25.9.00

Fullur bensíntankur af peningum


Styrktartónleikar: 

Fullur bensíntankur af peningum - rennur til tryggingafélaga 

„Vegna mikils barlóms og bágborinnar stöðu tryggingafélaga að undanförnu og mikillar hækkunar á iðgjöldum á tryggingum á mótorhjólum ákvað mótorhjólafólk að taka höndum saman og safna fé til handa tryggingafélógunum svo að þau eigi auðveldara með að tryggja mótorhjól," segir Guðmundur Zebitz í stjórn Sniglanna um skemmtun þá sem fimm bifhjólasamtök stóðu fyrir á Ingólfsstorgi í gær. Um 300 manns mættu á skemmtunina þar sem fimm hljómsveitir, allar skipaðar mótorhjólafólki spiluðu og menn gátu látið fé af hendi rakna til styrktar tryggingafélögunum. Tekið  var á móti framlögunum í bensíntank og mun peningunum verða skipt jafnt á milli tryggingafélaganna. „Tankurinn fylltist og var fólk gjafmilt í garð lítilmagnans," segir Guðmundur sem veit þó ekki hversu miklir peningar hafa safnast þar sem saga þarf bensíntankinn í sundur til þess að ná aurunum út en það verður gert í vikunni. -snæ
DV 25.09.2000