28.5.00

Langhlauparinn frá KTM

 KTM á íslandi hefur látið flytja inn eitt stykki KTM 660 Rallye sem þeir ætla að nota til æfingaaksturs, meðal annars fyrir Karl Gunnlaugsson sem keppir á slíku hjóli í eyðimerkurrallinu. Hjólið sem um ræðir fór nýtt í París - Dakar - Kairó rallið og kom svo beint hingað eftir upptekningu hjá verksmiðju. DV notaði tækifærið og fékk að taka í hjólið sem er sérhannað til aksturs í lengri maraþonkeppnum í mótorhjólaralli. Keppnisshjólið er byggt á KTM LCE 640 hjólinu og má því líta á þennan reynsluakstur sem nokkurs konar úttekt fyrir þess háttar hjól, allavega í aðalatriðum.

Stórt og togmikið

Hjólið er stórt og mikið og svo að það virkar næstum fráhrindandi þegar fyrst er komið að því. Ásetan
er fjallhá og sætið grjóthart en þegar maður fer að hugsa betur um það er góð ástæða fyrir því. í langri
keppni þreytist maður á að dúa mikið í hnakknum og því er hann stífur. Fyrir vikið finnur ökumaður
aðeins fyrir titringi hjólsins í staðinn og það veldur doða smástund sem líður síðan hjá. Það vekur strax athygli í akstri hversu gott tog er í hjólinu á bókstaflega öllu snúningssviðinu og það virðist alltaf eiga eitthvað eftir. Þannig er hægt að keyra það vel hratt án þess að vera á botnsnúning sem þreytir mann.

Pægilegt á langa-löngulangkeyrslunni

Þótt hjólið sé hátt og mikið er það stöðugt í akstri og slaglóng fjöðrunin bókstaflega étur upp allar ójöfnur. Stýrið er breitt og beint og ásetan virkar þægilega á mann og það er jafnþægilegt að standa á því í akstri enda er þess háttar aksturstækni mikið notuð í lengri keppnum. Það er eins og það standi  skrifað utan á hjðlið að það sé langkeyrsluhjól og í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að hoppa upp á það, keyra þvert yfir hálendið og stoppa næst á Akureyri. Það er með stórum bensíntank og þar að auki eru tveir aukatankar á því sem samtals taka 46 litra af bensini.

Sérútbúið til rallíaksturs

Það sem er öðruvísi í þessu hjóli en 640 hjólinu er margt, og má þá fyrst telja að það er með aðeins stærri mótor. Vélin rúmar meiri olíu og er með auka olíukælum og undir henni er sérstyrkt hlíf til að vernda neðri hluta hennar. Ofan á því er ýmis sérbúnaður eins og upplýst leiðatafla með rafdrifmni rúllu fyrir pappírinn og er henni stjórnað með rofa undir vinstra handfangi.
Fyrir ofan hana er stafrænn skjársem sýnir kilómetrafjölda og er honum stjórnað með rofum vinstra megin á stýri. Auk þess er festing og tengi fyrir GPS-tæki á hjólinu. Fyrir utan þennan búnað er 640 hjólið að mestu leyti eins, og þar af leiðandi talsvert léttara og þvi að öllum líkindum hið skemmtilegasta hjól. Vonandi fáum við tækifæri til að kynnast þvi þó síðar verði.
-NG
DV 29.5.2000