28.5.00

Í víking


- Tekið í nýja Husaberg 501 hjólið

 Baldur var fegustur allra goða stendur einhvers staðar í Snorra Eddu, en þessi nýja lína Husaberghjóla kallast einmitt Baldur. Reyndar heitir öll frarnleiðslulínan þeirra eftir nöfnum úr goðafræðinni eins og hægt er að sjá á heimasíðu þeirra, www.husaberg.se. Slagorð þeirra er líka gamall vikingamálsháttur, „Maður velur sér vopn eftir getu" og þetta hjól er gott dæmi um það og hentar vel miðlungsfærum og upp úr.


Frískt á snúningi

Vélin í FE 501 er ansi skemmtileg og hentar hjólinu við hvers konar aðstæður, hvort sem er í krossi,
brölti eða hröðum slóðaakstri. Þjöppuhlutfallið er nokkuð hátt og þess vegna rís aflkúrfan hæst ofarlega í snúningssviðinu. Fyrir vikið virkar hjólið mjög frískt og freistandi að gefa því inn en ef  menn eru ekki orðnir vanir hjólinu getur það komið þeim í koll. Maður fann það sjálfur hversu freistandi það var aðvera á botngjöf og hjólið er furðufljótt að venjast undir manni. Sætishæðin, 93 sentimetrar, virkar mikil þegar sest er upp á hjólið í fyrsta skipti en þegar komið er af stað finnur maður ekki svo mikið fyrir því. Reyndar var fjöðrunin stillt frekar mjúk þegar hjólið var prófað.
Eitt fannst mér líka alveg frábært, en það var hversu létt kúplingin er. Hún er vökvakúpling og það liggurvið að nóg sé að blása á hana til að hún geri það semhún á að gera.

Góð fjöðrun

Sveinn Markússon
við hjólið sitt.
Það er mikill kostur á þessu hjóli hversu góð fjöðrunin er og hvernig hægt er að stilla hana að vild. Gott dæmi eru framdempararnir sem auk þess að stilla á hefðbundinn hátt má stifa eða mýkja með því að skrúfa til stillibolta efst á þeim sem virkar beint á gorminn. Aukabúnaður á hjólinu er Öhlins-stýrisdempari sem alltaf er til bóta í torfæruhjólum, sérstaklega í hjóli sem hentar vel fyrir blandaðan akstur eins og þetta. Hann má einnig stilla á ýmsa vegu, bæði slagsvið, þyngd og afstöðu. Það vakti athygli mína hvað frágangurinn á smáatriðum í hjólinu hefur skánað og ekki er hægt að segja annað en að Baldur sé fallegt hjól. Verðið er lika orðið allgott eftir breytingu, sérstaklega þegar haft er í huga að hér er um hjól að ræða sem svo að segja er tilbúið í keppni ef þvi er að skipta.

DV 28.05.2000
-NG