18.12.19

Skiptu á Ökutækjum

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 Luis Hamilton er mikill áhugamaður um mótorhjól og á dögunum skipti hann og Valentino Rossi á ökutækjum.
Reyndar virðist sem myndavélakallinn og hljóðmaður hafi líka skipt á verkum því hljóðið er mjög götótt í myndbandinu ...
En það er víst vegna þess að þetta myndbrot var tekið frá Sky Sports og tónlistin klippt út vegna rétthafamála.

Lewis Hamilton rides Valentino Rossi's 2019 Yamaha, while the nine-time motorcycle champion tests Hamilton's 2017 title-winning Mercedes in a high-octane Valencia track day

17.12.19

Með mótorhjóladellu á miðjum aldri


 Ásdís Rósa Baldursdóttir, fyrrverandi stærðfræðikennari í Verslunarskóla Íslands og eiginmaður hennar Kristján Gíslason, f.v. framkvæmdastjóri Radiomiðunar, eru komin á miðjan aldur og hafa ferðast um allan heim á mótorhjóli. Það er óneitanlega óvenjulegt en saga þeirra er ekki ólík annarra þangað til miðjum aldri var náð. Þá tóku Ásdís og Kristján U beygju í lífinu.



Lítið fjölskyldufyrirtæki stækkaði……

Faðir Ásdísar, ásamt fleirum, stofnaði fyrirtækið sem Kristján tók síðan við stjórnartaumunum í. Það var alla tíð fjölskyldufyrirtæki þar sem faðir hennar var rafeindavirki, bróðir hans var á skrifstofunni og seinna fengu þeir skrifstofudömu til liðs við sig. Í 30 ár var fyrirtækið því lítið þriggja manna fyrirtæki. “Kristján, sem hafði starfað áður í tölvugeiranum, var ungur og ferskur með nýjar hugmyndir og fullur metnaðar,” segir Ásdís. “Hann tók við góðu búi og gat byrjað á að stækka og breyta og færa fyrirtækið nær nútímanum og á nokkrum árum hafði starfsmönnum fjölgaði úr þremur í nokkra tugi. Því fylgdi auðvitað aukin ábyrgð en líka áhyggjur og svefnlausar nætur. Á þessum tíma var mikið vinnuálag á Kristjáni en nú er hann að uppskera,” segir Ásdís.

Ákváðu að lifa lífinu lifandi

Þau Ásdís og Kristján hafa stýrt lífi sínu mjög markvisst allt frá því að þau gerðu sér grein fyrir því að þriðja aldursskeiðið væri hafið og tóku ákvörðun um að lifa því eins lifandi og kostur væri. Þau hafa verið heppin með heilsuna og hafa, eftir langa vinnuævi, borið gæfu til að vera fjárhagslega vel sett.

Þau eiga þrjú börn og vörðu fríum sínum eins og gengur og gerist á meðan börnin voru ung. Ferðuðust innanlands, fóru í skíðaferðir og

16.12.19

Sannur Mótorhjólamaður

Heiddi og Steini Tótu að keppa í snigli 2006

Menn spyrja sig oft hvað það eiginlega er sem skilgreinir hinn sanna mótorhjólamann. 

Margar skýringar eru til á því hugtaki en sunnudaginn 2. júlí, 2006 á leið heim af landsmóti Snigla, kvaddi þó þessa jarðvist sá maður sem helst hefði getað staðið undir því nafni. Eilífðartöffarinn Heiðar Þórarinn Jóhannsson, betur þekktur sem Heiddi #10 , var einfaldlega mótorhjólamaður Íslands númer eitt. Segja má að þú hafir ekki getað talið þig mótorhjólamann fyrr en þú vissir deili á honum.
Listinn yfir það sem undirstrikar þetta er endalaus eins og margir geta vitnað um og skal hér aðeins minnst á fáein dæmi.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem fer á hverja þá samkomu mótorhjólamanna sem haldin er, sama hvar á landinu hún er haldin og þá oftast en ekki hjólandi.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem keppir í akstri torfærumótorhjóla kominn á sextugsaldur, ánægjunnar vegna.


