23.7.15

SÝNING UM KONUR OG MÓTORHJÓL

ÁHUGAMÁLIÐ Jónína Baldursdóttir er duglegað hjóla
 og hefur átt þátt 
í að skipuleggja nokkrar ferðir á
vegum Tíunnar, 
Bifhjólaklúbbs Norðuramts, og er
nýkjörin 
stjórnarmeðlimur þar.  MYND/EINKASAFN
MÓTORHJÓLASAFN
Myndir af konum á mótorhjólum, sögubúta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótorhjóla má finna á sýningu sem stendur yfir í Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri í sumar.

Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.
Ekki reyndist þrautalaust að safna saman munum og upplýsingum fyrir slíka sýningu enda hefur saga íslenskra mótorhjólakvenna ekki verið skráð. „Við hóuðum saman hópi af konum og vorum sex í nefnd. Við vorum með lítið fé á milli handanna en biðluðum til mótorhjólakvenna um allt land að senda okkur myndir,  upplýsingar og muni,“ segir Ragnhildur.
 Á sýningunni er að finna fjöldann allan af myndum en einnig ýmsar upplýsingar, sögur og muni. „Við komumst að því með góðri hjálp að fyrsta konan sem átti mótorhjól á Íslandi var Helga Níelsdóttir ljósmóðir árið 1939.
Hún notaði það til að aka til vinnu, en gafst reyndar fljótt upp á því þar sem þungt var að vera á því og af því að vegir voru að mestu malarvegir þurfti hún iðulega að skipta um alklæðnað eftir hverja ferð vegna ryks og drullu. Síðan er vitað um aðra konu rétt eftir stríð sem var á hjóli sem hún fékk hjá hernum. Lítið er vitað um fleiri konur fyrr en stelpur fóru að vera á skellinöðrum á áttunda áratugnum og síðan þegar konur fóru að sjást meira á hjólum á níunda áratugnum,“ upplýsir Ragnhildur. Hún segir þróunina hraðari upp á síðkastið. „Konur á öllum aldri eru farnar að láta gamlan draum rætast og taka mótorhjólapróf sem er frábært.“

Litlar tölulegar upplýsingar eru til um konur og mótorhjól. „Við vitum þó að frá 1980 hafa 2.930 konur verið skráðar eigendur þungra bifhjóla.“ Við erum með myndir og brot úr sögu, mótorhjól og klúbbatengdan fatnað. Svo erum við með konur í mótorhjólalögreglunni. Guðrún
Jack var svo dásamleg að lána okkur hluta af fatnaði og myndir af sér og upplýsingar. Sýningin Konur og mótorhjól er opin alla daga frá kl. 10 til 17.