29.10.19

Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Á efri hæðinni í Speed er Yamaha og fatnaður

 Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Í janúar var mótorhjólafélagi minn Björn Richard Johansen staddur hér á Íslandi og hittumst við á kaffihúsi og spjölluðum saman. Í þessu kaffispjalli sagði hann mér frá nokkuð sérstöku mótorhjólamóti sem hann og nokkrir aðrir störtuðu haustið 2018. Mótið tókst vel og sagði hann mér að það ætti að endurtaka mótið haustið 2019 og stefnt væri á að tvöfalda stærð mótsins. Björn Richard er af mörgum Íslendingum kunnur fyrir endurreysn íslensku bankana eftir bankahrun, enn fleiri hafa heyrt og kannast við verkefni sem hann startaði með Íslenskum stjórnvöldum eftir bankahrunið því að hann hannaði “módelið” af auglýsingaherðerðinni Inspired by Iceland.  Strax og ég kom heim keypti ég mér flugmiða og pantaði herbeggi fyrir mig og konuna á Straand-hotel.

Gamalt og rótgróið hótel staðsett í Vradal Telemark .

Á neðrihæð Speed eru BMW hjólin
  Mótið er á og við hótelið Straand Hotel í Vradal (ca. 120-150 km. sv. frá Oslo í beinni loftlínu, en styðsti vegur frá Osló til Straand Hotel er 205 km.), hótelið er með um 90 herbergi og var byggt 1864, opið allt árið. Á sumrin er mikill ferðamannastraumur af Norsku fjölskyldufólki og erlendum ferðamönnum í dalnum, en þar er í boði mikið af allsskonar afþreyingu. Á veturna er hótelið vinsælt meðal skíðafólks enda stutt frá hótelinu í góð skíðasvæði. Mótorhjólafólk í Noregi notar hótelið talsvert mikið á sumrin, en vegirnir í næsta nágreni við
hótelið þykja afar skemmtilegir fyrir mótorhjólaakstur og ekki skemmir útsýnið í sveitahéruðunum í næsta nágrenni við hótelið.

82 ný mótorhjól klár til prufuaksturs utan við hótelið.

Fyrsta spopp var í sveitabakarí
þar sem við borðuðum Pizzu
Uppsetning á mótorhjólamótinu er þannig að innflutningsaðilar nýrra mótorhjóla í Noregi koma með ný mótorhjól og leyfa mótsgestum að prófa hjólin í 30 mín. hvert hjól. Til að prófa hjól þá fer maður fyrst og skráir sig, en eingöngu geta skráð sig þeir sem eru með A mótorhjólaréttindi (sem er réttindi til að keyra öll mótorhjól). Í skráningunni ábyrgist ökumaðurinn að hann leggi fram 15.000 kr, Norskar sem tryggingu ef ökumaður skemmir hjól sem prófað er (alla helgina kom ekki ein rispa á neitt prufuaksturshjól). Því næst fær viðkomandi lítinn límmiða á ökuskírteinið sem er hans akstursleyfi ( í mínu tilfelli var númerið 167). Síðan er bara að fara að prófa sem gerist þannig að við hvert hjól er skráningarblað og setti maður númerið sitt á blaðið. Með þessu gat maður skráð sig í prufuakstur á hámark 12 hjólum yfir laugardaginn og 8 á sunnudeginum (prufuaksturinn var frá 10-16 á laugardegi og 10-14 á sunnudegi). Samkvæmt upplýsingum frá konunni sem sá um skráningu ökuskírteina fyrir mótshaldara og tryggingarfélagið skráðu sig 250 manns í prufuakstur yfir helgina frá fjórum löndum (Noregi, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi).

