royal Enfield vakti athygli á EICMA
-sýningunni  meðKX tilraunahjólinu og
 vona margir að það fari í framleiðslu.
Royal Enfield mótorhjólamerkið er elsti starfandi mótorhjólaframleiðandi heimsins, en Royal Enfield hefur framleitt mótorhjól óslitið síðan 1901. Merkið hefur átt áveðnum vinsældum að fagna undanfarin ár þrátt fyrir gamaldags útlkit en það hefur einmitt verið mikið í tísku innan mótorhjólaheimsins undanfarin misseri.

Nú tefnir hins vegar í að merkið færi sig í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækniusetur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðsluhjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart.