16.12.00

Æfing tveggja ískrosskeppenda endaði á bólakafí í Leirutjörninni

Á hálum og ótraustum ís
16. desember 2000 | Akureyri og nágrenni 

Það fór heldur illa fyrir þeim félögum Víði Má Hermannssyni og Guðmundi Guðlaugssyni, sem höfðu viðkomu á Akureyri í gær á leið sinni til þátttöku í ískrosskeppni á Mývatni í dag, laugardag. Þeir félagar ákváðu að taka „létta æfingu" á mótorhjólum sínum á ísnum á Leirutjörninni á Akureyri í gær, ásamt heimamanninum Ingólfi Jónssyni. Ísinn var hins vegar ekki traustari en svo að bæði Víðir og Guðmundur misstu hjól sín niður í gegnum ísinn. Hjól Víðis  fór alveg á bólakaf úti
á tjörninni og kastaðist hann fram fyrir sig af hjólinu við óhappið.
Víðir var á frekar lítilli ferð og slapp því með skrekkinn en hlíf á hjálmi hans
brotnaði er hann skall á ísnum. Hjól Guðmundar fór hins vegar niður í
gegnum ísinn við bakkann og sökk aðeins til hálfs og gekk greiðlega að ná því á land án skemmda. Erfiðara reyndist að ná hjóli Víðis upp úr tjörninni og að lokum þurfti vörubíl með stóran krana til þess að ná hjólinu upp. Víðir sá því fram á erfiða nótt við að hreinsa mótorinn á hjóllinu þar sem saltur sjór er í Leirutjörninni, en hann ætlaði að vera tilbúinn í slaginn á Mývatni í dag.

Morgunblaðið

20.10.00

Hár og skemmtun

Grátur og gnístran tanna hefur oft fylgt því þegar fara þarf með smáfólkið i klippingu. Börnin eru óróleg, hrædd við skæri hárgreiðslufólksins og hafa ekki þolinmæði til þess að sitja kyrr á stólnum á meðan verið er að klippa þau. En viti menn það eru til „stólar" sem börn hreinlega sækja í og sum eru meira að segja farin að biðja um að fara í klippingu til að fá að setjast í þessa stóla.


Stólarnir sem börnin sækja svo mjög í eru engir venjulegir stólar heldur mótorhjól og marglitur bíll en það eru tvær ungar hárgreiðslukonur, Harpa Barkardóttir og Lára Jóhannesdóttir fundu þessa leið  til að gera ungum viðskiptavinum sínum lífið bærilegt meðan þeireru klipptir. Harpa og Lára reka hárgreiðslustofuna Englahár í Langarima 21 í Grafarvoginum og óhætt er að segja að þær hafi sérhæft sig í að sinna unga fólkinu þótt vissulega komi ekki síður til þeirra aðrir og eldri viðskiptavinir .
-Hvaðan kom hugmyndin að þessum frumlegu barnastólum og barnahorninu hjá Englahári?
„Ég vann eitt sumar á hárgreiðslustofu í Noregi," segir Lára, „og þar var sérstakt barnahorn. Í Noregi er mikið um barnastofur sem klippa eingöngu krakka en svo eru þar líka stofur sem vilja alls ekki fá til sín börn í klippingu. 
Hugmyndin að barnahorninu okkar er komin frá þessari stofu en í okkar horni er þó miklu meira fyrir börnin að dunda sér við heldur en var þar. Hornið er heldur ekki aðeins ætlað til þess að klippa börnin í, það er ekki síður fyrir þau að leika sér í á meðan foreldrarnir eru sjálfir í klippingu. Hér geta þau horft á sjónvarp, leikið sér að kubbum og alls konar dóti."
Mótorhiól og bíll í stað stóls Harpa segir að þær hafi verið lengi að leita að réttu barnastólunum en að lokum fengið þá frá Hollandi. Mótorhjóliðerætlað börnum allt upp í sex til sjö ára aldur en bíllinn er fyrir yngri börn. „Börnunum finnst þetta algjört æði ogsitja hin rólegustu á meðan verið er að klippa þau." Hárgreiðslunemar hljóta enga sérstaka þjálfun eða uppfræðslu á námstímanum í að sinnabörnum. „Það er hinsvegar heilmikil áskorun og getur verið óskaplega erfitt að klippa krakka," segir Harpa, og Lára bætir við að þar sem Englahár sé í Grafarvogi, í miðju fjölskylduhverfi, sé nauðsynlegt að vera undir það búin að fólk komi með börn í klippingu eða taki þau með sér þegar það ætlar sjálft að láta klippa sig. „Foreldrar hafa haft orð á því hvað sé notalegt að geta slakað hér á og þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnunum."
-Hvers vegna haldið þið að börnum sé svona illa við að láta klippa sig? „Reyndar eru ekki öll börn hrædd en þótt undarlegt megi virðast eru strákar miklu verri hvað það snertir en stelpur. Kannski er það vegna þess að allt frá því þau eru pínulítil er verið að brýna fyrir þeim að skæri séu hættuleg. Oft eru þau líka erfið vegna þess að þeim er ekki gefinn nógur tími. Við förum eiginlega inn í heim barnanna þegar við erum að sinna þeim. Þegar illa gengur tökum við virkan þátt í leiknum með því að láta sem áhöldin breytist í jeppa og alls konar bíla sem þau fá jafnvel að sprauta á og bóna. Maður verður aftur eins og 5 ára á meðan á þessu stendur," segir Lára.
Harpa segir að í lokin fái allir smáverðlaun. í upphafi voru verðlaunin sleikipinnar en foreldrar voru ekki hrifnir af sætindunum svo nú eru verðlaunin smáhlutir úr plasti sem sumir krakkar eru meira að segja farnir að safna.
„Börn eru mikilvægir viðskiptavinir í okkar augum og við njótum þess að finna að þeim líður vel þegar þau koma til okkar," segja þær stöllur að lokum.