Ekki bara prufuakstur á götuhjólum.
b. Mótið var sett í samkomusalhótelsins
og mönnum kynntar akstursleiðir
 í nágreninu fyrir prufuakstu
r

Hátíðin var sett formlega á föstudagskvöldi og fólki bent á hvaða leiðir væri sniðugast að keyra fyrir mismunandi mótorhjól. Á hátíðinni var einnig hægt að prófa endurohjól, en úrvalið var ekki mikið af endurohjólum, 3 KTM, 2 Husqvarna og 1 Honda voru hjólin sem í boði voru. Að prófa endurohjól var aðeins öðruvísi, öryggið var sett í fyrsta sæti, crosshjálmur, crossstígvél og brynja var skylda. Eftir kl. 16 á laugardeginum voru fyrirlestrar í samkomusal um ýmsa hluti sem tengist mótorhjólum s.s. um kappakstur á eyjunni Mön, Björn Richard sagði frá hvernig hann fékk hugmyndina af þessari mótorhjólahátíð, kostning á
skemmtilegasta mótorhjólinu sem kosið var af ökumönnum eftir prufuakstur á hjólunum. 

Ferðalagið á hótelið, var að mestu á hlikkjóttum sveitavegum.

Straand-hotel
Flogið var til Oslo með Icelandair á fimmtudegi, þaðan var farið til Asker og gist þar eina nótt. Morguninn eftir var tekin lest frá Asker til Sandefjord og í stóra mótorhjólabúð sem selur Yamaha og BMW. Okkur bauðst að ferja eitt prufuaksturshjólið frá innflytjandanum á hótelið þar sem mótið fór fram. Farkosturinn var stæðsta gerð af BMW ferðahjóli, sex strokka með 1600cc vél, 3 töskur fyrir farangur. Við vorum 8 sem vorum að fara með hjól frá þessum innflytjanda, allt BMW hjól sem voru frá 310cc upp í hjólið sem ég var á 1600cc. Sá sem leiddi hópinn valdi að halda sig frá Norskum hraðbrautum, ók þess í stað hlikkjótta sveitarvegi með fallegu útsýni, flott leið í alla staði, en svolítið heitt að keyra í 25 stiga hita á hjóli sem er hannað í vindgöngum og gefur litla sem enga vindkælingu fyrir mann sem er of mikið klæddur. Á leiðinni var stoppað til að næra mannskapinn í sveitabakarí þar sem snædd var Pizza. Á þessum stað bættust við fjögur hjól frá öðrum innflytjanda þannig að við vorum orðin 12. Alls var leiðin frá Speed í Sandefjord að Straand-hotel í Vradal 145 km, á frábærum vegum. Þegar komið var á hótelið var okkur hjónunum úthlutað herbergi og mikið var maður fegin að komast úr mótorhjólagallanum því að þennan dag var óvenju heitt miðað við árstíma að sögn heimamanna.
Þegar ég mætti á svæðið laggði
ég hjólinu hjá Speed og afhenti lykilinn

Endurosvæðið var fyrir neðan götu
þar var líka Yamahatrukkurinn sem
var of stór fyrir stæði hótelsins
Mótorhjólastæðið á hótelinu
var afgirtur tennisvöllur
Það var svo gott veður alla
helgina að þetta var vinsælasti
staður margra.


Sum hjól voru svo vinsæl að erfitt var að komast að til að prófa þau.


Á laugardeginum hófst svo prufuaksturinn á þeim 82 nýju hjólum sem hægt var að prófa. Ég hafði skoðað vel hvað var í boði frá öllum umboðunum kvöldið áður og hafði hugsað mér nokkur hjól sem ég ætlaði að prófa, en ég gerði mistök, skráði mig ekki strax og fyrir vikið var ég of seinn að skrá mig á þau hjól sem ég hafði hugsað mér að prófa. Þá var bara að skrá sig á þau hjól sem ég var búin að missa af á sunnudagsmorgun og prófa í staðin þau hjól sem í boði voru. Fyrsta hjólið var Triumph Tiger 1200 ferðahjól, kraftmikið, þægilegt að keyra, en frekar þungt, annað hjólið var Triumph Scrambler 900, skemmtilegt hjól fyrir stuttar ferðir. Þriðja hjólið var hjólið sem kosið var skemmtilegasta prufuaksturshjólið á hátíðinni af þeim sem það prófuðu, en það var Husqvarna Vitpilen 701 götuhjól, skemmtilegur mótor, bremsur framúrskarandi
ekta leiktæki sem auðvelt er að tapa ökuskírteininu á. Fjórða hjólið var prófað fyrir vin minn sem hefur verið að hugsa um að kaupa svona hjól til að ferðast um Ísland með konunni, en það hjól heitir Suzuki V-Storm 650, gott að keyra, en á þeim vegi sem ég prófaði hjólið fanst mér það vanta svolítið kraft. Annars er fjöðrunin á því hjóli mjög góð og gott að keyra hjólið á þeim stutta malarvegi sem hjólið var prófað á.
Að prófa endurobrautina þurfti
auka öryggisbúnað.
Á laugardagsmorgninum var orðið
lítið um stæði fyrir mótorhjól.
Fram á kvöld á laugardeginum var fólk
 að koma og nánast öll gisting
 uppseld á svæðinu.
Þetta var svona smá keppnis
 í stærð trukka

