20.11.19

Prufuakstur á Rafmagnskrossara

Alpa SXS 

Fékk í dag að fara stuttan hring á rafmagnskrossara og verð að segja þetta er mjög einfalt ökutæki að stjórna ,bara inngjöf og bremsur.


White Power fjörðun
er þekkt fyrir gæði. 
   Engin kúpling eða gírar. Fjöðrun er mjög flott WP framan og aftan. svolítið stíf en það er eðlilegt fyrir krossara í upphafsstillingu, Öflugar diskabremsur og eins og áður sagði ofur einföld stjórntæki. Hjólið sem ég ók var af gerðinni Alta SXS og segja þeir sem þekkja að hjólið jafnist á við c.a 300cc fjórgengiskrossara í afli.
Fékk fyrst að fara smá hring á því í vægustu stillingu og fór það bara vel með mann þannig allt í lagi orka en ekki næg samt til að lyfta framdekki á gjöfinni í venjulegri ásetu.. en svo var stillt á mesta power og þá reif það sig strax upp á afturdekkið er maður skrúfaði frá.  Hjólið er 125kg og höndlaði vel og tók beygjurnar bara vel þessar fáu sem ég tók.  ( hefði alveg verið til í að hafa hjólið svolítið lengur.

Endingin á Rafhlöðunni ...! 


Eftir smá Google þá komst ég að því að rafhlaðan á að endast í rúma klukkutíma á nokkuð hröðum slóðaakstri.  Það tekur
svo 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðuna aftur svo líklega henta þessi hjól ekki enduro ökumönnum ennþá,  og ef notað væri í mótorcross, þá væri það líklega ansi tæpt að klára öll Moto kepppninar þó hlaðið væri í hvíldinni á milli.

Alta er bandarísk hjól en því miður fór framleiðslan á hausinn 2018 og er enn óvíst um hvort framleiðslan fer af stað aftur með nýjum eigendum.

Það verður gaman að fylgjast með þróun Rafhjóla á næstu misserum, þau eru ekki alveg búin að slá út bensínhjólin en þeir eru vissulega að reyna að klóra í áttina að þeim.

PS.. nú ætti að vera hægt að slengja svona hjóli á ísdekk og þeystast um Leirutjörnina án þess að innbæjingar kvarti yfir hávaða.
Því það heyrist nánast ekkert í þessum hjólum.

4 Glæný hjól biðu í bílnum