 Sannur mótorhjólamaður er sá sem safnar mótorhjólum og munum þeim tengdum eins og aðrirsafna listaverkum, og skreytir íverustaðs sinn með þeim.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem býður þér lyklana að húsi sínu þótt hann sé ekki á staðnum, af því einu að þú ert á mótorhjóli og vantar stað til að gista á.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem staldrar við til að aðstoða ókunnugan mann við bilað mótorhjól og fer ekki fyrr en búið er að koma því í gang.


Sannur mótorhjólamaður er sá sem fær meira segja hundinn sinn til að hafa áhuga á mótorhjólum og akstri þeirra.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem áratugum saman eldar svo góða súpu ofan

Samhent hjón í Borgarnesi með mótorhjóladellu á hæsta stigi


Þau segjast alltaf hafa haft bíladellu, en nú hafa mótorhjólin fengið mun stærri sess.

 Hjónin Kristín Anna Stefánsdóttir og Guðjón Bachmann eru með mótorhjóladellu og áhuginn bara vex. Anna Stína er uppalin í Kópavogi en Guðjón í Borgarnesi. Hún flutti í Borgarnes 1982 og ári síðar fóru þau að byggja. ,,Það má segja að við höfum farið öfugt í þetta miðað við aðra, við vorum hvorugt búin að ljúka námi þegar við fórum að byggja. Elsta dóttir okkar Bessý er fædd '85, og svo eigum við tvíburana Bjarna og Hjördísi sem eru fædd '93. Þrátt fyrir húsbygginguna luku þau bæði námi, Anna Stína er leikskólakennari en Guðjón rafvélavirki. "

Fyrsta skellinaðran keypt fyrir fermingarpeningana

Þau kynntust á sveitaballi á Lyngbrekku á Mýrum en Anna Stína var þá nemandi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. ,,Þetta hlýtur að hafa verið ást við fyrstu sýn," segja þau hlæjandi, en Anna Stína bætir við að hún hafi orðið yfir sig hrifin af jeppanum hans Guðjóns. ,,Mér fannst hann

15.12.19

Á BIFHJÓLI UM LANDIÐ

Frelsi og adrenalín

SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR FÉKK MÓTORHJÓLABAKTERÍUNA 
OG FINNUR SIG VEL Í HEIMI TESTÓSTERÓNS.

Ég er að uppgötva risastóran nýjan heim sem mér finnst afar heillandi,“ segir Soffía Jóhannesdóttir.
Heimurinn sem Soffía vísar til er ferðamótorhjólamennska en í sumar hefur hún skoðað landið á mótorhjóli.
„Maður er einhvern veginn frjálsari og nær landinu, finnur lyktina og vindinn og þetta er smá adrenalínkikk líka. Maður upplifir landið á nýjan hátt.“
Tilvera Soffíu hefur tekið miklum breytingum síðasta árið og hennar daglegu félagar eru nær eingöngu karlmenn með mótorhjóladellu. „Ég er innan um svo mikið testósterón að ég hugsaði á tímabili að það hlytu að fara að vaxa á mig eistu,“ segir Soffía og hlær. Bifhjól komu fyrst inn í líf
Soffíu þegar hún stofnaði vespuleigu við Reykjavíkurhöfn og tók þá mótorhjólapróf. Fyrr á árinu sameinuðust svo Lundavespur, Harley-Davidson búðin og mótorhjólaleigan Biking Viking undir nafninu Reykjavík Motor Center. „Þetta er búið að vera mikil upplifun. Ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara. Stökk svellköld út í djúpu laugina.“
 Soffía hefur nýtt hvert tækifæri í sumar til að ferðast um landið á mótorfák. Þar á meðal til Vestmannaeyja, norður í land og farið í dagsferðir hingað og þangað út frá Reykjavík. „Ég fór líka í stórkostlega 10 daga leiðsöguferð þar sem hringurinn og Vestfirðir voru teknir með útúrdúrum frá aðalvegunum. Þar keyrði ég reyndar trúss-bílinn en það er mjög gaman að ferðast með útlendingum og fá þannig tækifæri til að sjá landið sitt með augum utanaðkomandi.“ Sumarið hefur verið mjög annasamt en ferðahjól sem Reykjavík Motor Center er með hafa notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna en þá hefur verið hægt að fá leiðsögumenn með í ferðir og jafnvel farangursbíl. „Þó svo að haustið sé skollið á og vertíðin svo til búin eru enn þónokkrar haustferðir í kortunum. Það eru þá aðallega seinnipartsferðir, en þær bjóðum við upp á síð- og snemmsumars. Það fer skiljanlega eftir veðri hversu langt fólk hjólar inn í veturinn. Ég er allavega sjálf komin með bakteríuna.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

