26.12.18

Rækju-jóla-hvað

Joi Rækja

Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.


Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.

En allavega einn þe. stjórnarmaður í Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.
 Hægt er að fylgjast með kallinum á Facebook ...

24.12.18

Afreksjóður Akureyrar styrkir Motocross ökumann


Einar Sigurðsson á móti í Ameríku
Akureyringurinn Einar Sigurðsson íslandsmeistari í MX2 hefur fimm sinnum verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Kappaksturklúbbi Akureyrar (KKA)    En á síðasta ári var hann valinn í landslið Íslands og keppti á Motocross des Nations sem haldið dagana 6. og 7. október á Red Bud brautinni í Michigan í Bandaríkjunum.    Þetta eru heimsleikarnir í motocrossi.   Einar og félagar í landsliðinu höfnuðu í 25. sæti, sem er besti árangur Íslands til þessa. 
 Á síðasta keppnistímabili varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki með afgerandi hætti.    Vann allar keppnir ársins og var með fullt hús stiga.

Einar Sig.

Afreksjóður Akureyrar  Styrkir Einar Sigurðsson

Ánægjulegt er frá því að segja að afrek Einars Sigurðssonar hafa ekki farið framhjá Afrekssjóði Akureyrarbæjar.   Stjórn stjóðsins samþykkti á fundi sínum 17. desember s.l. að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018.   Styrkurinn verður afhentur formlega á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar í Hofi þann 16. janúar 2019.

Flottur árangur Einar og til hamingju.

Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.

19.12.18

Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð

 Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland.
Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.

Byrjaði sem grín

Fyrir fimm árum var Jón á ferðinni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mótorhjólaferð. Þegar heim var komið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rússlandsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferðir um landið, þar á meðal mótorhjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá Keflavík að Mið-Fossum að skoða graðhest og tók upp par sem var á leiðinni á puttanum á Akranes til að gifta sig. Strákurinn var pólskur og íslenskur en stelpan frá Rússlandi.
Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var niðurstaðan að fara í lok júlí. „Við vildum að sjálfsögðu fara á Úral-hjólum í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar.

skessuhorn.is

11.12.18

Gjaldskrá Vaðlaheiðaganga kynnt

Gjaldskrá Vaðlaheiðarganga var kynnt í dag og er ekki annað að sjá en að Bifhjól fari frítt í gegn sem eru góðar fréttir fyrir okkur hjólarana.

Úr gjaldskránni er hægt að lesa að fullt gjald í gegnum göngin á fólksbíl mun vera 1500kr
en hægt verður að kaupa ferðir í heildsölu og þar með lækkar verðið og virðist vera hægt að fá ferðina á 700 kr ef stærsti pakkinn upp á 100 ferðir er tekinn en þá þarf að punga út 70000kr á einu bretti,
Hægt verður að vera með allt að þrjá bíla skráða á hvert kort.


Ökutæki sem eru yfir 3500 kg hinsvegar þurfa að borga 6000 kr á fullu verði en þar er boðið upp á pakka með 40 ferðir á 5220kr ferðin en þá þarf að punga út 208800kr.
Ótakmarkaðann fjöld þungra ökutækja er hægt að skrá á þessi kort.

sjá nánar ....




Hér er tilkynningin frá Vaðlaheiðargöngum...

6.12.18

Vinnudagar á Mótorhjólasafni í janúar.


Eins og þeir sem til þekkja þá er hið stórglæsilega Mótorhjólasafn okkar á Akureyri ekki alveg tilbúið, og hafa félagsmenn í Tíunni sem og aðrir veitt ómetanlega hjálp við uppbyggingu á safninu, hvort sem er í formi styrks eða vinnu.

Mótorhjólasafnið Akureyri
Núna í janúar ætlum við að fara að hafa fleiri vinnukvöld á safninu því að það er svolítið eftir að klára bæði í norðurandyri hússins stigagangi og efri hæð.

Flíslagning er nokkuð á veg komin í miðsalnum og á gangi og stiganum en það vantar lokahnykkinni í að klára flísalagninguna.

Um miðjan janúar ætlum við sem,sagt að boða til vinnukvölda og eru félagsmenn hvattir til að mæta og hjálpa því margar hendur vinna létt verk... 

Þessi síðasti hluti hússins gæti nefnilega verið dágóð tekjulind fyrir húsið þar sem hægt verður að leigja þann hluta út til funda og annara viðburða td til að halda fermingarveislur.


en þangað til í janúar ....

Gleðileg jól ...

3.12.18

Af Ingólfi og hinum gleymdu bræðrunum.


Undir lok 19. aldar fæddust bræður á bænum Espihóli í Eyjafirði.

Espihóll Eyjafirði
 Þeir afrekuðu ýmislegt í lifanda lífi en féllu jafnframt nokkuð í gleymskunnar dá eftir dauðann. Saga bræðranna og foreldra þeirra er athyglisverð. Hún er sveipuð ákveðnum ævintýraljóma, ekki síst vegna afdrifa bræðranna, ævintýramanna sem stuðluðu að nýsköpun með því að bjóða ríkjandi hugmyndum í atvinnulífi birginn. Enn liggur margt á huldu í sögu þeirra bræðra, sögu af sigrum, gleði og framsýni en um leið sorgarsögu fjölskyldu sem á einhvern ótilgreindan hátt hefur fennt yfir hin seinni ár.

