30.8.95

Datt á 160 km hraða

Mótorhjólakappinn Karl Gunnlaugsson flaug
harkalega á hausinn í mótorhjólakeppni  í
Englandi. Hann handarbrotnaði en hjálmur
og hlífðargalli varnaði frekari meiðslum Hvíta
skellan á hjálminum sýnir að hann er ónýtur.

í stórri mótorhjólakeppni á Snetterton kappakstursbrautinni í Englandi


Kall Gunnlaugsson, nýkrýndur íslandsmeistari í kvartmílu, þykist lánsamur að hafa sloppið með handarbrot eftir að hann féll af keppnishjóli sínu í kappaksturskeppni í Englandi. Hann féll af hjólinu á 160 km hraða fyrir framan hóp annarra keppenda ístórri mótorhjólakeppni á Snetterton-kappakstursbrautinni. Hann keppti þar ásamt Þorsteini Marel, sem varð í sjöunda sæti í liðakeppni ásamt tveimur breskum ökumönnum. 

Ég slapp ótrúlega vel og var hræddur í fyrsta skipti í keppni. Ég fór alltof geyst í beygju, missti stjórn áhjólinu og kastaðist í veg fyrir aðra keppendur, sem voru fyrir aftan. Ég var alltof bráður, ætlaði að slá í gegn í fyrsta hring, en flaug í stað þess á hausinn í fyrstu beygju," sagði Karl
Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið. „Eg lenti á höfðinu og öxlunum og munaði minnstu að ég yrði undir hjólinu, sem var fyrir aftan mig. Svo rann ég 150 metra eftir brautinni og út á grasbala. Ég þorði ekki að hreyfa mig og hugsaði um það hvort ekki væri nú tími til kominn að hætta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég meiðist í keppni á mótorhjóli. Sem betur fer reyndust meiðslin ekki alvarleg. Ég var með sérstaka axlarpúða og bakpjötu, sem sjálfsagt bjargaði miklu. Á spítala var síðan gert að meiðslunum og ég er með þrjá stálpinna í handarbakinu, þar sem ég brotnaði."
Þrátt fyrir.þetta áfall hyggst Kari keppa í kappakstri í Englandi á næsta ári og í kvartmílu hérlendis. „Þorsteinn stóð sig vel í mótinu úti, var um tima í fjórða sæti, en féll í það sjöunda vegna bilunar í hjólinu. Við eigum alveg erindi erlendis á þolakstursmót, þar sem ekið er samfleytt í sex klukkutíma. Svona óhapp er góð lexía, þótt hún sé sársaukafull. Ég mun ekki æða af stað af sama kappi. Svo sannar þetta nauðsyn þess að vera með góðan öryggisbúnað, hvort sem menn keppa á mótorhjóli eða aka á götunum," sagði Karl.

Morgunblaðið 30.8.1995
http://timarit.is