11.12.19

Barry Sheene Memorial Trophy

Stórskemmtilegur viðburður sem haldinn var 2016 til minningar um Barry Sheene sem var kappaksturhetja mikil á mótorhjólum á árunum 1970-1984

Meira um Barry Sheene hér

Þarns má sjá ansi mörg fræg mótorhjólanöfn keppa á eldömlum mótorhjólum í bleytu og er þetta hin mesta skemmtun á að horfa.

There was plenty of drama in the part one of the Barry Sheene Memorial Trophy race at Revival this year. The two wheeled spectacle featured classic bikes from Norton and Triumph cutting through the downpour with legendary riders like John McGuinness and Michael Dunlop in control.

6.12.19

Britten ! Merkilegt hjól í bifhjólasögunni



  1. Handsmíðað 1992 í Bakgarði á Nýjasjálandi af einum manni John Britten.
  2. Grindin er úr carbon fiber.
  3. 160 hestafla V tvin
  4. Fjöðrunin er afar framúrstefnuleg
  5. Aðeins 10 stk til í heiminum 
og svo margt fleira flott,
Hjólin eru allavega 10 árum á undan sinni samtíð, og hafði örugglega áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.
Stríddi öllum stóru mótorhjólaframleiðendunum í stórum keppnum út um allan heim.
Því miður lést John Britten úr krabba 45 ára gamall og það er á heinu að hann hefði gert einhverja meiri snilld ef hann hefði lifað lengur,


Slysatryggingar á fjórhjólum og vélsleðum eru frumskógur

3.12.19

Royal Enfield stefnir að rafvæðingu

Royal Enfield vakti athygli á EICMA
-sýningunni  meðKX tilraunahjólinu og
 vona margir að það fari í framleiðslu.
Royal Enfield mótorhjólamerkið er elsti starfandi mótorhjólaframleiðandi heimsins, en Royal Enfield hefur framleitt mótorhjól óslitið síðan 1901. Merkið hefur átt áveðnum vinsældum að fagna undanfarin ár þrátt fyrir gamaldags útlkit en það hefur einmitt verið mikið í tísku innan mótorhjólaheimsins undanfarin misseri.

Nú tefnir hins vegar í að merkið færi sig í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækniusetur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðsluhjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart.

1.12.19

Jólaball Sober Riders á Akureyri

Vetrarsport fyrir hjólafólk.



Kappaksturmótorhjól útbúið til ísaksturs

Á veturna er lítið sem ekkert hægt að hjóla vegna veðurfars sem hrellir okkar frábæra land.
Skítakuldi og saltaustur á götum gerir það að verkum að okkur langar ekkert til að fórna hjólunum okkar í þennan viðbjóð. 

En eitt sem við getum gert til að halda okkur í hjólaformi er að keyra á ís.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum  í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr


 Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.

Ódýr Neyðarádrepari 
Undirritaður hefur talsvert keyrt á ís í gegnum tíðina og er þetta með því skemmtilega sem til er og kjörin leið til að halda sér í hjólaformi.

Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.

Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.

Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527

20.11.19

Prufuakstur á Rafmagnskrossara

Alpa SXS 

Fékk í dag að fara stuttan hring á rafmagnskrossara og verð að segja þetta er mjög einfalt ökutæki að stjórna ,bara inngjöf og bremsur.


