upp að vera með virkar aðgerðir til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa en meðal bifhjólamaður er að greiða hátt á fimmta hundrað þúsund króna í tryggingar á ári, án tillits til aldurs eða reynslu," segir Víðir
Hermannsson, einn meðlima Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, um tilurð tónleikanna. Hugmyndin er nú orðin að bláköldum veruleika því tónleikarnir verða í dag á Ingólfstorgi og hefjast kl. 14. Hljómsveitirnar sem koma fram eru KFUM and the andskotans, Stimpilhringirnir og Hundslappadrífa en fleiri sveitir og óvæntir gestir gætu einnig átt það til að stíga á stokk. Hljómsveitarmeðlimir eru flestir bifhjólaáhugamenn og stendur því
málefnið hjarta þeirra nærri. Þess má geta að allar sveitirnar gefa vinnu sína í þágu málefnisins. Það er þó ekki aðeins tónlistarflutningurinn eða manngæskan sem ætti að fá fólk til að flykkjast á Ingólfstorg því einnig verða glæsilegir og afar margvísiegir mótorfákar úr bifhjólaflotanum til sýnis. Breiddin er mikil því íslenskir knapar hrífast af öllum útgáfum hjóla allt frá sófasettum til drullumallara.Ef einhver hváir yfir þessum lýsingum vefst Víði ekki tunga um tönn við að útskýra nafngiftirnar og segir skellihlæjandi: „Sófasett er stórt hjól sem er þægilegt að sitja á og hefur stereó-græjur og síma fest við settið. Drullumallarar eru svo að sjálfsögðu hjól sem eru notuð í drullumallinu, torfæru og þvílíku."
Þeir mótorhljólaklúbbar og -félög sem standa að uppákomunni eru Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, Vélhjólaklúbburinn Vík, MC Fafnir Grindavík og Vélhjólafélag gamlingja.
Hjólamenn og aðrir áhugamenn um sportið eru hvattir til að fjölmenna og eru allir velkomnir á meðan torgrými leyfir. Þó ekki sé rukkað inn sérstakt aðgangsverð má hafa í huga að um styrktartónleika er að ræða og því tekið við frjálsum framlögum á tónleikasvæðinu.
Allur ágóði af samkomunni rennur að sögn Víðis óskertur til tryggingafélaganna „svo þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól."
Mbl 24.9.2000