10.7.00

Viggó í banastuði í Ólafsvík 2000

Viggó Viggósson

Enduró-mótið í Ólafsvík:

Viggó í banastuði

- mikil uppsveifla i mótorhjólamaraþoninu 

Önnur umferð íslandsmótsins í mótorhjólamaraþoni fór fram á laugardaginn við Ólafsvík. Keppnin þar í fyrra var hin skemmtilegasta en þótti mjög erfið, bæði fyrir hjól og menn og þvl hafði verið ákveðið að stytta hana aðeins og sleppa verstu köflunum sem eyðilögðu mótorhjól í tugavís. Fyrir vikið varð keppnin í ár í styttra lagi en þó voru enn í henni nokkrir erfiðir kaflar síðan í fyrra eins og bratta stórgrýtisbrekkan. Það sást þó best hve auðveldari keppnin í ár hlýtur að hafa verið á því hversu margir kláruðu hana og á hve stuttum tíma. Fljótustu keppendurnir kláruðu á rúmum klukkutima yfir heildina.

Viggó vinnur enn og aftur 

Hjörtur Líklegur
   Viggó Viggósson er í miklu stuði í sumar og vinnur hverja  keppnina af annarri. Hann kom, sá og sigraði í motokrossinu á Akureyri, í öllum motoum og vann seinni hlutann í síðasta maraþoni á Þorlákshöfn. Hann virtist hafa lítið fyrir sigrinum á Ólafsvík og var næstum sex minútum á undan næsta manni, íslandsmeistaranum frá i fyrra, Einari Sigurðssyni.
   Viggó er mikill keppnismaður og aldeilis óhræddur við að gefa í yfir stórgrýtisurðina þar sem aðrir fara hægar yfir.

 Mikil uppsveifla 

   Mótorhjólamaraþon á íslandi er á hraðri uppleið. Mótið í Ólafsvík
var annað íslandsmet í þátttöku i aksturíþróttum á árinu en alls ræstu 67 keppendur af 72 sem skráðir voru til leiks. Einnig hefur áhorfendum á þessum skemmtilegu mótum verið að fjölga og því ákvað Vélhjólaíþróttaklúbburinn, VÍK, að senda keppnisstjórann Hjört Jónsson á maraþonkeppni í Englandi til að kynnast betur skipulagi slíkra móta. Vonandi skilar það sér í ennþá skemmtilegri keppni, bæði fyrir keppendur og áhorfendur.
-NG 
DV 10.07.2000