31.5.00

Til allra hluta nytsamlegt


 Fyrsta Honda Varadero hjólið frá Vatnagörðum 


Í fyrra kom fyrst á markað frá Honda tilraun þeirra til að búa til hjól sem hentaði til hvaða ferðalaga sem er, jafnt á malbiki sem utan þess, og kallast græjan Varadero. Hjólið er nú komið inn í  framleiðslulínu þessa árs og næsta og hefur fengið góðar viðtökur og fyrir tveimur vikun afhenti Honda/Peugeot-umboðið fyrsta eintakið hér heima. Þessi gerð mótorhjóla, sem ætluð eru til blandaðs aksturs, hefur reyndar ekki selst vel á íslandi hingað til. Erfitt er þó að ímynda sér hentugri hjól fyrir okkar aðstæður en einmitt þessi og það veit sá mikli fjöldi útlendinga sem heimsækir landið á mótorhjólum á hverju ári.

Vélin er óvenjustór og öflug í Varadero miðað við önnur alhliða torfæruhjól. Hún er vatnskæld, 1 lítra V2 með 8 ventlum og tveimur yfirliggjandi knastásum á hvorn strokk. Aflkúrfan er jöfn og breið og þegar best lætur 95 hestöfl Togið er lika öflugt eða 99 Nm. við 6000 sn. á mín. Að sjálfsögðu er það með rafstarti en ein af nýjungunum er tvívirkt bremsukerfi sem er arfur frá Goldwing-ferðahjólunum. Tvívirkt bremsukerfi virkar þannig að ef tekið er í frambremsuhandfang eða stigið á afturbremsu verða báðar bremsur virkar en ef tipplað er einu sinni snöggt á aðra hvora virkar bara hún. Kerfið kallast CBS og leitast við að fullnýta bremsukrafta á hvort hjól fyrir sig. Mikið var lagt upp úr þvi að gera hjólið þægilegt til langferða, meðal annars með góðu sæti, töskufestingum og stórum 25 lítra bensíntanki.
-NG
Dv 31.5.2000