Norsku Skutlurnar mættu á svæðið
 strax á föstudagskvöldinu
Vegirnir þarna henta vel fyrir prufuakstur
Fór 10 sinnum upp og niður
 þennan beygjukafla
Sunnudagsprófunin gekk betur.
Ég hafði skráð mig strax kl. 10 í prufuakstur á Kawazaki H2 hjól með hrikalegan hestaflafjölda (sagt er að þetta hjól sé með yfir 300 hestafla vél og hámarkshraði vel yfir 300 km.), það skipti aldrei máli í hvaða gír maður var það var alltaf nóg af krafti, hef aldrei keyrt mótorhjól með eins góðar bremsur og á þessu hjóli, þurfti bara einn putta á frambremsuna og þá nánast stoppaði hjólið á punktinum (ekki hjól fyrir sextugan mann, eins gott að ég var með lokaðan hjálm svo að nánast enginn sá skelfingarsvipinn á mér þessar 30 mín sem ég keyrði hjhólið). 
Næsta hjól var Triumph Bobber, krafturinn var allveg í lagi og bremsur, en það er eitthvað svo flott við útlitið og hönnunina á þessu eins manns hjóli (ekki með sæti fyrir farþega). Næst var það hjólið sem erfiðast var að fá að prófa svo umsetið var það, en það kom mér mest á óvart af öllum hjólunum sem ég prófaði, MV Agusta Travel, þriggja strokka 800cc ferðahjól frá Ítalíu, frábær áseta, gott tog og kraftur, gott á möl og þægilegt í akstri.
 Næst var það KTM 790, en sölumaðurinn bað um að tveir og tveir færu alltaf saman á þessum hjólum og skiptu um hjól í miðjum prufuakstri. Ég og Björn Richard fórum á sínu hvoru hjólinu, ég hafði nýlega ekið með honum um Ítölsku alpana og vorum við þá á eins hjólum og erum svipaðir keyrarar, en ég taldi okkur vera á eins hjólum hann einfaldlega stakk mig af út úr öllum beygjum og bremsaði seinna inn í allar beygjur. Ég mátti hafa mig allan fram við að halda í við hann, á miðri leið skiptum við svo og þá skildi ég vel hvers vegna hann stakk mig af, þessi KTM hjól voru gjörólík þó að þau hétu það sama, demparar og bremsur voru mun betri á öðru hjólinu sem gerði svona mikinn mun (munar líka á verði um 300.000 íslenskar), skilst að KTM Íslandi hafi ekki boðið upp á ódýrara hjólið hér og vona að það verði ekki í boði.
Þessi var í fylgd Íslendinga, en varð að
 sofa í smáhýsi niður í þorpinu.
 Síðasta hjólið var það hjól sem einna erfiðast var að komast í að prófa, en það var Indian FTR1200, leiktæki ríka og fína fólksins, flott hönnun, góður kraftur, en mér líkaði ekki pústið sem búið var að setja á hjólið, var að trufla mig þar sem að ég held mjög laust um stýri á hjólum, en klemmi frekar lærum um tankinn, en þarna fóru lærin í pústið og hitinn var of mikill auk þess að vont var að keyra hjólið standandi.
 Bobberinn var frekar latur
 í bröttustu brekkunni
Sunnudagurinn byrjaði hjá mér
á 300 plús hestöflum
Sunnudagurinn byrjaði snemma fyrir
 starfsmenn, þeir völdu sér prufuhjól
og fóru í hópakstur
Á laugardagskvöldinu var m.a.
fyrirlestur um kappakstur á Mön
ásamt fleiru skemmtilegu
Italirnir hafa alltaf heillað mig
í hönnun mótorhjóla.
MV Agusta Travel fannst mér gott
hjól að keyra.
Þetta hjól hæfir betur sextugum.

