Á síðasta aðalfundi urðu stjórnarskipti þannig að
Hrefna og Jokka ,Palli og Hinrik létu af störfum og inn voru kosin Arnar Kristjáns , Jói Rækja , Bjössi málari og Viðir Orri.
Sigríður Þrastar var kosinn Formaður. og hafði stjórn næsta fund eftir aðalfund til að skipa sér niður í störf.
Formaður Sigríður
Varaformaður Arnar
Ritari Jói Rækja
Fjölmiðlafulltrúi Víðir Már
Gjaldkeri Trausti
Nú er Víðir Már og Trausti búnir með kjörtímabilin sín þ.e. 2 ár... og 2 varamennstjórnar gefa ekki kost á sér, Þá eru 4 sæti í stjórn á lausu þetta árið.
Formaður verður svo kosinn eftir stjórnakjör, þ.e. ef fleiri en einn stjórnarmaður óskar eftir fórmannsstólnum. En það er fundargestir sem kjósa Formann.
Stjórn skipar sig niður í störf eftir aðalfund.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn 2018-19 endilega tilkynnið framboð ykkar tian@tian.is nú eða á Facebooksíðunni og ef þið viljið þá getið þið kynnt ykkur þar og á vefsíðu Tíunnar. www.tian.is
ATH AÐEINS ÞEIR FÉLAGAR SEM HAFA GREITT FÉLAGSGJALDIÐ 2018 HAFA RÉTT TIL AÐ SITJA AÐALFUND.
(úr lögum Tíunnar )Aðalfundur
Stjórn klúbbsins skipa sjö menn.
Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi auk tveggja meðstjórnenda.
Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi, til tveggja ára í senn sem hér segir:
Annað árið skulu fjórir stjórnarmenn kosnir, en þrír hitt árið.
Stjórnin skiptir með sér verkum og skal því lokið eigi síðar en tveimur vikum eftir aðalfund.
Í allar fastar nefndir skal kjósa á aðalfundi. Ennfremur skal skipa tvo skoðunarmenn reikninga.
Öllum löggildum meðlimum klúbbsins, er heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu.
Framboðum til stjórnarsetu skal skilað inn til stjórnar í síðasta lagi á aðalfundi.
Ef ekkert mótframboð kemur við sitjandi stjórn, telst hún sjálfkjörin.
....