BMW hefur sótt
um einlaleyfi
á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR. |
Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.
BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.
https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22