20.6.00

Met á Akureyri

Götuspyrna

Hin árlega Olís-götuspyrna á Akureyri var haldin við Olís-bensinstöðina við Glerá á föstudagskvöldið. Keppnin var keyrð á nýju malbiki sem lagt hafði verið kvöldið áður og tókst mjög vel. Um 40 tæki voru skráð til leiks en 35 mættu á ráslínu. íslandsmet var sett í flokki hjóla yfir 750 cc og var methafinn Ingólfur Jónsson frá Akureyri. Tími hans var 6.498 sek. .sem jafnframt er besti tími er náðst hefur í keppni í götuspyrnu.

Úrslit á mótinu urðu þessi: 

Hjól 750 cc og undir:
1. sæti Eiríkur Sveinþórsson, Suzuki 750 1996, í öðru sæti varð Ólafur Harðarson á Suzuki 750 1989 og í þriðja sæti Arnþór Henryson á Honda CBR 600 1999. 

Á hjólum yfir 750 
Sigraði Ingólfur Jónsson á Suzuki 1300 1999, í öðru sæti varð Guðmundur Guðlaugsson á Kawazaki ZX-9R 1998 og í því þriðja Guðmundur Pálsson á Honda RR 1999.

Bílar, 4 cyl.:
 Fyrstur varð Bjarni Knútsson á Subaru Impreza 2000, í öðru sæti Hákon Orri Ásgeirsson á MMC Eclipse 1995 og Ingibergur Þór Jónasson varð í þriðja sæti á Honda CRX Vitec 1991.

Bílar, 6 cyl.:
í 1. sæti varð Kristinn Guðmundsson á MMC 3000 GT VR4.
Ásmundur Stefánsson á BMW Z3 M Roadster varð í öðru sæti og Brynjólfur Þorkelsson á Toyota Supra 1996 varð í þriðja sæti. 

Bílar, 8 cyl.,
MC: Siguvegari varð Birgir Karl Birgisson á Chevrolet Corvette 1976.
Baldur Lárusson varð annar á AMC Javelin 1968 og þriðji Sigurður Ágústsson á Dodge Charger 1973.

Bílar, 8 cyl. Breyttir:
Sigurvegari varð Einar Birgisson á Chevrolet Nova 1971. Björgvin Ólafsson á Chevrolet Camaro 1978 varð í öðru sæti og Kristján Þ. Kristinsson á Pontiac Firebird 1968 í þvi þriðja.

Í allt flokkur bíla varð Einar Birgisson, Chevrolet Nova 1971, sigurvegari.

-NG