Texti Fríða Björnsdóttir
mynd Bragi þór Jósefsson
Vikan 31.10.2000

24.9.00

Hjálmprýddir, leðurskrýddir riddarar

BIFHJÓLAMENN og -freyjur eru ekki allsendis sátt við þau háu iðgjöld sem lögð eru á fáka þeirra. Hinar leðurklæddu valkyrjur og víkingar veganna hafa því tekið hanskahuldum höndum saman og ákveðið að halda tónleika tilstyrktar tryggingafélögunum. „Sú hugmynd kom
upp að vera með virkar aðgerðir til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa en meðal bifhjólamaður er að greiða hátt á fimmta hundrað þúsund króna í tryggingar á ári, án tillits til aldurs eða reynslu," segir Víðir
Hermannsson, einn meðlima Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, um tilurð tónleikanna. Hugmyndin er nú orðin að bláköldum veruleika því tónleikarnir verða í dag á Ingólfstorgi og hefjast kl. 14. Hljómsveitirnar sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Stimpilhringirnir og Hundslappadrífa en fleiri sveitir og óvæntir gestir gætu einnig átt það til að stíga á stokk. Hljómsveitarmeðlimir eru flestir bifhjólaáhugamenn og stendur því
málefnið hjarta þeirra nærri. Þess má geta að allar sveitirnar gefa vinnu sína í þágu málefnisins. Það er þó ekki aðeins tónlistarflutningurinn eða manngæskan sem ætti að fá fólk til að flykkjast á  Ingólfstorg því einnig verða glæsilegir og afar margvísiegir mótorfákar úr bifhjólaflotanum til sýnis. Breiddin er mikil því íslenskir knapar hrífast af öllum útgáfum hjóla allt frá sófasettum til drullumallara.Ef einhver hváir yfir þessum lýsingum vefst Víði ekki tunga um tönn við að útskýra nafngiftirnar og segir skellihlæjandi: „Sófasett er stórt hjól sem er þægilegt að sitja á og hefur stereó-græjur og síma fest við settið. Drullumallarar eru svo að sjálfsögðu hjól sem eru notuð í drullumallinu, torfæru og þvílíku."
Þeir mótorhljólaklúbbar og -félög sem standa að uppákomunni eru Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, Vélhjólaklúbburinn Vík, MC Fafnir Grindavík og Vélhjólafélag gamlingja.
 Hjólamenn og aðrir áhugamenn um sportið eru hvattir til að fjölmenna og eru allir velkomnir á meðan torgrými leyfir. Þó ekki sé rukkað inn sérstakt aðgangsverð má hafa í huga að um styrktartónleika er að ræða og því tekið við frjálsum framlögum á tónleikasvæðinu.
Allur ágóði af samkomunni rennur að sögn Víðis óskertur til tryggingafélaganna „svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól."
Mbl 24.9.2000


23.9.00

Styrktartónleikar fýrir tryggingafélög

Bifhjólafólk: 

Á morgun, sunnudag, munu bifhjólaáhugamenn og -freyjur halda styrktartónleika til styrktar tryggingafélögum sem tryggja mótorhjól og bíla. „

Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanfórnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum hefur mótorhjólafólk tekið höndum saman og hyggjumst við safna fé til handa tryggingafélögunum svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir í fréttatilkynningu tónleikanna en að þeim standa Bifhjólasamtök Lýöveldisins, Sniglar, Vélhjólafélag Gamlingja, MC Fafner, Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK og Óskabörn Óðins. Tónleikarnir eru öllum opnir og eru fulltrúar tryggingafélaganna sérstaklega boðnir velkomnir.

Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Bjarni Tryggva, Stimpilhringirnir, Hundslappadrífa og Chernobyl.

Einnig verða til sýnis hjól bifhjólamanna á Ingólfstorgi á meðan tónleikarnir vara. „Ætti að vera hægt að sjá hinar ýmsu útgáfur af hjólum, allt frá sófasettum til drullumallara," segir í tilkynningunni. -SMK

12.8.00

Allt er vænt sem vel er grænt


Reynsluakstur Kawasaki ZX12-R Ninja:


Það er óhætt að segja að maður hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með nýja Kawasaki-hjólið. Bæði 1300 Súkkan og 1200 Kawinn hafa sína kosti og galla, til dæmis er hærri áseta á Kawanum. Þótt samkvæmt upplýsingum framleiðenda eigi aðeins að vera 5 mm munur er talan frá Kawasaki líklega miðuð við neðstu stillingu á sætishæð því munurinn er nokkuð afgerandi og þarf helst meðalmann eða rúmlega það til að valda því vel. Þegar það er svo komið á ferð og sérstaklega þegar ekið er af krafti er ásetan þægilegri á Kawanum. Hnakkurinn er mun stífari og þreytir líklega óæðri endann á langkeyrslu. Þegar hjólið var prófað voru þó farnir á því tæpir 300 km á hálfum degi án þess að þreyta væri farin að gera vart við sig. En ef fólk er að leita að þægindum á það bara að kaupa sér Goldwing. Það er frekar að það reyni á hendur og þá sama hvort ekið er rólega eða hratt. Púströrið  fyrir framan risastóran hljóðkútinn er dálítið nálægt hæl ökumanns og ef maður passar sig ekki er hætta á að það komi far í hælinn eftir hitann frá pústinu. Gott hitaloftstreymi er frá vél og leikur það um fætur ökumanns.

Ekki yfir 240 í tilkeyrslu 

Aflið í tólfunni virkar nokkuð svipað og i Hayabusa. Það virðist koma meira fram á hærri snúningi og þá sérstaklega þegar „Ram-Air" kerfið kemur inn. Fyrir ofan 4000 snúninga er eins og það eigi alltaf nægt afl og ef þvi er haldið þar þarf ekki nema smáfærslu á bensíngjöf til að skjótast fram úr á örfáum sekúndum. Eins og í Hayabusa er nettur titringur í vélinni á milli 4000 og 7000 snúninga. Nokkur hvinur er frá girkassa og kúplingu svo að hljóðið í hjólinu minnir stundum meira á þotu en mótorhjól. Verksmiðjan mælir með að tilkeyra hjólið alla vega 2000 kilómetra enda er hluti vélarinnar úr keramik. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda má ekki fara yfir 240 km hraða á þessu tímabili. Þetta er nokkuð spaugilegt í ljósi þess að fyrir sextán árum náði hraðskreiðasta fjöldaframleidda hjólið sama hraða. Fjöðrunin er stif eins og í keppnishjóli en stillanleg á marga vegu.

Minnsta vindsog á mótorhjóli?

Þegar hjólið er komið á ferð er það mjög stöðugt enda eins og Hayabusa sérhannað í vindgöngum og er meðal annars með litla vængi neðarlega á hlífðarkúpunni. Sagt er aö þetta hjól hafi minna vindsog en nokkurt annað en því miður hef ég engar tölur til að sanna það. Tólfan er léttari í stýri en Hayabusa og betra i beygjum, allar tölur í máli á grind og slíku eru minni sem er kostur með þessi atriði í huga. Bensíngjöf er einnig mjög þægileg og auðveld viðureignar ásamt frambremsu sem er mikilvægt á hjóli eins og þessu. Frambremsan er alvöru en afturbremsan er, líkt og á Súkkunni,
stif og meira til að sýnast. Framendinn er léttari og nokkuð auðvelt að reisa það upp og í lægri gírum er hægt að gera það á inngjöfinni einni. Bensíntankurinn er í minna lagi miðað við eyðslusegg eins og þennan og vonandi kemur næsta árgerð með stærri bensíntanki fyrir þá sem huga að lengri ferðum. Eins mætti setja vatnskassahlif á hjólið því opið fyrir framan vatnskassann er stórt og ekkert þar til að hlífa honum. Hætt er við að steinkast eftir akstur á malarvegi geti skemmt hann en sem betur fer er hitamælir á hjólinu sem gerir ökumanni kleift að fylgjast vel með því. Bæði hitamælirinn og bensínmælirinn eru stafrænir og eins klukkan, sem er ekkert nýtt hjá Kawasaki, það kom fyrst með þessa mæla á ofurhjóli sinu fyrir tuttugu árum, GPz 1100.