Aðalstræti 16
Akureyri







Saga Espholinbræðra er mörgum ýmist gleymd eða hulin. Lítið hefur verið skráð og gefið út um lífsferil bræðranna, ekki síst er snýr að einkalífi þeirra. Jón Hjaltason gerði Espholinbræðrum ágæt skil árið 2004 í bók sinni Saga Akureyrar – Válindir tímar 1919-1940, IV. bindi . Grenndargralið fer hratt yfir sögu Ingólfs Gísla, bræðra hans Jóns, Steingríms, Hjalta og Þórhalls og foreldranna Sigtryggs og Guðnýjar.
Þeir voru fimm. Fjórir voru tæknimenn og uppfinningamenn í upphafi 20. aldar. Þeim fimmta, Steingrími sem var fæddur árið 1890, var snemma komið í fóstur og því ólst hann ekki upp með bræðrum sínum. Espholinbræður voru athafnamenn og brautryðjendur. Meðal þess sem þeir afrekuðu, ýmist einir eða saman, var að auglýsa flugvélar til sölu en þeir urðu fyrstir Íslendinga til að gera það fyrir sléttum 100 árum síðan, árið 1918.

29.11.18

Hringfarinn

Fyrsti hluti heimildarmyndar um ferðalag Kristjáns Gíslasonar á mótorhjóli í kringum hnöttinn, verður sýndur á RÚV fimmtudaginn 29. nóvember.


 Á RÚV klukkan 20.35. Einnig er komin út bók um ferðalagið en allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til góðgerðarmála.

Nóg af vörum í Tíubúðinni , Sendið okkur póst,,,tian@tian.is



https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/

25.11.18

Tímarit frá Púkinn.com

Rakst á ansi veglegt auglýsingatímarit á Olís í morgun en það er Púkinn.com sem gefur það út.

Það er ekki oft sem maður sest niður á vegasjoppu núorðið og getur flett tímariti um jaðarsport og Mótorhjól. En það gerðist í morgun að ég fletti í gegnum þennann flotta 124 bls auglýsinga bækling. Sem liggur frítt þar...og sjálfsagt víðar.
 Innan um mjög mikið af kynningarauglýsingum mátti lesa mjög fáar hjólatengda greinar sem allavega varð til þess að ég stoppaði við lengur en vanalega.
Eins voru þarna greinar um annað sport sem ég gluggaði hratt yfir.. sem auðvitað tengdist vörum frá púkanum.com sem er ekkert óeðlilegt. "þetta er þeirra blað".

Flott framtak hjá þeim og mikið í þetta lagt og eins og ég segi.

Tilbreyting að fletta einhverju öðru en símanum  nú orðið.


24.11.18

Pennasafnarar

Tían á slatta af pennum merktan klúbbnum og eru þeir kjörnir fyrir þá sem eru til dæmis að safna pennum.

Við seljum stk á 250kr  eða 10 stk á 2000 krónur..

Pantið í tian@tian.is


Eða kíkið á Facebooksíðu tíunnar
https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/

22.11.18

Nýr fatnaður á lager Tíunnar

Stjórn Tíunnar hefur ákveðið að ráðast í fatakaup fyrir klúbbinn.

Og hefur verið að skoða góðar vörur sem við ætlum að bjóða félögum okkar upp á, á næstu misserum.

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma ,líka í kvennstærðum.
Pantanir eru hafnar á Derhúfum og hafa nokkrir tugir selst nú þegar af henni.

Vorum við að spá í að vera með mátunardag á miðvikudaginn 28 nóvember þar sem allir geta komið þegið kaffisopa spjall og mátað nýja fatnaðinn.
Við getum svo tekið niður pantanir.

Vonandi getiði sem allra flest séð ykkur fært að mæta en við verðum með opið inn á safni miðvikudaginn frá 17-18 og svo 20-21.

Derhúfa með hvítu Tíumerki.

19.11.18

Fyrsti fundur eftir aðalfund

Fyrsti stjórnarfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts eftir aðalfund fór fram á Mótorhjólasafninu í kvöld.
Skipaði stjórn sér svona niður.
Formaður Sigríður Dagný Þrastardóttir
Varaformaður Arnar Kristjánsson
Gjaldkeri Trausti S Friðriksson
Fjölmiðlafulltrúi Víðir Már Hermannsson
Ritari /Aðstoðarskemmtanastjóri Kalla Hlöðversdóttir
Meðstjórnandi /Skemmtanastjóri Jóhann Jónsson
Meðstjórnandi/Ferðanefnd/ Siddi Ben
Líst okkur bara vel á framhaldið og erum byrjuð að setja niður dagskrá fyrir næsta ár.... og verður hún vegleg og skemmtileg.. nánar um það síðar.

13.11.18

Flughjólí Lögreglunni

Bíl­ar | mbl | 13.11.2018 | 18:19

Þyrlufarið sem lög­regl­an í Dúbaí tek­ur senn í notk­un.

Lög­regl­an í Dúbaí er fræg fyr­ir að í bíla­flota henn­ar eru nær ein­göngu afar hraðskreiðir  lúx­us­bíl­ar. Dug­ir ekk­ert minna til að halda öllu í röð og reglu í um­ferðinni enda fátt annarra bíla þar en of­ur­skjótra sport­bíla.

Í flota lög­regl­unn­ar er að finna meðal ann­ars sport­bíla af gerðunum Aventa­dor, Veyron og Ferr­ari. En nú ætl­ar lög­regl­an að fara á hærra svið.

Hinum tækni­væddu lag­anna vörðum finnst gott mega bæta og því hef­ur lög­reglulið Dúbaí tekið nýj­an far­kost og skil­virk­an, sem nefna mætti hang­flugu, en á ensku heit­ir fyr­ir­bærið „ho­ver­bike“. Minn­ir

12.11.18

Kennslumyndband um Skipulagningu hópaksturs,

Kennslumyndband sem fjallar um hvernig skipuleggja á hópakstur mótorhjólafólks. Myndbandið er lokaverkefni Hallgríms Gunnarssonar og Karl Einars Óskarssona ökukennara.

