12.8.00

Allt er vænt sem vel er grænt


Reynsluakstur Kawasaki ZX12-R Ninja:


Það er óhætt að segja að maður hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með nýja Kawasaki-hjólið. Bæði 1300 Súkkan og 1200 Kawinn hafa sína kosti og galla, til dæmis er hærri áseta á Kawanum. Þótt samkvæmt upplýsingum framleiðenda eigi aðeins að vera 5 mm munur er talan frá Kawasaki líklega miðuð við neðstu stillingu á sætishæð því munurinn er nokkuð afgerandi og þarf helst meðalmann eða rúmlega það til að valda því vel. Þegar það er svo komið á ferð og sérstaklega þegar ekið er af krafti er ásetan þægilegri á Kawanum. Hnakkurinn er mun stífari og þreytir líklega óæðri endann á langkeyrslu. Þegar hjólið var prófað voru þó farnir á því tæpir 300 km á hálfum degi án þess að þreyta væri farin að gera vart við sig. En ef fólk er að leita að þægindum á það bara að kaupa sér Goldwing. Það er frekar að það reyni á hendur og þá sama hvort ekið er rólega eða hratt. Púströrið  fyrir framan risastóran hljóðkútinn er dálítið nálægt hæl ökumanns og ef maður passar sig ekki er hætta á að það komi far í hælinn eftir hitann frá pústinu. Gott hitaloftstreymi er frá vél og leikur það um fætur ökumanns.

Ekki yfir 240 í tilkeyrslu 

Aflið í tólfunni virkar nokkuð svipað og i Hayabusa. Það virðist koma meira fram á hærri snúningi og þá sérstaklega þegar „Ram-Air" kerfið kemur inn. Fyrir ofan 4000 snúninga er eins og það eigi alltaf nægt afl og ef þvi er haldið þar þarf ekki nema smáfærslu á bensíngjöf til að skjótast fram úr á örfáum sekúndum. Eins og í Hayabusa er nettur titringur í vélinni á milli 4000 og 7000 snúninga. Nokkur hvinur er frá girkassa og kúplingu svo að hljóðið í hjólinu minnir stundum meira á þotu en mótorhjól. Verksmiðjan mælir með að tilkeyra hjólið alla vega 2000 kilómetra enda er hluti vélarinnar úr keramik. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda má ekki fara yfir 240 km hraða á þessu tímabili. Þetta er nokkuð spaugilegt í ljósi þess að fyrir sextán árum náði hraðskreiðasta fjöldaframleidda hjólið sama hraða. Fjöðrunin er stif eins og í keppnishjóli en stillanleg á marga vegu.

Minnsta vindsog á mótorhjóli?

Þegar hjólið er komið á ferð er það mjög stöðugt enda eins og Hayabusa sérhannað í vindgöngum og er meðal annars með litla vængi neðarlega á hlífðarkúpunni. Sagt er aö þetta hjól hafi minna vindsog en nokkurt annað en því miður hef ég engar tölur til að sanna það. Tólfan er léttari í stýri en Hayabusa og betra i beygjum, allar tölur í máli á grind og slíku eru minni sem er kostur með þessi atriði í huga. Bensíngjöf er einnig mjög þægileg og auðveld viðureignar ásamt frambremsu sem er mikilvægt á hjóli eins og þessu. Frambremsan er alvöru en afturbremsan er, líkt og á Súkkunni,
stif og meira til að sýnast. Framendinn er léttari og nokkuð auðvelt að reisa það upp og í lægri gírum er hægt að gera það á inngjöfinni einni. Bensíntankurinn er í minna lagi miðað við eyðslusegg eins og þennan og vonandi kemur næsta árgerð með stærri bensíntanki fyrir þá sem huga að lengri ferðum. Eins mætti setja vatnskassahlif á hjólið því opið fyrir framan vatnskassann er stórt og ekkert þar til að hlífa honum. Hætt er við að steinkast eftir akstur á malarvegi geti skemmt hann en sem betur fer er hitamælir á hjólinu sem gerir ökumanni kleift að fylgjast vel með því. Bæði hitamælirinn og bensínmælirinn eru stafrænir og eins klukkan, sem er ekkert nýtt hjá Kawasaki, það kom fyrst með þessa mæla á ofurhjóli sinu fyrir tuttugu árum, GPz 1100.

 Kraftmeira en dýrara

 Það má því segja að Kawinn hafi fullt að gera í Súkkuna, hann er afl meiri og er skemmtilegri í beygjum. Hins vegar virkar hann hrárri en Hayabusa og er eflaust betri i lengri ferðalögum. Það er einna helst að verðið á Kawasaki-hjólinu sé ekki samkeppnishæft við Suzuki, 1.369.000 kr., en Hayabusan er nú uppseld og ómögulegt að segja hvaða verð verður á næstu sendingu. -NG
Dagblaðið 12.8.2000