25.11.18

Tímarit frá Púkinn.com

Rakst á ansi veglegt auglýsingatímarit á Olís í morgun en það er Púkinn.com sem gefur það út.

Það er ekki oft sem maður sest niður á vegasjoppu núorðið og getur flett tímariti um jaðarsport og Mótorhjól. En það gerðist í morgun að ég fletti í gegnum þennann flotta 124 bls auglýsinga bækling. Sem liggur frítt þar...og sjálfsagt víðar.
 Innan um mjög mikið af kynningarauglýsingum mátti lesa mjög fáar hjólatengda greinar sem allavega varð til þess að ég stoppaði við lengur en vanalega.
Eins voru þarna greinar um annað sport sem ég gluggaði hratt yfir.. sem auðvitað tengdist vörum frá púkanum.com sem er ekkert óeðlilegt. "þetta er þeirra blað".

Flott framtak hjá þeim og mikið í þetta lagt og eins og ég segi.

Tilbreyting að fletta einhverju öðru en símanum  nú orðið.