13.11.18

Flughjólí Lögreglunni

Bíl­ar | mbl | 13.11.2018 | 18:19

Þyrlufarið sem lög­regl­an í Dúbaí tek­ur senn í notk­un.

Lög­regl­an í Dúbaí er fræg fyr­ir að í bíla­flota henn­ar eru nær ein­göngu afar hraðskreiðir  lúx­us­bíl­ar. Dug­ir ekk­ert minna til að halda öllu í röð og reglu í um­ferðinni enda fátt annarra bíla þar en of­ur­skjótra sport­bíla.

Í flota lög­regl­unn­ar er að finna meðal ann­ars sport­bíla af gerðunum Aventa­dor, Veyron og Ferr­ari. En nú ætl­ar lög­regl­an að fara á hærra svið.

Hinum tækni­væddu lag­anna vörðum finnst gott mega bæta og því hef­ur lög­reglulið Dúbaí tekið nýj­an far­kost og skil­virk­an, sem nefna mætti hang­flugu, en á ensku heit­ir fyr­ir­bærið „ho­ver­bike“. Minn­ir
það helst á fljúg­andi mótor­hjól eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

Þess­ir 116 kílóa far­ar­skjót­ar verða ekki full­bún­ir til notk­un­ar við lög­reglu­störf fyrr en árið 2020, þeir  eru enn í þró­un­ar­ferli. Fram­leiðandi er banda­ríska fyr­ir­tækið Ho­versurf og er flygildið með skel úr koltrefja­efn­um og fjór­um snúðþyrl­um sem ger­ir flug í allt að fimm metra hæð yfir jörðu kleift. Há­marks flug­hraði flygild­is­ins er 100 km/​klst. Það er knúið 12,3 kíló­vatt­stunda raf­geymi sem dug­ar til 10 til 25 mín­útna flugs, eft­ir þyngd og veðuraðstæðum.

mbl.is