 Kraftmeira en dýrara

 Það má því segja að Kawinn hafi fullt að gera í Súkkuna, hann er afl meiri og er skemmtilegri í beygjum. Hins vegar virkar hann hrárri en Hayabusa og er eflaust betri i lengri ferðalögum. Það er einna helst að verðið á Kawasaki-hjólinu sé ekki samkeppnishæft við Suzuki, 1.369.000 kr., en Hayabusan er nú uppseld og ómögulegt að segja hvaða verð verður á næstu sendingu. -NG
Dagblaðið 12.8.2000

16.6.00

Landsmót í Húnaveri

 Sniglar heimsækja átthagana aftur


Landsmót Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla árið 2000, verður að þessu sinni haldið í Húnaveri en
þann stað má að vissu leyti kalla vöggu Snigla. Landsmót var haldið þar allt frá byrjun og til ársins 1990 en síðasta landsmót þarna var 1994 og aðsóknin sú mesta sem þar hefur nokkurn tímann sést eða um 500 manns. Landsmótið er alltaf haldið fyrstu helgina í júlí og er stærsti viðburðurinn í Sniglaárinu og þangað mætir áhugafólk um mótorhjól af öllum gerðum.
Í ár er búist við fjölda útlendinga á svæðið, en frægð landsmótsins hefur borist víða. Koma þeir helst frá Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Bandaríkjunum, Irlandi og Portúgal. Til gamans má geta gamans má geta að Leicester Motorcycle Act-ion Group í UK verða með hóp-ferð á landsmót Snigla.
Dagskráin er venjulega full af skemmtilegum viðburðum og mikið lagt upp úr því að þeir sem á það koma fái eitthvað fyrir peningana sína. Elduð er svokölluð landsmótssúpa á föstudagskvöldið og á eftir spilar hljómsveitin BP og Þegiðu Ingibjörg fyrir dansleik. Á laugardeginum er einna mest um að vera og fer mestallur dagurinn í skemmtilega leiki á mótorhjólum og án þeirra. Hápunkturinn er eflaust íslandsmótið í Snigli, en skapast hefur mikil hefð fyrir því á landsmóti. Þar keppa tveir og tveir í einu á brautum sem eru 16 metrar á lengd og einn á breidd um hver sé lengst að fara leiðina án þess að setja niður fætur. Íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjólum & Sleðum og er það 1,09 mín. og hefur það staðið síðan 1996. í mörg ár á undan átti Einar Hestur, hljómborðsleikari Sniglabandsins, þó metið. Fleiri skemmtilegir leikir eru, t.d. tunnuvelta þar sem menn keppast um að velta á undan sér tunnu með framdekkinu og einu sinni var keppt í Zippómundun.
Búist er við að fjöldi manns muni mæta í ár enda eru allir velkomnir, hvort sem þeir koma á tveimur hjólum eða fjórum.

-NG 
DV Bílar 16.6.2000

31.5.00

Til allra hluta nytsamlegt


 Fyrsta Honda Varadero hjólið frá Vatnagörðum 


Í fyrra kom fyrst á markað frá Honda tilraun þeirra til að búa til hjól sem hentaði til hvaða ferðalaga sem er, jafnt á malbiki sem utan þess, og kallast græjan Varadero. Hjólið er nú komið inn í  framleiðslulínu þessa árs og næsta og hefur fengið góðar viðtökur og fyrir tveimur vikun afhenti Honda/Peugeot-umboðið fyrsta eintakið hér heima. Þessi gerð mótorhjóla, sem ætluð eru til blandaðs aksturs, hefur reyndar ekki selst vel á íslandi hingað til. Erfitt er þó að ímynda sér hentugri hjól fyrir okkar aðstæður en einmitt þessi og það veit sá mikli fjöldi útlendinga sem heimsækir landið á mótorhjólum á hverju ári.

