Veitingamaður sem lét drauminn rætast.
„Það má segja að þetta sé draumur sem er að rætast þótt hann sé ekki mjög gamall," sagði Árni Björnsson, veitingamaður í Kópavogi, í samtali við DV Umrœðuefnið var Harley Davidsson Heritage Softail Classic mótorhjól sem hann hefur nýlega eignast og þykir meðal þeirra flottustu í bænum. Í helgarblaði DV um síðustu helgi mátti lesa sérstaka grein um gripinn og úttekt á því.
Árni er 49 ára og er að eignast sitt fyrsta mótorhjól svo hann er ekki beinlínis dæmigerður mótorhjólatöffari, hvorki i aldri né útliti.„Ég átti aldrei skellinöðru þegar ég var unglingur og aldrei mótorhjól. Ég lét bílana duga en mér finnst mótorhjólið algjör draumur og það er yndislegt tilfmning að aka því og finna frelsið."
Árni verður ekki alltaf einn á ferð með vindinn hvínandi í fangið því eiginkona hans, Rósa Thorsteinsson, er í þann veginn að eignast mótorhjól til að geta fylgt bónda sínum eftir. „
Við fórum saman á námskeið og fengum réttindi til að aka svona tækjum. Hún ætlar að fá sér eitthvað
minna hjól frá Harley enda er mitt hjól 316 kíló að þyngd og erfitt fyrir hana að aka því."
Fyrrverandi sjóari
Árni var um árabil stýrimaður hjá Eimskip og byrjaði til sjós 14 ára gamall. Hann söðlaði um fyrir tólf árum þegar hann tók pokann sinn, fór í land og gerðist veitingamaður.Hann stofnaði Rauða ljónið á Seltjarnarnesi 1. mars árið 1989 þegar aftur var leyft að selja áfengan bjór á íslandi eftir mjög langt hlé. Árni og Rósa voru vakin og sofm í því að reka Rauða jónið þangað til þau seldu KR reksturinn 1. maí 1999.
„Við byrjuðum á því að fara í mjög langt frí í 4-5 mánuði og upphaflega hafði ég hugsað mér að hætta i veitingarekstri. En ég hef alltaf haft gaman af þvi að vinna og gat ekki setið auðum höndum til lengri tíma og við opnuðum fyrir þremur vikum nýjan veitingastað, Players, í Bæjarlind 4 í Kópavogi og viðtökurnar hafa verið skínandi góðar."
Árni lýsir nýja veitingastaðnum svo að hann sé best útbúni „sportpöbb" landsins og nefnir fjölda sýningartjalda, sjónvarpstækja og „pool"- borða máli sínu til stuðnings og segir að hann muni standa sjálfur innan við borðið á nýja staðnum eftir því sem hann lystir en ekki eins mikið og á Rauða Ijóninu. Hann segist ekki hafa haft áhuga á að opna nýjan stað í miðbænum.
„Þarna er góð aldursdreifing og mér finnst mjög gefandi í þessu starfi að kynnast viðskiptavinunum og það held ég að gerist miklu frekar á hverfiskrá en í miðbænum."
Nautn aö finna frelsið
En hvað segja jafnaldrar Árna og kunningjar um þetta nýja áhugamál hans. Öfunda þeir mótorhjólatöffarann?„Ég veit ekki hvort það er nokkur öfund en þeir eru jákvæðir. Ég er ekki orðinn Snigill enn þá en finnst það áhugaverður og jákvæður félagsskapur." Nýja mótorhjólið er ekki meðal þeirra ódýrustu heldur kostar um 2 milljónir. Þegar eiginkonan verður búin að kaupa sitt hjól og þau bæði alla fylgihluti, verður þetta ekki óskaplega dýrt sport?
„Þetta eru hlutir sem endast vel og við sjáum fram á að hafa af þessu
gleði og ánægju og það er óskaplega verðmæt tilfmning að fmna frelsið sem felst í þessum ferðamáta."
PÁÁ
Dagblaðið 13.05.2000
Dagblaðið 13.05.2000