White Power fjörðun
er þekkt fyrir gæði. 
   Engin kúpling eða gírar. Fjöðrun er mjög flott WP framan og aftan. svolítið stíf en það er eðlilegt fyrir krossara í upphafsstillingu, Öflugar diskabremsur og eins og áður sagði ofur einföld stjórntæki. Hjólið sem ég ók var af gerðinni Alta SXS og segja þeir sem þekkja að hjólið jafnist á við c.a 300cc fjórgengiskrossara í afli.
Fékk fyrst að fara smá hring á því í vægustu stillingu og fór það bara vel með mann þannig allt í lagi orka en ekki næg samt til að lyfta framdekki á gjöfinni í venjulegri ásetu.. en svo var stillt á mesta power og þá reif það sig strax upp á afturdekkið er maður skrúfaði frá.  Hjólið er 125kg og höndlaði vel og tók beygjurnar bara vel þessar fáu sem ég tók.  ( hefði alveg verið til í að hafa hjólið svolítið lengur.

Endingin á Rafhlöðunni ...! 


Eftir smá Google þá komst ég að því að rafhlaðan á að endast í rúma klukkutíma á nokkuð hröðum slóðaakstri.  Það tekur

17.11.19

Konur á mótorhjólum (2015)

Myndir af konum á mótorhjólum, sögubúta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótorhjóla má finna á sýningu sem stendur yfir í Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri í sumar.

Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.



Grein á Tíuvefnum um viðburðinn 2015

16.11.19

48 strokka Kawasaki settur í gang ...

Það þarf talsverða fyrirhöfn að ræsa 48strokka sérsmiðaðan Kawasaki.
til dæmis er startarinn í raun einn mótor í viðbót knúinn með bensíni til að ræsa alla hina upp.
þetta er alger snilld að sjá!  hehe


15.11.19

Þau eru til ansi mörg skemmtileg mótorhjólin.

Hér er hægt að kíkja á ansi skemmtileg mótorhjól sem hafa 
verið heimasmíðuð að hluta eða öllu leyti.
Kawasaki V12
Honda CBX V12
Og margt fleira skemmtilegt.

11.11.19

Ducati New Streetfighter


Ducati kynnir glæsilegan kaffi racer.

Ducati mótorhjólaframleiðandinn sem er þekktir fyrir glæsilega hönnuð mótorhjól og góðan árangur í Motorhjólakappakstri kom með þennan 208 bremsuhestafla V4 kaffisracer fyrir árið 2020.
Hjólið er aðeins 178 kg og er með breitt og öflugt stýri.

Hjólið erbyggt á Panigale V4 og er í raun bara afklætt svoleiðis hjól með breyttu stýri og 1100cc V4 vél


Alvöru Streetfigther / Kaffiracer á ferð,,




Einhverskonar vindbrjótar 
Lokkar helvíti flott að framan ...

Motocross er fyrir þá sem vilja hafa gaman

Eiður Orri Pálmarsson er 9 ára gamall en hann verður 10 ára á þessu ári. Eiður stundar motocross og er með tvö mótorhjól í bílskúrnum sem hann er duglegur að æfa sig á. 

Eiður segir motocross–íþróttina henta fyrir alla, börn, fullorðna, stráka og stelpur en hann minnir á hversu mikilvægt er að vera með góðan hlífðarbúnað þegar hjólað er á mótorhjóli. 


10.11.19

Wayne Rainey hjólar á ný

Við sem erum að fylgjast með mótorhjólakappakstri og erum eldri en 30 ára kannast kannski við Wayne Rainey. Hann hann keppti í GP500 eða motoGP eins og það heitir núna og var hann þrefaldur meistari á árunum 1990-1993. 

Ferill endaði því miður snögglega hjá kappanum því hann hásbrotnaði í hræðilegu slysi á Misano brautinni á ítalíu 1993 og lamaðist hann frá miðju brjósti og niður.
Nú 26 árum síðar fer kappinn aftur upp á mótorhjól.
Hér er hrein hamingja á ferð....

Datt á 160 km hraða í mótorhjólakeppni á Englandi

KARL Gunnlaugsson, nýkrýndur íslandsmeistari í kvartmílu, þykist lánsamur að hafa sloppið með handarbrot eftir að hann féll af keppnishjóli sínu í kappaksturskeppni í Englandi. Hann féll af hjólinu á 160 km hraða fyrir framan hóp annarra keppenda ístórri mótorhjólakeppni á Snetterton-kappakstursbrautinni. 
Hann keppti þar ásamt Þorsteini Marel, sem varð í sjöunda sæti í liðakeppni ásamt tveimur breskum ökumönnum.      