Vélin er óvenjustór og öflug í Varadero miðað við önnur alhliða torfæruhjól. Hún er vatnskæld, 1 lítra V2 með 8 ventlum og tveimur yfirliggjandi knastásum á hvorn strokk. Aflkúrfan er jöfn og breið og þegar best lætur 95 hestöfl Togið er lika öflugt eða 99 Nm. við 6000 sn. á mín. Að sjálfsögðu er það með rafstarti en ein af nýjungunum er tvívirkt bremsukerfi sem er arfur frá Goldwing-ferðahjólunum. Tvívirkt bremsukerfi virkar þannig að ef tekið er í frambremsuhandfang eða stigið á afturbremsu verða báðar bremsur virkar en ef tipplað er einu sinni snöggt á aðra hvora virkar bara hún. Kerfið kallast CBS og leitast við að fullnýta bremsukrafta á hvort hjól fyrir sig. Mikið var lagt upp úr þvi að gera hjólið þægilegt til langferða, meðal annars með góðu sæti, töskufestingum og stórum 25 lítra bensíntanki.
-NG
Dv 31.5.2000

28.5.00

Langhlauparinn frá KTM

 KTM á íslandi hefur látið flytja inn eitt stykki KTM 660 Rallye sem þeir ætla að nota til æfingaaksturs, meðal annars fyrir Karl Gunnlaugsson sem keppir á slíku hjóli í eyðimerkurrallinu. Hjólið sem um ræðir fór nýtt í París - Dakar - Kairó rallið og kom svo beint hingað eftir upptekningu hjá verksmiðju. DV notaði tækifærið og fékk að taka í hjólið sem er sérhannað til aksturs í lengri maraþonkeppnum í mótorhjólaralli. Keppnisshjólið er byggt á KTM LCE 640 hjólinu og má því líta á þennan reynsluakstur sem nokkurs konar úttekt fyrir þess háttar hjól, allavega í aðalatriðum.

Stórt og togmikið

Hjólið er stórt og mikið og svo að það virkar næstum fráhrindandi þegar fyrst er komið að því. Ásetan
er fjallhá og sætið grjóthart en þegar maður fer að hugsa betur um það er góð ástæða fyrir því. í langri
keppni þreytist maður á að dúa mikið í hnakknum og því er hann stífur. Fyrir vikið finnur ökumaður
aðeins fyrir titringi hjólsins í staðinn og það veldur doða smástund sem líður síðan hjá. Það vekur strax athygli í akstri hversu gott tog er í hjólinu á bókstaflega öllu snúningssviðinu og það virðist alltaf eiga eitthvað eftir. Þannig er hægt að keyra það vel hratt án þess að vera á botnsnúning sem þreytir mann.

Pægilegt á langa-löngulangkeyrslunni

Þótt hjólið sé hátt og mikið er það stöðugt í akstri og slaglóng fjöðrunin bókstaflega étur upp allar ójöfnur. Stýrið er breitt og beint og ásetan virkar þægilega á mann og það er jafnþægilegt að standa á því í akstri enda er þess háttar aksturstækni mikið notuð í lengri keppnum. Það er eins og það standi  skrifað utan á hjðlið að það sé langkeyrsluhjól og í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að hoppa upp á það, keyra þvert yfir hálendið og stoppa næst á Akureyri. Það er með stórum bensíntank og þar að auki eru tveir aukatankar á því sem samtals taka 46 litra af bensini.

Sérútbúið til rallíaksturs

Það sem er öðruvísi í þessu hjóli en 640 hjólinu er margt, og má þá fyrst telja að það er með aðeins stærri mótor. Vélin rúmar meiri olíu og er með auka olíukælum og undir henni er sérstyrkt hlíf til að vernda neðri hluta hennar. Ofan á því er ýmis sérbúnaður eins og upplýst leiðatafla með rafdrifmni rúllu fyrir pappírinn og er henni stjórnað með rofa undir vinstra handfangi.
Fyrir ofan hana er stafrænn skjársem sýnir kilómetrafjölda og er honum stjórnað með rofum vinstra megin á stýri. Auk þess er festing og tengi fyrir GPS-tæki á hjólinu. Fyrir utan þennan búnað er 640 hjólið að mestu leyti eins, og þar af leiðandi talsvert léttara og þvi að öllum líkindum hið skemmtilegasta hjól. Vonandi fáum við tækifæri til að kynnast þvi þó síðar verði.
-NG
DV 29.5.2000

Í víking


- Tekið í nýja Husaberg 501 hjólið

 Baldur var fegustur allra goða stendur einhvers staðar í Snorra Eddu, en þessi nýja lína Husaberghjóla kallast einmitt Baldur. Reyndar heitir öll frarnleiðslulínan þeirra eftir nöfnum úr goðafræðinni eins og hægt er að sjá á heimasíðu þeirra, www.husaberg.se. Slagorð þeirra er líka gamall vikingamálsháttur, „Maður velur sér vopn eftir getu" og þetta hjól er gott dæmi um það og hentar vel miðlungsfærum og upp úr.


