24.12.18

Afreksjóður Akureyrar styrkir Motocross ökumann


Einar Sigurðsson á móti í Ameríku
Akureyringurinn Einar Sigurðsson íslandsmeistari í MX2 hefur fimm sinnum verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Kappaksturklúbbi Akureyrar (KKA)    En á síðasta ári var hann valinn í landslið Íslands og keppti á Motocross des Nations sem haldið dagana 6. og 7. október á Red Bud brautinni í Michigan í Bandaríkjunum.    Þetta eru heimsleikarnir í motocrossi.   Einar og félagar í landsliðinu höfnuðu í 25. sæti, sem er besti árangur Íslands til þessa. 
 Á síðasta keppnistímabili varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki með afgerandi hætti.    Vann allar keppnir ársins og var með fullt hús stiga.

Einar Sig.

Afreksjóður Akureyrar  Styrkir Einar Sigurðsson

Ánægjulegt er frá því að segja að afrek Einars Sigurðssonar hafa ekki farið framhjá Afrekssjóði Akureyrarbæjar.   Stjórn stjóðsins samþykkti á fundi sínum 17. desember s.l. að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018.   Styrkurinn verður afhentur formlega á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar í Hofi þann 16. janúar 2019.

Flottur árangur Einar og til hamingju.

Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.