8.11.18

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 3 Nóv

Aðalfundur Tíunnar 

Skýrsla stjórnar
03.nóvember 2018

Velkomin

    Dálítið langt er síðan að síðasti aðalfundur var en hingað erum við komin og erum við stjórninn glöð að sjá hve margir eru mættir.
    Á borðunum eru möppur sem inniheldur fundarefni og ársskýrslu fyrir árið 2017. (endilega nálgist það ef þið hafið ekki gögn)
Núverandi stjórn vann vel saman frá byrjun, samhentur hópur og tel ég að við vorum að gera góða hluti.  Voru viðburðir nokkrir en fundir ekki eins margir eins hjólaferðir. Það er líður sem við þurfum að bæta okkur í þeim efnum.

Smá yfirferð yfir viðburði sumarsins.

7.11.18

Þessi skemmtilega auglýsing á fullkomlega við bifhjólamenn líka.

Þessi skemmtilega auglýsing sem F.Í.B. gerði
Á virkilega vel á við bifhjólamenn sem og reiðhjólamenn ....

Einhverstaðar man ég eftir einhverju líku sem Sniglarnir gerðu á árum áður..

6.11.18

Gömul og góð Lambakjötsauglýsing sem Sniglar gerðu,

Þessa flottu auglýsingu gerðu sniglar fyrir löngu í til að auka lambakjötsneyslu landsmanna.

Tökur stóðu allann daginn og var búið að taka atriðið sem, sést í myndbandinu mjög oft....

allavegana það oft að kjötið í grillvagninium var orðið skraufaþurrt  af steikingu , Gunni átti örugglega fægðasta spegil í heimi hann var búinn að pússa hann allann daginn.

Díana var búin að keyra óteljandi ferðir þarna á bleika og bláa CBRinu og allir löngu búnir að fá nóg af þessari vitleysu..

og Hjörtur var búinn að stála allann daginn sama hnífinn :)

En auglýsingin er flott ..

5.11.18

Umferðátak Trúboða 2008 (myndband)

Mótorhjólaklúbburinn Trúboðar stóðu fyrir umferðarátaki þann 24 april 2008 eftir að hafa keyrt með Sniglunum frá Reykjavík til Akranesar en Trúboðarnir tóku við frá Hvalfjarðagöngunum og hjóluðu til
Reykjavíkur með 6 lögreglu hjól ásamt landhelgisgæslu þyrluni, sjúkrabílum og björgunarsveit.

Endaði svo hópaksturinn á tónleikum hjá Hvítasunnukirkjuni í Reykjavík Þar sem lagið í myndbandinu var tekið upp.

4.11.18

Aðalfundur Tíunnar haldinn 3 nóvember 2018

Fundargestir fengu sér súpu og brauð og sallat fyrir fundinn

Aðalfundur Tíunnar starfsárið 2017-2018 haldinn laugardaginn 3. Nóv. kl. 14.00 í Stássinu, Greifanum.


Dagskrá


  • 1. Formaður setur fundinn og kemur með tillögu um Sæbjörgu Kristinsdóttur (Beggu) sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
  • 2. Fundarstjóri tekur við og kemur með tillögu um Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  • 3. Skýrsla stjórnar og nefnda. Formaður Sigríður Dagný flutti.
  • 4. Reikningar. Gjaldkeri Trausti Friðriks. Engar umræður urðu um þá.  Samþykkt samhljóða.
  • 5. Lagabreytingar.  Engar.
  • 6. Stjórnarkjör.

28.10.18

Aldrei hætta að þora!

Kristján Gíslason er breyttur maður og sér heiminn í öðru ljósi eftir að hann fór einn í tíu mánaða ferðalag umhverfis hnöttinn á mótorhjóli. Hvarvetna var honum tekið með kostum og kynjum. Bók um ferðalagið kom út í vikunni og í næsta mánuði verður heimildarmynd frumsýnd á RÚV. 


Hann stóð á tímamótum; kominn á miðjan aldur, hafði selt fyrirtækið sitt og langaði að upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sautján ára hafði hann farið sem skiptinemi til Bandaríkjanna og minntist þess tíma með mikilli hlýju. Er meira að segja ennþá í góðu sambandi við fólkið sem hann bjó hjá, sína aðra fjölskyldu. Það var stórkostlegt ár, mesta upplifun lífsins, og hann velti fyrir sér hvernig hann gæti endurupplifað þá sælu. Að fara aftur sem skiptinemi kom þó tæplega til greina enda viðbúið að erfitt yrði að finna fjölskyldu sem tekur við 58 ára gömlum manni.

Þá frétti Kristján Gíslason af vini sínum sem hafði í hyggju að fara á mótorhjóli umhverfis hnöttinn ásamt tveimur félögum sínum. „Mér fannst það stórkostleg hugmynd og varð strax ástarskotinn. Þetta ætlaði ég að gera,“ rifjar Kristján upp. „Mér datt í hug að slást í hópinn með þeim en það hentaði ekki. Í staðinn bað ég annan vin minn að koma með mér og hann sagði strax já. Ég fann hins vegar að áhugi hans var ekki eins mikill og hjá mér, þannig að ég setti honum afarkosti um áramótin 2013-14. Og þá sagði hann nei. Var ekki tilbúinn í svona langt og strangt ferðalag um framandi slóðir. Mín viðbrögð voru þau að hann væri búinn að lesa of mikið af neikvæðum fréttum á netinu.“ 