Frískt á snúningi

Vélin í FE 501 er ansi skemmtileg og hentar hjólinu við hvers konar aðstæður, hvort sem er í krossi,
brölti eða hröðum slóðaakstri. Þjöppuhlutfallið er nokkuð hátt og þess vegna rís aflkúrfan hæst ofarlega í snúningssviðinu. Fyrir vikið virkar hjólið mjög frískt og freistandi að gefa því inn en ef  menn eru ekki orðnir vanir hjólinu getur það komið þeim í koll. Maður fann það sjálfur hversu freistandi það var aðvera á botngjöf og hjólið er furðufljótt að venjast undir manni. Sætishæðin, 93 sentimetrar, virkar mikil þegar sest er upp á hjólið í fyrsta skipti en þegar komið er af stað finnur maður ekki svo mikið fyrir því. Reyndar var fjöðrunin stillt frekar mjúk þegar hjólið var prófað.
Eitt fannst mér líka alveg frábært, en það var hversu létt kúplingin er. Hún er vökvakúpling og það liggurvið að nóg sé að blása á hana til að hún geri það semhún á að gera.

Góð fjöðrun

Sveinn Markússon
við hjólið sitt.
Það er mikill kostur á þessu hjóli hversu góð fjöðrunin er og hvernig hægt er að stilla hana að vild. Gott dæmi eru framdempararnir sem auk þess að stilla á hefðbundinn hátt má stifa eða mýkja með því að skrúfa til stillibolta efst á þeim sem virkar beint á gorminn. Aukabúnaður á hjólinu er Öhlins-stýrisdempari sem alltaf er til bóta í torfæruhjólum, sérstaklega í hjóli sem hentar vel fyrir blandaðan akstur eins og þetta. Hann má einnig stilla á ýmsa vegu, bæði slagsvið, þyngd og afstöðu. Það vakti athygli mína hvað frágangurinn á smáatriðum í hjólinu hefur skánað og ekki er hægt að segja annað en að Baldur sé fallegt hjól. Verðið er lika orðið allgott eftir breytingu, sérstaklega þegar haft er í huga að hér er um hjól að ræða sem svo að segja er tilbúið í keppni ef þvi er að skipta.

DV 28.05.2000
-NG

13.5.00

Eignaðist fyrsta mótorhjólið 49 ára.

Veitingamaður sem lét drauminn rætast.

„Það má segja að þetta sé draumur sem er að rætast þótt hann sé ekki mjög gamall," sagði Árni Björnsson, veitingamaður í Kópavogi, í samtali við DV Umrœðuefnið var Harley Davidsson Heritage Softail Classic mótorhjól sem hann hefur nýlega eignast og þykir meðal þeirra flottustu í bænum. Í helgarblaði DV um síðustu helgi mátti lesa sérstaka grein um gripinn og úttekt á því. 

Árni er 49 ára og er að eignast sitt fyrsta mótorhjól svo hann er ekki beinlínis dæmigerður  mótorhjólatöffari, hvorki i aldri né útliti.
„Ég átti aldrei skellinöðru þegar ég var unglingur og aldrei mótorhjól. Ég lét bílana duga en mér finnst mótorhjólið algjör draumur og það er yndislegt tilfmning að aka því og finna frelsið."
Árni verður ekki alltaf einn á ferð með vindinn hvínandi í fangið því eiginkona hans, Rósa Thorsteinsson, er í þann veginn að eignast mótorhjól til að geta fylgt bónda sínum eftir. „
Við fórum saman á námskeið og fengum réttindi til að aka svona tækjum. Hún ætlar að fá sér eitthvað
minna hjól frá Harley enda er mitt hjól 316 kíló að þyngd og erfitt fyrir hana að aka því."

Fyrrverandi sjóari 

Árni var um árabil stýrimaður hjá Eimskip og byrjaði til sjós 14 ára gamall. Hann söðlaði um fyrir tólf árum þegar hann tók pokann sinn, fór í land og gerðist veitingamaður.
 Hann stofnaði Rauða ljónið á Seltjarnarnesi 1. mars árið 1989 þegar aftur var leyft að selja áfengan bjór á íslandi eftir mjög langt hlé. Árni og Rósa voru vakin og sofm í því að reka Rauða jónið þangað til þau seldu KR reksturinn 1. maí 1999.
 „Við byrjuðum á því að fara í mjög langt frí í 4-5 mánuði og upphaflega hafði ég hugsað mér að hætta i veitingarekstri. En ég hef alltaf haft gaman af þvi að vinna og gat ekki setið auðum höndum til lengri tíma og við opnuðum fyrir þremur vikum nýjan veitingastað, Players, í Bæjarlind 4 í Kópavogi og viðtökurnar hafa verið skínandi góðar."
Árni lýsir nýja veitingastaðnum svo að hann sé best útbúni „sportpöbb" landsins og nefnir fjölda sýningartjalda, sjónvarpstækja og „pool"- borða máli sínu til stuðnings og segir að hann muni standa sjálfur innan við borðið á nýja staðnum eftir því sem hann lystir en ekki eins mikið og á Rauða Ijóninu. Hann segist ekki hafa haft áhuga á að opna nýjan stað í miðbænum.
„Þarna er góð aldursdreifing og mér finnst mjög gefandi í þessu starfi að kynnast viðskiptavinunum og það held ég að gerist miklu frekar á hverfiskrá en í miðbænum."

