22.11.18

Nýr fatnaður á lager Tíunnar

Stjórn Tíunnar hefur ákveðið að ráðast í fatakaup fyrir klúbbinn.

Og hefur verið að skoða góðar vörur sem við ætlum að bjóða félögum okkar upp á, á næstu misserum.

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma ,líka í kvennstærðum.
Pantanir eru hafnar á Derhúfum og hafa nokkrir tugir selst nú þegar af henni.

Vorum við að spá í að vera með mátunardag á miðvikudaginn 28 nóvember þar sem allir geta komið þegið kaffisopa spjall og mátað nýja fatnaðinn.
Við getum svo tekið niður pantanir.

Vonandi getiði sem allra flest séð ykkur fært að mæta en við verðum með opið inn á safni miðvikudaginn frá 17-18 og svo 20-21.

Derhúfa með hvítu Tíumerki.