Heljarstökk aftur á bak

Kristján lét þetta ekki slá sig út af laginu; ákvað í staðinn að fara bara einn. Seinna hættu raunar þremenningarnir við sína ferð og þegar vinur hans leitaði hófanna um samflot hafnaði Kristján því; hann væri búinn að ákveða að fara einn og við það miðaðist allur undirbúningur.  
Vinir og vandamenn hleyptu almennt brúnum þegar hann kynnti áform sín fyrir þeim en studdu hann. Það á til dæmis við um eiginkonu hans til fjörutíu ára, Ásdísi Rósu Baldursdóttur. „Ef þetta er það sem þú vilt þá skaltu gera það,“ sagði hún. Stuðningur er eitt, hvatning annað og hana fékk Kristján frá föður sínum, Gísla Kristjánssyni, sem þá var 89 ára. „Á sjötugsafmæli sínu, sem haldið var á Hótel Örk, kvaddi pabbi sér hljóðs á sundlaugarbakkanum áður en hann fór heljarstökk aftur á bak út í laugina. Mælti svo þegar hann kom upp úr: „Aldrei hætta að þora!“ Mikið til í því hjá honum. Auðvitað á að gæta skynsemi en í öllum bænum látið ekki hræðsluna koma í veg fyrir að þið fáið það sem þið getið út úr lífinu. Það er alla vega mitt mottó.“
Við tók átta mánaða undirbúningur, þar sem Kristján skipulagði leiðina sem hann vildi fara, fékk tilheyrandi sprautur, sótti um vegabréfsáritanir, lærði hjálp í viðlögum og skellti sér á sjálfsvarnarnámskeið hjá Mjölni, svo dæmi sé tekið. Hann tryggði sig líka fyrir mannráni, svo fjölskyldan fengi alltént bætur sneri hann ekki aftur. Allur er varinn góður. 

Ferðamaður á mótorhjóli 

Kristján þurfti líka að læra sitthvað um fararskjótann, BMW 800 GSA, til dæmis að gera við helstu hugsanlega kvilla, en öfugt við það sem margir lesendur gætu haldið þá var hann alls ekki vanur mótorhjólamaður. „Biddu fyrir þér. Ástríðuhobbíið mitt var alltaf golf, ég var kominn niður í eins stafs tölu í forgjöf, en eftir að ég fékk brjósklos árið 2012 þurfti ég að leggja kylfurnar á hilluna. Þá þurfti ég að finna mér nýtt hobbí og Guðmundur Ragnarsson vinur minn stakk upp á þessu. Hjólið heillaði mig strax upp úr skónum en ég lít samt ekki á mig sem mótorhjólamann, heldur ferðamann á mótorhjóli. Þetta er frábær ferðamáti.“

 Kristján lagði í’ann í ágúst 2014 og gerði ráð fyrir að ferðalagið tæki fjóra mánuði. Mánuðirnir urðu á endanum tíu og hann hafði þá lagt 48.000 kílómetra í 36 löndum og fimm heimsálfum að baki. Sleppti Afríku í þessari lotu. „Ég ætlaði að taka stöðuna í Malasíu, hvort ég færi beint til Bandaríkjanna þaðan eða til Ástralíu; báðar leiðir eru viðurkenndar í hringferðinni. Niðurstaðan var sú að fara niður Indónesíu og þaðan til Ástralíu, Suður- og Mið-Ameríku áður en endað var í Bandaríkjunum.“
 Það sem Kristján óttaðist mest á ferðalaginu var að skilja hjólið eftir og eiga á hættu að því yrði stolið. Þá hefði hann ekki aðeins tapað fararskjóta sínum, heldur líka öllum búnaðinum. Fyrir vikið vék hann helst ekki frá því og svaf til dæmis með það inni í tjaldinu þegar hann þurfti að sofa þar. Þessi strategía gafst vel og hjólið skilaði sér alla leið í mark.
Enda þótt Kristján ferðaðist einn var hann aldrei einmana á þessu ferðalagi; fólk dróst hvarvetna að honum. Bæði segir hann hjólið hafa virkað eins og segulstál á innfædda, þar sem hann kom, fólk sé víðast hvar óvant svona stórum hjólum, auk þess sem hann sjálfur var augljóslega kominn um langan veg. „Ég fann fyrir mikilli nánd við mannfólkið allt frá upphafi til enda ferðar. Fjölmargir gáfu sig á tal við mig, bæði vegna forvitni en ekki síður til að bjóða fram aðstoð sína. Það er raunar stærsta upplifunin í þessu öllu saman; að fólk er gott. 99,9% allra sem ég hafði samskipti við voru stórkostleg; greiðvikin og elskuleg.“

Yndislegt fólk í Íran 

Hann nefnir Íran sem dæmi. „Fyrirfram var ég svolítið smeykur við að fara þangað inn enda heyrum við Vesturlandabúar yfirleitt bara neikvæðar fréttir þaðan. Þegar á reyndi var veruleikinn allur annar; yndislegra fólki hef ég ekki kynnst. Á fjórtán dögum fékk ég tíu heimboð eða boð um að fara út að borða. Í eitt skiptið borgaði meira að segja bláókunnugt fólk fyrir mig á veitingastað. Án þess að ég hefði svo mikið sem hitt það. Þegar ég bað um reikninginn var einfaldlega búið að greiða hann. Það var mikil lexía að þetta umdeilda land skyldi vera uppfullt af gæsku og gestrisni.“
 Ferðalangurinn er raunar með skilaboð til fjölmiðla. „Ég hef verið hugsi yfir því hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag. Og er örugglega ekki einn um það. Við megum ekki trúa öllu sem sagt er í fréttum. Þar ræður hið neikvæða gjarnan ríkjum og hefur mjög auðveldlega mengandi áhrif. Í þessum skilningi virka fréttir eins og óbeinar reykingar og með þeim hætti erum við auðvitað að takmarka lífsgæði okkar. Við verðum að leggja meiri áherslu á það jákvæða í þessari tilveru og hefja okkur upp yfir dægurþras, lífið er alltof stutt fyrir neikvæðni. Við lifum í stórkostlegum heimi.“
Hann heldur áfram með þessa pælingu. „Talandi um fjölmiðla þá ætti það að vera hluti af námi sérhvers blaðamanns að fara á mótorhjóli umhverfis hnöttinn. Ég skal lána fyrsta blaðamanninum mitt hjól.“     Hann hlær.
  „Að öllu gríni slepptu þá er lífið eins og myndabók. Viljum við bara sjá fyrstu myndina eða viljum við fletta áfram? Viljum við jafnvel láta aðra fletta fyrir okkur og ráða þannig hvað við sjáum?“

