21.10.00

Endúroguðinn á heima á íslandiMótorhjól notuð til sáningar:

Sú akstursíþrótt sem nýtur einna mestrar hylli á meðal keppenda er endúró sem er þolaksturskeppni á torfærumótorhjólum. Íþrótt þessi er ung að árum og var fyrsti heimsmeistarinn krýndur i endúró 1968. Í ár er þriðja árið sem keppt er til íslandsmeistara í endúró. Fyrsta árið sem keppt var í endúró voru keppendur 42 alls en nú, aðeins 2 árum seinna, eru keppendur i Íslandsmeistarakeppninni 95 og er þetta því fjölmennasta akstursíþróttagreinin á íslandi hvað varðar keppnistæki og keppendur.
DV tók tali þann sem staðið hefur i eldlínunni við uppbyggingju á þessu
vinsæla sporti undanfarin ár og leitaði svara við því hvers vegna endúró er svona vinsælt á meðal keppnismanna.
Fyrir svörum varð Hjörtur Jónsson sem hefur verið ýmist keppnisstjóri
eða aðstoðarkeppnisstjóri í hverri einustu endúrókeppni sem haldin hefur
verið síðan byrjað var að keppa til íslandsmeistara. Hjörtur var einmitt í
Englandi á dögunum, eins og DV Sport hefur greint frá, að kynna sér keppnishald ytra.


Kartrembusport?

Fyrsta spurningin var: „Hvers vegna er endúró svona vinsælt á meðal mótorhjólakeppnismanna?

„Það er ekkert eitt svar við þessu en segja má að þetta sé karlrembusport, enda hefur enginn kvenmaður tekið þátt i íslandsmeistarakeppni enn sem komið er. Fjárhagslega er ekki svo dýrt að keppa í endúró miðað við aðrar akstursíþróttir, svo framarlega að menn séu ekki að keppa um fyrstu 10 sætin til íslandsmeistara. Ennig er það að þegar keppt er í endúró er hægt að hafa keppnina mjög
misjafna og er engin endúrókeppni eins og sú síðasta. Stundum er þetta eins og rall og eru keppendur þá ræstir með vissu millibili og aka sérleiðir og ferjuleiðir eins og í bílaralli. Einnig er hægt að ræsa alla i einu og láta keppendur aka í hringi í eina til þrjár klukkustundir og telst sá sigurvegari sem flesta hringi fer á aksturstímanum. Þetta keppnisfyrirkomulag hentar mjög vel islenskum aðstæðum og  getur verið skemmtilegt á að horfa. Hringagakeppni af þessu tagi á uppruna sinn í Ameríku og kallast GNCC og hefur verið vinsæl síðan 1986. Á síðasta ári var farið að keppa í sambærilegri keppni í Englandi, sem kallast Fast Eddy, og er hún svo vinsæl að hætt er að skrá keppendur við höfðatöluna 500."


Stundum hefur þurft að bera menn af hjólunum"

„Það sem er hvað mest spennandi við keppni af þessu tagi er að áhorfendur geta fylgst vel með þar sem keppandi getur farið allt að 10 sinnum fram hjá honum í keppni. Þá getur verið gaman að fylgjast með þvi þegar keppendur koma inn á þar til gert svæði, sem kallast „pyttur", til að taka bensín eða til viðgerða meðan á keppni stendur. Keppendur í endúró eru ánægðastir þegar þeir ljúka keppni og klára. Að jafnaði fellur þriðji hver keppandi úr keppni vegna bilunar á hjóli eða menn hreinlega gefast upp því þetta er svo rosalega erfitt. Menn eru gjörsamlega búnir eftir keppnisdag í endúró. Þess eru dæmi að þegar keppandi kemur í mark hefur þurft að bera hann af hjólinu, losa hann við hjálminn og  allan annan keppnisklæðnað því keppandinn var svo gjörsamlega búinn að vera að hann gat enga björg sér veitt fyrsta klukkutimann eftir keppni."

En hvers vegna stundar Hjörtur þá ekki keppni sjálfur?

Um það segir hann að það sé sköpunargleðin sem reki hann áfram. Einhver verður að gera þetta því að ef engin keppni væri fyrir þessa stráka þá væru spólför út um allt. Með markvissu keppnishaldi og kröfu um öryggisbúnað fækkar einfaldlega slysum og utanvegaakstri á svæðum sem ekki má aka á.