Sjá meira í grein frá 1995

9.11.19

Triumph Rocket 3 2020


Það er alltaf gaman að skoða ný mótorhjól og ekki er það nú síðra ef mótorhjólið er sérstakt.

Það verður ekki annað sagt að Triumph hafi búið til ansi sérstakt mótorhjól í ár, en hjólið er ekki nema 2500cc   og 362kg  167Bhp og verðmiðinn 25000 pund. Það gerir rúmar 4 milljónir í Bretlandi...sem við getum nánast margfaldað með 2 hér, eða milli 7 og 8 millur.


 Skoðið myndir og video.




Mótorcrosstest í Vestmannaeyjum 2004

Svona voru Mótorcross hjólin prufuð í Vestmannaeyjum 2004

Heimir Barðason ,Reynir Jónsson, og Þórir Kristinsson allir þaulreyndir motorcrossarar segja hvað þeim finnst um nöðrunar í nokkuð ítarlegum prufum á hjólunum í glæsilegri Motocrossbrautinni í eyjum.
.

29.10.19

Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Á efri hæðinni í Speed er Yamaha og fatnaður

 Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Í janúar var mótorhjólafélagi minn Björn Richard Johansen staddur hér á Íslandi og hittumst við á kaffihúsi og spjölluðum saman. Í þessu kaffispjalli sagði hann mér frá nokkuð sérstöku mótorhjólamóti sem hann og nokkrir aðrir störtuðu haustið 2018. Mótið tókst vel og sagði hann mér að það ætti að endurtaka mótið haustið 2019 og stefnt væri á að tvöfalda stærð mótsins. Björn Richard er af mörgum Íslendingum kunnur fyrir endurreysn íslensku bankana eftir bankahrun, enn fleiri hafa heyrt og kannast við verkefni sem hann startaði með Íslenskum stjórnvöldum eftir bankahrunið því að hann hannaði “módelið” af auglýsingaherðerðinni Inspired by Iceland.  Strax og ég kom heim keypti ég mér flugmiða og pantaði herbeggi fyrir mig og konuna á Straand-hotel.

Gamalt og rótgróið hótel staðsett í Vradal Telemark .

Á neðrihæð Speed eru BMW hjólin
  Mótið er á og við hótelið Straand Hotel í Vradal (ca. 120-150 km. sv. frá Oslo í beinni loftlínu, en styðsti vegur frá Osló til Straand Hotel er 205 km.), hótelið er með um 90 herbergi og var byggt 1864, opið allt árið. Á sumrin er mikill ferðamannastraumur af Norsku fjölskyldufólki og erlendum ferðamönnum í dalnum, en þar er í boði mikið af allsskonar afþreyingu. Á veturna er hótelið vinsælt meðal skíðafólks enda stutt frá hótelinu í góð skíðasvæði. Mótorhjólafólk í Noregi notar hótelið talsvert mikið á sumrin, en vegirnir í næsta nágreni við

22.10.19

Haustógleði 2019

Haustógleði Tíunnar var haldin eftir aðalfund á laugardaginn 19 október á Hrappstöðum fyrir ofan Akureyri.

21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.

19.10.19

Aðalfundur Tíunnar 2019

Aðalfundur Tíunnar

Úrdráttur frá aðalfundi Tíunnar 19 okt. 2019

Núverandi stjórn vann vel saman frá byrjun, samhentur hópur og tel ég að við vorum að gera góða hluti.  
Voru viðburðir nokkrir en fundir ekki eins margir eins og við hefðum vilja hafa. 
Hjólaferðir voru nokkrar,  en það er það er líður sem við hjólafólk þurfum að bæta okkur í það er að hittast og hjóla meira


Smá yfirferð yfir viðburði sumarsins.
Súpu og björkvöldin voru þrjú og tókust þau mjög vel.
1 Maí hópkeyrslan.
 Er fastur liður í starfi tíunnar og tókst vel um 60 hjól keyrðu.
Lögreglan aðstoðaði við umferðastjórn og eiga þakkir skildar.