Meðal fólksins á dekkinu 

Tilgangurinn var vitaskuld ekki að taka út stjórnarfar í löndunum sem hann sótti heim, þvert á móti leitaðist Kristján við að tengjast fólkinu sjálfu. Finna hjartsláttinn á hverjum stað fyrir sig. Uppleggið var að halda sig sem mest utan alfaraleiðar, þannig sneiddi hann að mestu hjá stórborgum og ferðamannastöðum, fyrir utan perlur á borð við Taj Mahal, sem glæpsamlegt hefði verið að sleppa.
   „Ég hef lifað góðu lífi, er fjárhagslega sjálfstæður og vanur lúxus af ýmsu tagi en lagði þetta þveröfugt upp, gisti ekki á 4 eða 5 stjörnu hótelum heldur gistiheimilum og meðal fólksins. Sumar nætur svaf ég í tjaldi. Þeir sem hafa lítil ráð upplifa á margan hátt sterkari tengsl og tilfinningar en þeir sem meira hafa milli handanna og svona vil ég framvegis ferðast; meðal fólksins á dekkinu. Ég er oft spurður hvar ég hafi séð mestu hamingjuna á leiðinni og svara því til að það hafi verið í fátækustu héruðunum sem ég heimsótti. Ég kann ekki skýringu á þessu en er það ekki gömul saga og ný að fátækt þjappi kynslóðunum saman?“
    Hann hefur í þessu sambandi sögu eftir áströlskum hjónum sem hann kynntist í Myanmar. Þau höfðu verið í Úsbekistan og hitt þar gamla konu sem orðin var einmana vegna þess að hún bjó ekki nógu nálægt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Þess vegna tók hún sig upp og flutti nær henni – heila 300 metra.
„Þetta leiðir hugann að því hvort stofnanavæðingin sé ekki komin úr böndunum á Vesturlöndum,“ veltir Kristján fyrir sér. „Ég veit það ekki fyrir víst en leyfi mér að efast um að elliheimili séu yfirhöfuð til í Asíu.“ 

Útúrdúr til Óman 

Enda þótt grunnstefið hefði verið samið áður en lagt var af stað stóðst Kristján ekki mátið að spila annað veifið eftir eyranu. Sem dæmi má nefna að eftir að hann kynntist manni frá Óman í ferju frá Íran til Dúbaí ákvað Kristján, þvert á fyrri plön, að heimsækja manninn. „Ég keyrði yfir 500 kílómetra til hans og átti fína daga í Óman. Við erum ennþá í góðu sambandi,“ segir hann.
Tengsl mynduðust víðar. Sonur Kristjáns, Baldur Kristjánsson ljósmyndari, hjólaði með honum í tvær vikur í Suður-Ameríku og í Santiago, höfuðborg Síle, gaf maður sig á tal við feðgana vegna þess að honum leist svona ljómandi vel á hjólið. Samtalið gat af sér matarboð heima hjá manninum og þar kom í ljós að hann sér ekki sólina fyrir Ólafi Arnalds tónlistarmanni og börnin hans vita allt um Sigur Rós og Of Monsters and Men. Já, Ísland er víða.
   Úr varð vinátta. „Tengsl hljóta alltaf að myndast á svona ferðalagi en vegna þessara aðstæðna, sem ég hef lýst, þá er eins og þau límist betur. Það gaf þessu ennþá meira gildi.“
Af þessum 48.000 km voru aðeins um 800 km skilgreindir sem átakasvæði af einhverju tagi. Það var í Indlandi, Mexíkó og Kólumbíu. „Ég lenti ekki í neinu í Mexíkó en fann þar eigi að síður fyrir mestu ógninni, þegar ég keyrði framhjá nýlegum yfirgefnum húsum og bensínstöðvum. Þarna berast eiturlyfjahringir á banaspjót. Sama er uppi á teningnum í Kólumbíu. Í nágrannaríkinu Hondúras eru 90 á hverja 100.000 íbúa myrtir á ári hverju. Það væri eins og að 300 morð yrðu framin á Íslandi á ári. Stríð vegna eiturlyfja eru mesta vá sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag og löngu tímabært að gripið sé í taumana.“

Eltur uppi á Indlandi 

Það var þó víðsfjarri, eða í Indlandi, sem Kristján fann fyrir mestri hræðslu. Hann kom þá að kvöldlagi að þorpi sem heitir Mao. Ók í gegn en fann fljótlega að bifreið veitti honum eftirför. Í stað þess að freista þess að stinga hana af nam Kristján staðar til þess að ökumaðurinn gæti borið upp erindið. Um vingjarnlegan mann var að ræða sem benti Kristjáni á að hann hefði hunsað eftirlitsskyldu við komuna í þorpið sem einmitt væri ætluð ferðamönnum. Skæruliðar eru með umsvif þar um slóðir og ekki óhætt að ferðast án verndar. Nokkuð sem Kristjáni var ekki kunnugt um.
  Ökumaðurinn ráðlagði Kristjáni að snúa við og gefa sig fram um morguninn. Í millitíðinni bauð hann ferðalanginum gistingu á heimili sínu sem Kristján þáði. Daginn eftir sinnti Kristján eftirlitsskyldunni og fékk í framhaldinu herfylgd yfir á öruggt svæði.
  Veður var með ýmsu móti á leiðinni en þegar Kristján er spurður hvar verst hafi viðrað kemur svarið ofurlítið á óvart: Texas. Hann var þar í maímánuði og fellibylur sá þá ástæðu til að ganga yfir ríkið á skítugum skónum. Til allrar hamingju fékk Kristján í tæka tíð skilaboð í símann sinn um að leita skjóls en veðurhamurinn varð ofboðslegur. 