Nautn aö finna frelsið 

En hvað segja jafnaldrar Árna og kunningjar um þetta nýja áhugamál hans. Öfunda þeir mótorhjólatöffarann?
 „Ég veit ekki hvort það er nokkur öfund en þeir eru jákvæðir. Ég er ekki orðinn Snigill enn þá en finnst það áhugaverður og jákvæður félagsskapur." Nýja mótorhjólið er ekki meðal þeirra ódýrustu heldur kostar um 2 milljónir. Þegar eiginkonan verður búin að kaupa sitt hjól og þau bæði alla fylgihluti, verður þetta ekki óskaplega dýrt sport?
„Þetta eru hlutir sem endast vel og við sjáum fram á að hafa af þessu
gleði og ánægju og það er óskaplega verðmæt tilfmning að fmna frelsið sem felst í þessum ferðamáta."

PÁÁ
Dagblaðið 13.05.2000

6.5.00

Á mótorhjóli í Landmannalaugar


Að fara á mótorhjóli í Landmannalaugar þykir svo sem ekkert í frásögur færandi nema þegar það er gert um hávetur. Karl Gunnlaugsson fór þennan skrepp einmitt á skírdag og varð þar með líklega fyrstur til að gera það á þessum tima árs. 

DV-bílar fréttu af þessu afreki Kalla og rukkuðu hann umstutta ferðasögu.  

| „Mig hafði nú lengi langað til að gera þetta á þessum tíma, ég þekki umhverfið vel og vissi að þetta væri hægt ef aðstæður væru fyrir hendi," sagði Karl en aðstæður voru með allra besta móti yfir páskahelgina, búin að vera sól í marga daga og komið gott harðfenni. „Ég fór þetta nú bara einn en mætti mörgum á leiðinni sem allir furðuðu sig á hvað mótorhjól væri að gera þarna í snjónum. Ég keyrði til dæmis fram á hóp vélsleðamanna sem stoppuðu allir til að fylgjast með fyrirbærinu og ég gat auðvitað ekki stillt mig um að vera með smásýningu og keyra upp í fellin sem þeir höfðu verið að leika sér í.
 Þegar ég kom niður aftur ók ég til þeirra og þeir sögðu mér þá að þeir hefðu allir verið tilbúnir að veðja bjórkassa um að ég kæmist þetta ekki og ég hefði því misst af góðu tækifæri til að verða mér úti um smábrjóstbirtu." Karl fór á hjólinu alla leið upp í skála og lagði þvi þar fyrir utan og varð upplitið víst eitthvað skrýtið á  skálavörðunum þar.  Hjólið hans Kalla er af KTM-gerð og  dekkin þannig útbúin að þau eru með svokölluðum „Trelleborg"- nöglum sem gefa miklu meira grip en hefðbundnir naglar.
Mjög vinsælt hefur verið að keyra á ís í vetur með svona útbúnaði og akstur áharðfenni líkist því nokkuð, fyrirutan ójafhara yfirborð.

-NG
DV 6.5.2000

27.4.00

Um torfærukeppni á vélhjólum

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður í daglegu tali er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofhaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að
koma óskráðum keppnishjólum úr almemiri umferð inn á afmarkað keppnissvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína.

Stöðug fjölgun félagsmanna

 Í dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e.motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúruna með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félagsmanna VÍK til að stunda sína íþrótt lítil sem engin. Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl árum og þá sérstaklega í vor hefur aukið þörf fyrir að VÍK fái aðstöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. 

Loftfimleikar á vélhjólum

Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröppum beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfíðasta íþrótt i heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokaspretturinn. Eftir þessa 2 hringi eru keppendur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðlar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum.
Íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum fjórum keppnum ársins.

Enduro er keppni

 Í þoli í enduro reynir meira á þol og útsjónarsemi keppenaa en í motocross. Keppnin getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. 10, km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir slóðum, árfarvegum, auðnum og í alls kyns landslagi. Keppendur þurfa að
velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd.
-HÁ
DV. 2000

1.3.00

Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar:

Nei, ekki pústkerfið!