Skoðunardagur var í maí.
Skoðunardagur  Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja
Fínasta mæting og bauð Bílaklúbburinn okkur svo upp á Grill og gos. 
Kaffi var selt og 70.000 kr fóru til safnsins 


Tíu hittingur var í maí sem er haldin í kringum afmælisdag Heidda. m.a. upp í kirkjugarði og kíkt á leiði Heiðars

Hjóladagar
Í ár var ákveðið að byrja á laugardegi og gekk það vel.
V
iljum við breytta einhverju?  


Verslunarmanna helgin.
Hópkeyrsla með Fornbílum  30 
hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna

Allir voru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu um verslunarmannahelgina  og safnaðist fyrri aflið   spyrja köllu kr

 Fiskidagar.

Tían hefur bætt sig í heimasíðunni og hefur Víðir Fjölmiðlafulltrúin hleypt aldeilis lífi í hann og þakkar  Tían fyrir góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þusund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins en Tían gaf Mótorhjólasafninu

á eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands. og í ár afhentum við safninu 200.000 þúsund.


 Næsta ár;

Árskýrteini samstarf við háskólan

Fleiri hjólaferðir

Unnið á safninu.

17.10.19

Aðalfundur Tíunnar



 Þann 19. Október   er aðalfundur Tíunnar á Mótorhjólasafni Akureyrar
kl: 13:00

Dagskrá


1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Annað

 

Boðið verður upp á dýrindis súpu og brauð á fundinum.

2.10.19

The Distinguished Gentleman's Ride



Í lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.








1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.





https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

29.9.19

130 mótorhjólamenn lögðu baráttunni lið

130 mótor­hjóla­menn lögðu bar­átt­unni lið




130 mótor­hjóla­menn af báðum kynj­um renndu sér niður Lauga­veg­inn í dag klædd­ir í föt úr tví­d­efni í þeim til­gangi að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn krabba­meini í blöðru­hálskirtli og bar­átt­unni gegn sjálfs­víg­um karl­manna. 
Viðburður­inn var hluti af alþjóðlega viðburðinum Gent­leman's Ride en um 130.000 manns í 700 borg­um tóku þátt í uppá­kom­unni. 
„Þetta hef­ur auk­ist al­veg svaka­lega síðustu ár,“ seg­ir Daði Ein­ars­son, einn af skipu­leggj­end­um viðburðar­ins hér­lend­is en var þetta í annað skipti sem Gent­leman's ride er hald­inn hér. 
„Þetta er alþjóðleg­ur viðburður þar sem klass­ísk mótor­hjól og karl­ar og kon­ur klæða sig í dap­p­er­stíl sem ein­kenn­ist af tví­djakka­föt­um, slauf­um og bind­um,“ seg­ir Daði.

Söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um

Hægt er að heita á ís­lenska mótor­hjóla­menn vegna viðburðar­ins en allt fé sem safn­ast fer í að styrkja bar­átt­una gegn krabba­meini og sjálfs­víg­um. Nú þegar hafa Íslend­ing­ar safnað hátt í tveim­ur millj­ón­um.
Sam­tök­in sem halda utan um áheit­in heita No­v­em­ber Foundati­on og seg­ir Daði að þau séu sam­bæri­leg sam­tök­un­um sem að Mottumars standa. 
„Það kom mann­eskja að utan frá sam­tök­un­um til þess að kynn­ast starf­sem­inni hérna og sjá hvernig væri hægt að beina áheit­un­um sem safn­ast. All­ir pen­ing­arn­ir sem safn­ast hérna heima fara út í stór­an pott og svo dreifa þau þessu aft­ur hingað þegar þau eru búin að kynna sér þetta. Á næsta ári verður því hægt að kynna hverj­ir fengu styrk­ina úr sjóðnum á þessu ári,“ seg­ir Daði.
Hér má heita á ís­lensku mótor­hjóla­menn­ina.

https://www.mbl.is/
29.9.2019

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40

13.9.19

Dindlarnir klárir fyrir sumarið




 Nú eru Dindlarnir , sem er klúbbur mótorhjólafólks í Hafnarfirði, Garðabæ og nágrenni búnir að gera hjólin klár fyrir sumarið eins og undan farin 16 ár. 