Fann styrk í bæninni

 Á tíu mánaða ferðalagi um framandi lönd eru menn að vonum mikið einir með hugsunum sínum og Kristján staðfestir að margt hafi farið gegnum hugann, ekki síst í strjálbýli og eyðimörkum.
„Ég viðurkenni fúslega að það reyndi á mig að vera einn með sjálfum mér inni í hjálminum og mér til undrunar fór ég smám saman að leita í bænina. Ég hafði alveg mína barnatrú áður en ég lagði af stað, eins og við flest, en bænin hafði ekki verið stór hluti af mínu lífi. Þarna byrjaði ég að leita í hana og fann strax að hún færði mér styrk. Bænin virkaði og hafði sálarleg áhrif. Úr varð ákveðinn heilunartími, þetta ferðalag varð minn Jakobsvegur. Fyrir vikið sneri ég heim trúaðri en ég var þegar ég lagði upp í ferðalagið. Ekki nóg með það, ég hef líka meiri auðmýkt gagnvart lífinu. Hvernig gat skaparinn búið til alla þessa fegurð?“
Það hafði líka djúpstæð áhrif á Kristján að faðir hans féll frá meðan á miðju ferðalagi stóð. Maðurinn sem hvatti hann mest til dáða.
„Ég kom heim í tíu daga til að kveðja pabba og viðurkenni að það var erfitt að klára ferðalagið eftir það. Ég dreif mig þó af stað aftur enda hefðu það verið svik við pabba að klára ekki ferðina.“

Bók og heimildarmynd

 Kristján lauk ferðalaginu í Bandaríkjunum og kom meðal annars í fyrsta skipti til New Orleans. Það var mikil upplifun, ekki síst þegar tónar fóru að flæða um stræti þessarar miklu tónlistarborgar. „Það hafði mikil áhrif á mig, ekki síst vegna þess að ég hafði ekki hlustað mikið á tónlist í ferðinni. Listir eru ómissandi hluti af tilveru okkar.“
   Kristján flaug heim frá Boston 17. júní 2015 og féll í faðm fjölskyldu og vina, samtals um sjötíu manns, yfir dögurði á heimili sínu. „Það var yndisleg stund og gott að koma heim – sem breyttur maður.“
   Kristján tók ekki aðeins mikið af myndum í ferðinni, ljósmyndum og hreyfimyndum, hann hélt líka dagbók, samtals 500 blaðsíður. Hann gleðst yfir því framtaki í dag enda „er ótrúlegt hversu mörgu maður gleymir. Dagbókin var í senn ferða- og sálufélagi á leiðinni.“ Þetta efni er grunnurinn að bók sem kom út í vikunni og heimildarmynd sem gerð hefur verið um ferðalagið.
   Bókina, Hringfarann, skrifar Helga Guðrún Johnson upp úr dagbókarfærslum Kristjáns en hún er í stóru broti, ríkulega myndskreytt. „Þetta er mjög persónuleg bók,“ segir Kristján. „Hún er ekki bara uppgjör við þetta ferðalag, heldur líf mitt í heild. Þroskasaga miðaldra manns. Ég er mjög einlægur þarna og það hefur fært mér mikinn styrk,“ segir hann en bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu Sliding Through.
  Heimildarmyndina gerði Sagafilm og verður hún sýnd í þremur hlutum í Ríkissjónvarpinu í nóvember og desember. 

Innkoman í styrktarsjóð

Kristján gefur bókina út sjálfur og stóð straum af kostnaði við gerð heimildarmyndarinnar. Öll innkoma af hvoru tveggja rennur óskipt í styrktarsjóð sem Kristján og eiginkona hans hafa sett á laggirnar og er ætlað er að sporna við eiturlyfjaneyslu ungs fólks.
   „Þetta er svo persónulegt allt saman að ég gat ekki hugsað mér að hafa tekjur af þessu; það væri eins og að selja sjálfan sig,“ útskýrir Kristján. „Þannig að þetta varð niðurstaðan. Ég var minntur rækilega á eyðileggingarmátt eiturlyfja á ferðalaginu en þess utan á ég tvo gamla vini sem orðið hafa fíkninni að bráð. Þetta stendur mér því nærri.“ Hægt er að panta bókina á þar til gerðri heimasíðu, hringfarinn.is.

Frúin slæst í för

 Kristján lét ekki staðar numið eftir heimsreisuna – og nú er eiginkona hans komin á hjólið með honum. Í vor fóru þau yfir Bandaríkin þver og endilöng, köstuðu mæðinni í viku áður en þau héldu til Rússlands og fleiri ríkja í Austur-Evrópu. Sáu meðal annars alla leiki Íslands á HM. Enduðu svo í Þýskalandi.
    Í haust lá svo leiðin í gegnum fleiri Evrópuríki til Grikklands en þeirri ferð lauk fyrir rúmri viku. „Næsta vor ætlum við til Ísraels og ég er búinn að segja konunni að ég sé líka á leiðinni til Suður-Afríku. Lítist henni ekki á það er henni frjálst að hoppa af,“ segir hann sposkur á svip.

