25.9.00

Vel heppnaðir tónleikar bifhjólamanna


130 mótorhjól voru saman komin á Ingólfstorgi í gær
og enn fleira fólk, bæði hjólamenn og stuðningsmenn
þeirra.
 Morgunblaðið
Bif­hjóla­menn eru ánægðir með hvernig til tókst með tón­leika þeirra í gær á Ing­ólf­s­torgi. 

"Þeir vöktu mikla at­hygli og við feng­um góð viðbrögð hvarvetna," sagði Víðir Her­manns­son, fé­lagi í stjórn Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins, Snigl­anna, en tón­leik­arn­ir voru haldn­ir til styrkt­ar trygg­inga­fé­lög­un­um. Ekki er búið að telja ágóðann en Víðir seg­ir að það verði gert síðar í dag. 
Á miðviku­dag­inn verður hald­inn fund­ur þar sem ákveðið verður með hvaða hætti trygg­inga­fé­lög­un­um verða af­hent­ir pen­ing­arn­ir.130 mótorhjól voru saman komin á Ingólfstorgi í gær og enn fleira fólk, bæði hjólamenn og stuðningsmenn þeirra. 

Bifhjólamenn ákváðu að halda tónleikana til að vekja athygli á hvernig tryggingamálin standa hjá þeim, en að sögn Víðis greiðir meðal bifhjólakappi um fjögur til fimm hundruð þúsund krónur í tryggingagjald á ári. „Tryggingafélögin halda því fram að kostnaður þeirra við mótorhjólaslys sé tvöfalt hærri en iðgjöldin. Af hverju hækkuðu þeir iðgjöldin þá um 300% í vor? 
Það er allt of mikil hækkun," sagði Víðir. Eftir tónleikana lögðu bifhjólamenn upp í ferðalag. „Við fórum í hópferð til að skoða tryggingahallirnar," sagði Víðir sem segist ekki hafa orðið var við mikinn skort á þeim bæjum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur geta litið á heimasíðu samtakanna.