27.4.00

Um torfærukeppni á vélhjólum

Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður í daglegu tali er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofhaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að
koma óskráðum keppnishjólum úr almemiri umferð inn á afmarkað keppnissvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína.

Stöðug fjölgun félagsmanna

 Í dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e.motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúruna með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félagsmanna VÍK til að stunda sína íþrótt lítil sem engin. Sú aukning sem orðið hefur í ástundun mótorhjólaíþróttarinnar á sl árum og þá sérstaklega í vor hefur aukið þörf fyrir að VÍK fái aðstöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt afmarkað svæði. 

Loftfimleikar á vélhjólum

Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröppum beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfíðasta íþrótt i heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokaspretturinn. Eftir þessa 2 hringi eru keppendur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðlar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum.
Íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum fjórum keppnum ársins.

Enduro er keppni

 Í þoli í enduro reynir meira á þol og útsjónarsemi keppenaa en í motocross. Keppnin getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. 10, km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir slóðum, árfarvegum, auðnum og í alls kyns landslagi. Keppendur þurfa að
velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd.
-HÁ
DV. 2000