„Við erum bæði sest í helgan stein og þetta er okkar hlutverk í dag. Okkar lífstíll.“  



MBL 28.10.2018
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

24.10.18

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur Mótorhjólasafnsins verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 26. okt 2018 kl. 20.00


  • Hefðbundin aðalfundarstörf.
  • Veitingar í boði eftir fund.
  • Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.

Hvetjum sem flesta til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Vilhjálmsson

Fundur með Ráðherra

Stjórnarmeðlimir Bifhjólasamtaka lýðveldisins áttu fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í dag, 24. október, vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær.
Sniglar sem hagsmunasamtök gerðu athugasemdir við frumvarpið og lýstu yfir óánægju með að hafa ekki verið kallaðir til samstarfs við vinnu vegna frumvarpsins og ítrekuðu að stjórnhættir ráðuneytisins ættu að tryggja Sniglum sem hagsmunasamtökum samráð í málum sem varða meðlimi samtakanna.

Framboð í stjórn Tíunnar

Þar sem ég hef lokið mínum 2.ára kjörtíma hjá stjórn Tíunnar, þá hef ég ákveðið að bjóða mig áfram fram til stjórnar 2019

Þeir sem ekki þekkja mig þá er ég búinn að vera á kafi í stórum mótorhjólunum síðan 1991 og Sniglarnir og Tían mínir klúbbar.
Búinn að vera í stjórn bæði í Sniglum (1999-2001) og Tíunni (2016-2018) og vil ég gjarnan halda áfram í stjórn Tíunnar

Sjáumst á Aðalfundi 3 nóv á Greifanum,

Kv Víðir M Hermannsson #527


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is

22.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar


Ég Trausti S Friðriksson býð mig hér með fram til áframhaldandi stjórnar hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían.

Síðustu tvö ár í stjórn Tíunnar hafa verið góð reynsla og vil ég endilega halda áfram þessu skemmtilega starfi.


Kv. Trausti


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

21.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar

Halló hjólafólk.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Tíunnar.

Þar sem ég hef verið að þvælast fyrir stjórninni síðasta árið og með puttana í flestu sem þau gera og langar að vera löggildur stjórnarmeðlimur.

Ég er með margskonar hugmyndir sem myndu krydda vel valda stjórn (sem er að vísu flott núna)     

Ég byrjaði að hjóla 1993 en tók 17 ára hlé (barnauppeldisfrí) en byrjaði aftur á fullu 2016.
Kveðja
Kalla Hlöðversdóttir


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

20.10.18

Framboð í stórn Tíunnar

Siddi Ben
Sælir Félagar 
Ég... Siddi Ben hef áhuga á að bjóða mig fram í Stjórn Tíunnar

Ég byrjaði að hjóla í kringum 1990 á stórum hjólum og átti skellinöðrur fyrir það.

Ég hef áhuga á því að vera í stjórn Tíunnar vegna þess að Ég vil stuðla að fleiri ferðum og reyna að ná hjóla fólki til að nota hjólin meira ,  og rúnta eins og gert var í denn.
Og svo væri gaman að efla hjólaspyrnur og fá fleiri til að vera með í þeim.


Því miður mun ég ekki komast á Aðalfundinn vegna þess að ég verð á sjó. 
En vona að þið hafið mig í huga þegar kosið verður til stjórnar 


Kv. Siddi Ben


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

19.10.18

Fyrsta konan til að sigra Heimsbikar í Motorhjólaíþrótt.

Ana Carrasco

Spánverjinn Ana Carrasco varð nú á dögunum fyrst kvenna til að Landa Heimsbikar í Mótorhjólaíþrótt en hún sigraði World Supersport 300 með aðeins 1 stigs mun í samanlögðu.



Hún tileinkaði titilinn vini sínum Luis Salom sem lést í mótorhjólakeppni í sumar .

Þessi 21 árs gamla kona marði titlilinn á minnsta mögulega mun í síðustu keppni ársins á Magny-Cours brautinni en hún byrjaði þá keppni í 25 sæti en hafði sig upp í 13 sæti og dugði það henni til sigur í mótinu............frh

14.10.18

Yfir 60000 heimsóknir á Heimasíðuna

Tían þakkar góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þúsund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.

www.tian.is    tian@tian.is 
https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/
&
Tían Hópurinn

13.10.18

Tían Bihjólaklúbbur Norðuramts

Nú styttist í Aðalfund Tíunnar og eins og þeir vita sem hafa komið á aðalfund þá er stjórnarkjör einn af liðum kvöldsins.

Á síðasta aðalfundi urðu stjórnarskipti þannig að
Hrefna og Jokka  ,Palli og Hinrik létu af störfum og inn voru kosin Arnar Kristjáns , Jói Rækja , Bjössi málari og Viðir Orri.
Sigríður Þrastar var kosinn Formaður.  og hafði stjórn næsta fund eftir aðalfund til að skipa sér niður í störf.
Formaður                   Sigríður
Varaformaður            Arnar
Ritari                         Jói Rækja
Fjölmiðlafulltrúi       Víðir Már
Gjaldkeri                   Trausti

Nú er Víðir Már og Trausti búnir með kjörtímabilin sín þ.e.  2 ár... og 2 varamennstjórnar gefa ekki kost á sér,  Þá eru 4 sæti í stjórn á lausu þetta árið.

12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.


27.9.18

Ný mótorhjóladekk. Hvað skal varast!.


Allir dekkjaframleiðendur mæla með að dekk séu keyrð til.

Hvers vegna!

Jú ný dekk eru svolítið hál þegar þau eru ný og því er ekki alveg hægt að treysta þeim fyrir fullkomnu gripi fyrr en búið er að keyra slatta á þeim.  Gúmíið er slétt og fínt og þarf aðeins að hrufast í malbikinu til að fá sem mest grip.

