![]() |
Alpa SXS |
Fékk í dag að fara stuttan hring á rafmagnskrossara og verð að segja þetta er mjög einfalt ökutæki að stjórna ,bara inngjöf og bremsur.
![]() |
White Power fjörðun er þekkt fyrir gæði. |
Fékk fyrst að fara smá hring á því í vægustu stillingu og fór það bara vel með mann þannig allt í lagi orka en ekki næg samt til að lyfta framdekki á gjöfinni í venjulegri ásetu.. en svo var stillt á mesta power og þá reif það sig strax upp á afturdekkið er maður skrúfaði frá. Hjólið er 125kg og höndlaði vel og tók beygjurnar bara vel þessar fáu sem ég tók. ( hefði alveg verið til í að hafa hjólið svolítið lengur.
Endingin á Rafhlöðunni ...!


svo 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöðuna aftur svo líklega henta þessi hjól ekki enduro ökumönnum ennþá, og ef notað væri í mótorcross, þá væri það líklega ansi tæpt að klára öll Moto kepppninar þó hlaðið væri í hvíldinni á milli.
Alta er bandarísk hjól en því miður fór framleiðslan á hausinn 2018 og er enn óvíst um hvort framleiðslan fer af stað aftur með nýjum eigendum.
Það verður gaman að fylgjast með þróun Rafhjóla á næstu misserum, þau eru ekki alveg búin að slá út bensínhjólin en þeir eru vissulega að reyna að klóra í áttina að þeim.
PS.. nú ætti að vera hægt að slengja svona hjóli á ísdekk og þeystast um Leirutjörnina án þess að innbæjingar kvarti yfir hávaða.
Því það heyrist nánast ekkert í þessum hjólum.
![]() |
4 Glæný hjól biðu í bílnum |