 Hist er við Atlandsolíutankana við Kaplakrika, alla þriðjudaga yfir sumarið kl 17:30 þegar veður leyfir.
Valdar eru skemmtilegar akstursleiðir sem taka c.a. 3 klst. Öryggi og varfærni er haft að leiðarljósi, og enginn glannaskapur leyfður, allaf farið eftir settum reglum. Félagsskapurinn er öllu góðu mótorhjólafólki opinn, engin gjöld, bara mæta við Kaplakrikann.
 Myndin af köppunum fjórum, var tekin 2017, en það ár urðu þeir allir 75 ára (300 ára til samans), allt gamlir skólafélagar sem voru saman á skellinöðrunum þegar þeir voru 14-16 ára og halda enn í mótorhjólaáhugann.    Upplýsingar veitir Óli Ársæls 863-5512

5.9.19

Ódýrara að flytja mótorhjól

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að ódýrara sé að flytja mótorhjól embættisins á vögnum en að keyra þau til Keflavíkur, vegna þess hve dýrt sé að leigja þau af embætti Ríkislögreglustjóra. Kílómetragjald á mótorhjóli getur verið allt að 381 króna. Kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kílómetragjalds í kringum heimsókn varaforseta Bandaríkjanna í gær var um ein og hálf milljón króna.
Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í núverandi mynd. Skipaður hefur verið starfshópur sem á að skoða framtíðarmöguleika í bílamálum lögregluembætta um allt land. Ákvörðunin er sögð hafa verið tekin til að bregðast við óánægju lögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur rekið bílamiðstöð lögreglunnar og borið ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun allra ökutækja lögreglu ásamt öllum búnaði, en lögregluembættin hafa leigt bílana af ríkislögreglustjóra. Alls hefur bílamiðstöðin rekið um 120 ökutæki.
Í fréttum í gær kom fram að lögreglustjórar telji að embætti þeirra hafi verið rukkuð of mikið um árabil og að sú upphæð nemi hundruðum milljóna. Embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem því er hafnað að bílamiðstöðin hafi oftekið gjald sem nemi hundruðum milljóna. Þær tölur séu algjörlega úr lausu lofti gripnar og eigi sér enga stóð.

Hafa ekkert um kostnaðinn að segja

Fréttastofa hefur rætt við forsvarsmenn nokkurra lögregluembætta í dag, sem hafa sagt að hægt sé að spara stórar upphæðir með því að leigja bíla beint af bílaleigum eða kaupa þá frá umboðum, í stað þess að leigja þá hjá bílamiðstöðinni.
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um kostnað embættisins við rekstur ökutækja.
Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu kemur meðal annars fram að embættið þurfi að greiða bílamiðstöðinni frá 321 krónu upp í 381 krónu fyrir hvern ekinn kílómetra á bifhjóli. Til að setja þær tölur í samhengi má nefna að kostnaður embættisins, eingöngu af kílómetragjaldi, í kringum heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í gær, var um ein og hálf milljón, auk bíla sem embættið þurfti að taka á leigu vegna liðsflutninga. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, að þetta sé kostnaður sem embættið hafi ekkert um að segja enda gefi ríkislögreglustjóri út fyrirmæli til lögreglustjóra um hlutverk þeirra og skyldur í heimsóknum sem þessum.
Ásgeir segir að embættið hafi kannað hvort ódýrara væri að flytja hjólin á vagni til Keflavíkur, í stað þess að keyra þau með tilheyrandi kílómetragjaldi. Niðurstaðan hafi verið sú að töluvert ódýrara hefði verið að flytja hjólin þannig til Keflavíkur, en hætt hafi verið við þar sem því hefði fylgt mikið umstang.
Þá segir Ásgeir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi greitt um 140 milljónir króna í gjöld til bílamiðstöðvarinnar það sem af er ári. Ofan á kílómetragjaldið greiði embættið fast árgjald af ökutækjunum sem nemi 18 prósentum af kostnaðarverði hvers tækis fyrstu fimm árin og 12 prósentum eftir það.
https://www.ruv.is/frett/odyrara-ad-flytja-motorhjol-en-ad-keyra-thau

4.9.19

Myndband af 300km pókerrun Tíunnar í ágúst

Nicholas Björn Mason sauð saman þetta myndband af pókerrun Tíunnar.
Magnað að fara meðfram Hestastóði í Skagafirði sem var alltaf að fælast meira og meira.