14 bráðabirgðasvæði á 22 árum

Gott dæmi minnkun utanvegaaksturs er fyrir ofan Mosfellsbæ. Þar eru gryfjur og vegslóði sem liggur upp að Skálafelli. Á þessu svæði keyra Mosfellsbæjarstrákar og lítið er um akstur utan vega og slóða. í Reykjavík og Hafnarfirði eru engin svæði til að stunda þessa íþrótt og er það mat Hjartar að það sé á ábyrgð bæjaryfirvalda á þessum stöðum þegar kvartað er undan utanvegaakstri mótorhjóla því að hjólamönnum finnst það sjálfsagður réttur að fá að stunda íþrótt sína.

Hvað þarf stórt svæði fyrir endúróbraut og motocrossbraut? 
„Það er ekki mikið land sem þarf undir gott svæði, svona 1-3 ferkílómetra, en svæðið þarf að henta fyrir Motocross og endúró. Það má ekki vera i etohverri stórgrýtisurð eins og mörg þau svæði sem úthlutað hefur verið til bráðabirgða fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbtan síðustu 22 ár. Þess má geta að í 22 ára sögu Vélhjólaíþróttaklúbbstas hefur klúbburtan fengið úthlutað 14 bráðabirgðasvæðum fyrir íþrótt sína. Geta allir séð það í hendi sér að erfitt væri að reka hvaða íþróttafélag sem er ef það þyrfti að færa íþróttavöllinn sinn á 2 ára fresti eftir að hafa fjárfest í mannvirkjum. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir pentagum sem lagðir hafa verið í brautargerð á 2 ára fresti og þurfa alltaf að byrja upp á nýtt."

Hjörtur L Jónsson

Keppt á friðuðu landi

Margir sjá fyrir sér að mótorhjól stórskemmi landið með djúpum fórum hvar sem þau fara um. Við spurðum Hjört hvort það væri sannleikskorn í þessu en hann taldi að ef að vilji væri fyrir hendi að skemma ekki gróður væri enginn vandi að komast hjá því. Til dæmis var fyrir tveim árum keppt í mýrlendi og lyngþúfum í Fljótunum og nú, aðeins tveimur árum seinna, sjást varla nein för eftir mótorhjól þar sem keppnin var haldin. Eftir keppnina voru 180 mótorhjólaför í brautinni. „Það er ekkert sagt þegar skepnum er beitt á smáblett og þær naga grasrótina alveg niður í mold svo að stórsér á landinu. En ef vélhjólaíþróttamenn fara fram á að fá dálíttan grýttan skika undir íþrótt okkar kallast það landspjöll og að við séum að spæna upp landið og eyðileggja það.

Síðustu tvö ár hafið þið byrjað keppnisárið í friðlandi í Þorlakshöfn. Er ekki verið að græða upp sandinn þarna? „Þorlákshöfn er höfuðborg Íslands í endúró. Það er rétt að þarna er verið að græða upp sandinn en Vélhjólaíþróttaklúbburinn er í samstarfi við garðyrkjustjórann í Þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus í að gera gróðurtilraunir þarna á svæðinu. Þær felast í því að fræi er dreift á sandinn fyrir keppni og mótorhjólin eru látin sjá um að plægja fræið niður í sandinn og dreifa þvi um svæðið. Þegar Þorlákshafnarkeppnin stendur er þetta eini dagurinn á árinu sem má aka mótorhjólum þarna þar á milli sandhólanna. Þetta kemur vel út, enda verður einkaleyfið á þessari aðferð við uppgræðslu á viðkvæmu landi seld Landgræðslu ríkissins á uppsprengdu verði innan tíðar."

Endúróguöinn á heima á Islandi

Hjörtur segir framtíð sportsins vera mikla og með réttri vinnu og undirbúntagi sé hægt að gera  keppninar hér að ferðamannagrein vegna sérstöðu landsins hvað varðar landslag. Upplagt væri fyrir bændur sem brugðið hafa búi og eru með ferðaþjónustu að sækjast eftir keppninni, enda gæti hún gefið gott af sér fyrir þá. „Erlendis er mikið keppt innan um tré og erfitt að fá önnur svæði en grýtt undir keppni af þessu tagi. En hér höfum við alla þessa árfarvegi, malargryfjur og ógróna mela og engin tré en nóg af brekkum til að takast á við.  Endúróhjólamenn hafa oft sagt að endúróguðinn eigi heima á íslandi og ég held að það séu orð að sönnu."
 -NG
DV 21.10. 2000