- var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni

Á fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefhherberginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 árgerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttuguárum.
Bæði eru þau forfallnir mótorhjólaaðdáendur og Ögmundur í mótorhjólaklúbbnum Exar sem samanstendur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en ögmundur 15 ára og þau kynntust í gegnum þetta áhugamál sitt.
„Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tiðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynntumst en síðan keypti ég mér stærra hjól," segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fínt. Svo kom Ögmundur og fór á því í vinnuna en ég var þá ólétt og hann rústaði hjðlið."
Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknarnir hafi ekki ætlað að trúa því en löppin á honum brotaaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. Þau voru nýbúin að setja á hjólið forláta sérpantaðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjólinu
„Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki púsfkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjólaökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í umferðinni. 
-HKr.
DV
1. FEBRUAR 2000

2.2.00

Grímur Jónsson safnar gömlum mótorhjólum:

Menningarverðmæti fólgin í gömlum hjólum


Ég hef alltaf verið mikill safnari í mér og gömul mótorhjól eru bara einn angi af þvi. Það hefur hins vantað á að timinn sé nægur til að gera hjólin upp og lagfæra þau," segir Grímur Jónsson sem á merkilegt safn gamalla mótorhjóla.

 Eitt merkilegasta hjólið i safni Gríms er Henderson-hjól frá 1919. Hjólið eignaðist Grímur fyrir 30 árum en segist enn eiga langt í land með að gera það ökufært. „Þetta er skemmtilegt hjól og mér finnst líklegt að ég sé þriðji eigandinn að því. Það var nú tilviljun að ég rakst á það á sínum tíma hjá honum Inga í ruslinu. Hann fór á því um allar sveitir þegar hann vann sem rafvirki á sumrin. Sá sem átti hjólið fyrstur og flutti það hingað til lands var hins vegar maður að nafni Ingólfur Espholin," segir Grímur.
Meðal annarra merkra gripa í safni Gríms má nefna BSA frá 1946, Ariel frá 1945, Sarolan frá 1950 og Royal Enfield frá 1937. „Þetta eru forverarnir og auðvitað eru fólgin ákveðin menningarverðmæti í þeim. Ég er ansi hræddur um að margir góðir gripir hafi lent á haugunum í áranna rás," segir Grímur. Hvenær hið merka Henderson-mótorhjól Gríms kemst á götuna er óráðið. „Að gera upp forngripi sem þessa kostar mikla yfirlegu og það fer mikill tími í að útvega varahluti. Ég stefni á að klára Henderson-inn en hvenær það verður get ég ekki sagt um," segir Grímur Jónsson.
DV
1 febrúar  2000

es. 2020
Þess má geta að Henderson hjólið náði Grímur að klára og það án vafa merkilegasta mótorhjólið á Mótorhjólasafninu á Akureyri 

1.2.00

Hjón í Vélhjólafélagi gamlingja endursmíða mótorhjól:

Erum að gera upp Harley '31

Einar Ragnarsson er í Vélhjólafélagi gamlingja sem er félagsskapur þeirra sem aka á gömlum mótorhjólum og menn eru 34. Hann hefur ásamt konu sinni, Dagnýju Hlöðversdóttur, talsvert fengist við að gera upp gömul mótorhjól..


„Við höfum eitthvað komið nálægt þessu. Við erum búin að gera upp eina fjóra Harleya," segir Einar og á þar að sjálfsögðu við þá nafntoguðu mótorhjólategund, Harley Davidson.
„Við erum reyndar búin að selja þá alla aftur, en við erum með ein sex eða sjö gömul hjól sem við eigum eftir að gera upp. Elsta hjólið sem ég hef átt við er '31- módel af Harley. Ég held að elsta hjólið sem búið er að gera upp og sést hér á gótum sé af árgerðinni 1938, en það er breskt af gerðinni Ariel."
- Hvað um varahluti í svo gömul hjól? 
„Þetta er til víða, en það tekur bara tíma að finna þetta hér og þar um heiminn. Það er mest til af breskum hjólum og gott að fá í þau varahluti. Það er líka mikill áhugi í Bretlandi og þeir virðast halda þessu lengi við og framleiða enn varahluti í gömul hjól."
- Eru þá ekki víða til hjól á háaloftum og í skúrum sem eru að grotna niður?
„Eflaust eitthvað, annars er orðinn svo mikill áhugi á að gera þetta upp að ekki liggur mikið af þessu. Menn eru að sanka að sér hjólum til að gera upp. Maður er þó alltaf að heyra sögur af einhverjum gullgripum sem hefur verið fargað."
 - Hvað ertu að gera upp núna?
 „Það er Harley '31 og það er verið að sprauta á því tankinn, bretti og annað. Konan mín á reyndar þetta hjól. Svo er ég líka með BSA 1945 módel."
 -HKr.
DV
1.2.2000