Tilkeyrsla á dekkjum getur verið mislöng  allt frá því að vera nokkrir tugir km á mýkstu gerðum upp í nokkur hundruð km á hörðustu börðunum.

Yamaha Niken-hjólið


 Yamaha Niken-hjólið hefur mikla sérstöðu með sín tvö hjól að framan.  Niken er mjög vel útbúið hjól, skemmtilegt og öruggt og alveg sér á parti.



Hjólið heitir Yamaha Niken og kom fyrst fram á sjónarsviðið á Tokyo Motorshow í fyrra. Nafnið er tilvísun í japanska bardagatækni með tveimur sverðum frá sextándu öld sem gjörbreytti bardögum í návígi, eitthvað svipað og Yamaha vonast til að þetta hjól geri fyrir akstur mótorhjóla. Við höfum séð þríhjól áður, meira að segja nokkur með tveimur hjólum að framan. Can-Am er með Spyder og Piaggio MP3, en hér sjáum við í fyrsta skipti alvöru mótorhjól sem hallar báðum framdekkjunum í gegnum beygjur.

 Prófun við verstu aðstæður

 Kynningin á Niken-hjólinu var í boði umboðsaðila Yamaha í Svíþjóð en þeir sjá um að þjónusta mestalla Skandinavíu. Bærinn sem ferðinni var heitið til nefnist Borås og er í nágrenni Gautaborgar. Veðrið fyrir ferðina hafði lofað mjög góðu enda sumarið í Svíþjóð besta hjólasumar í manna minnum. Því var þó ekki að heilsa þegar Íslendingarnir mættu á svæðið því þeir tóku íslenska sumarið með sér. Prófunardaginn var hitastigið aðeins um 12 gráður og það hellirigndi. Auk þess voru fræ og ber af trjánum að skapa talsverða hálku á köflum og segja má að þarna hafi skapast kjöraðstæður til að láta reyna virkilega á alla þætti Niken-hjólsins.
Útúrsnúningur á máltækinu „Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi“ átti þá vel við því að ekki veitti af helmingi meira gripi að framan á sleipum skógargötunum. Hjólið hallast mest 45 gráður sem er aðeins minna en hefðbundið mótorhjól getur ráðið við en tvöföld framfjöðrunin snýst ekki um það að ná fram meiri halla, heldur meira gripi. Óhætt er að segja að þrátt fyrir slæmar aðstæður fann maður aldrei fyrir að hjólið missti grip að framan. Öðru máli gegndi um afturendann sem rann oft til í beygjunum en þökk sé góðri spólvörn, þá kom það ekki að sök. Það er eitthvað sérstakt við að keyra mótorhjól með meira grip að framan en aftan.

Léttara í stýri en búist var við 

Vélin í Niken kemur úr Tracer 900 og er þriggja strokka og skilar 115 hestöflum við 10.000 snúninga. Athyglisvert er að bera saman tölur um Niken og Tracer 900 hjólið sem það byggir á. Sætishæð Niken er til dæmis 30 mm lægri en ökumaður situr aftar á Niken en sambærilegum mótorhjólum og hjálpar það til við að jafna þyngdardreifinguna. Þrátt fyrir minni feril á framfjöðrun er hjólhafið 10 mm lengra en það helgast af lengri afturgaffli. Síðast en ekki síst er Niken 48 kg þyngra en Tracer 900 og munar þar að sjálfsögðu mest um tvöfalda framfjöðrun, sem er stillanleg fyrir bæði þjöppu og bakslag og svo aukadekk. Einnig er meiri búnaður á Nikenhjólinu en meðal staðalbúnaðar er aksturstölva, spólvörn, skriðstillir og hraðskiptir.
Þar sem dekkin eru aðeins 15 tommur þurfti að láta útbúa sérstök dekk fyrir hjólið. Það er ekki að finna á hjólinu að það beri meiri þyngd en hefðbundið mótorhjól því það er mjög létt í akstri. Það kom undirrituðum talsvert á óvart að finna hversu létt það var í stýri, en fyrirfram hefði maður haldið að aukin þyngd að framan fyndist vel í stýrinu. Það er ekki nema þegar ekið er á gönguhraða og þar undir sem það verður erfiðara en mótorhjól með einu framdekki. Ef það ætti að finna eitthvert annað umkvörtunarefni hefði framrúðan mátt vera örlítið fyrirferðarmeiri til að veita meiri vindvörn.

Verður á Íslandi næsta vor 

Umboð Yamaha-mótorhjóla á Íslandi er hjá Arctic Trucks á Kletthálsi. Verðið á Niken samkvæmt verðlista á heimasíðu er 3.500.000 kr. sem er vel í lagt enda hjólið sérstakt og vel búið. Að sögn talsmanns Yamaha í Svíþjóð er hjólið staðsett efst í  virðingarstiganum hjá Yamaha sem þýðir í raun að það þarf að keppa við hjól af sama kaliberi frá öðrum framleiðendum. Vandamálið er bara að það er ekkert hjól sem keppir beint við Niken. Hjólið er algjörlega sér á parti og ef kaupandinn getur sætt sig við sérstakt útlit þess er hann með hjól í höndunum sem er í senn skemmtilegt og öruggt aksturshjól og þægilegt ferðahjól á malbiki.
Hvort við sjáum í náinni framtíð Adventure-útgáfu af þessu hjóli kemur líklega fljótlega í ljós. Til
Íslands kemur Niken snemma næsta vor og mun þá almenningi verða boðið til reynsluaksturs á hjólinu.
Fylgist því vel með.

27.09.2018
Morgunblaðið
mbl.is