6.5.00

Á mótorhjóli í Landmannalaugar


Að fara á mótorhjóli í Landmannalaugar þykir svo sem ekkert í frásögur færandi nema þegar það er gert um hávetur. Karl Gunnlaugsson fór þennan skrepp einmitt á skírdag og varð þar með líklega fyrstur til að gera það á þessum tima árs. 

DV-bílar fréttu af þessu afreki Kalla og rukkuðu hann umstutta ferðasögu.  

| „Mig hafði nú lengi langað til að gera þetta á þessum tíma, ég þekki umhverfið vel og vissi að þetta væri hægt ef aðstæður væru fyrir hendi," sagði Karl en aðstæður voru með allra besta móti yfir páskahelgina, búin að vera sól í marga daga og komið gott harðfenni. „Ég fór þetta nú bara einn en mætti mörgum á leiðinni sem allir furðuðu sig á hvað mótorhjól væri að gera þarna í snjónum. Ég keyrði til dæmis fram á hóp vélsleðamanna sem stoppuðu allir til að fylgjast með fyrirbærinu og ég gat auðvitað ekki stillt mig um að vera með smásýningu og keyra upp í fellin sem þeir höfðu verið að leika sér í.
 Þegar ég kom niður aftur ók ég til þeirra og þeir sögðu mér þá að þeir hefðu allir verið tilbúnir að veðja bjórkassa um að ég kæmist þetta ekki og ég hefði því misst af góðu tækifæri til að verða mér úti um smábrjóstbirtu." Karl fór á hjólinu alla leið upp í skála og lagði þvi þar fyrir utan og varð upplitið víst eitthvað skrýtið á  skálavörðunum þar.  Hjólið hans Kalla er af KTM-gerð og  dekkin þannig útbúin að þau eru með svokölluðum „Trelleborg"- nöglum sem gefa miklu meira grip en hefðbundnir naglar.
Mjög vinsælt hefur verið að keyra á ís í vetur með svona útbúnaði og akstur áharðfenni líkist því nokkuð, fyrirutan ójafhara yfirborð.

-NG
DV 6.5.2000