Heimferðin og spurning um næsta mót 2020.


Tvíburarnir frá KTM , brjálaður og slappur,
 ótrúlegt hvað bremsur og fjöðrun hefur að segja.
Það að koma yfir 80 mótorhjólum á mótsstað þarfnast skipulagninga og eru fengnir ökumenn til að keyra hjólin á mótsstað, þessir sömu menn eru gjarnan starfsmenn mótsins samaber að vísa á sérstakt stæði fyrir mótorhjól hótelgesta, vísa prufuaksturskeyrurum inn og út af þeirra stæðum og mótsgestum sem koma í dagsheimsókn á mótorhjólum. 
Það að skipuleggja þetta er á höndum manns sem titlaður er akstursstjóri sem heitir Trond, en hann skipuleggur og útvegar ökumenn á hjól sem þarf að ferja á hótelið, mér hlotnaðist sá heiður að keyra með honum að loknu mótinu einkahjól forstjórans í Speed aftur til Sandefjord, en forstjórinn Treje Bredal hafði keypt rándýra fótpedala á BMW 1250HP hjól sitt og vildi að ég gæfi honum álit mitt á þessum pedulum (góðir á malbiki, en hefði ekki viljað vera með þá á Íslenskum malarvegum). 
Við Björn Richard skiptum
á KTM790 hjólunum á miðri leið
.

Við ókum þrönga vegi og hlikkjótta, fyrst í samfloti við hóp hjóla sem var að fara í MC-Oslo (stæðsta mótorhjólabúð í Osló), en á miðri leið skildust að hóparnir. Bakaleiðin var 140 km, og tók um þrjár klukkustundir að keyra þá leið á þröngum, mjóum og hægfara sveitavegum Noregs. Síðan var tekin lest frá Sandefjord til systur minnar í Asker og gist þar tvær nætur áður en haldið var heim aftur. Nú er það bara spurningin hvort maður ætti að fara aftur næsta ár, jú þetta var svo gaman. Næsta mót verður helgina 18-20. september 2020 og ef maður ætlar að ná í herbeggi á hótelinu er vissara að fara að panta.
Síðasta hjólið sem prófað var þetta
Indian 1200 flott hjól
en mér líkaði ekki þetta púst

Upplýsingar um hótelið og fleira fyrir áhugasama.

Hótelið er með góðum herbeggjum í gamaldagsstíl, kostnaður okkar hjónanna fyrir tvær nætur, tvo morgunverða, tvo hádegismata og tvo kvöldverði (fyrir utan drykki) var rétt tæpar 45.000 Íslenskar krónur (ódýrara en eins manns herbeggi á mörgum hótelum á Íslandi yfir hásumarið). 


Komin í Speed á forstjórahjólinu
BMW1250HP
Vefslóðin á hótelið er https://straand.langno/?=en , facebooksíða Straand treff er:  https://www.facebook.com/pg/McTourNorway/posts/?ref=page_internal 
Helstu styrktaraðilar mótsins eru Speed og MCO (MC-Oslo):  https://mcoslo.no/  og hjá Speed  í Sandefjord er vefsíðan: https://www.speedmc.no/  .

Þetta er einhver tískubóla og kostar
 60.000, persónulega illa farið með
 pening og fyrir þegar komið er á mararveg
Myndaseríu frá ferðinni er hægt skoða á heimsíðu Tíunnar á Facebook. Og þar einnig er hægt að commenta. og spyrja Hjört spurningar um þetta mjög svo áhugaverða mót í Noregi.


Hjörtur Líklegur