8.11.18

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 3 Nóv

Aðalfundur Tíunnar 

Skýrsla stjórnar
03.nóvember 2018

Velkomin

    Dálítið langt er síðan að síðasti aðalfundur var en hingað erum við komin og erum við stjórninn glöð að sjá hve margir eru mættir.
    Á borðunum eru möppur sem inniheldur fundarefni og ársskýrslu fyrir árið 2017. (endilega nálgist það ef þið hafið ekki gögn)
Núverandi stjórn vann vel saman frá byrjun, samhentur hópur og tel ég að við vorum að gera góða hluti.  Voru viðburðir nokkrir en fundir ekki eins margir eins hjólaferðir. Það er líður sem við þurfum að bæta okkur í þeim efnum.

Smá yfirferð yfir viðburði sumarsins.

1 Maí hópkeyrslan gekk vel og skemmtilegt var að sjá hve margir voru samankomnir á planinu hjá Hofi í lok ferðarinnar.

Skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja
Fínasta mæting og bauð Bílaklúbburinn okkur svo upp á Grill og gos. Þóttum við vel til takast en endilega viljum við heyra hvað félagsmönnum finnst.



30.05 Fórum við í flotta  ferð á samgöngusafnið Ystafelli Nítján menn og konur fóru á átján mótorhjólum og heppnaðist ferðalagið stórvel. Þökkum Birgir Óla fyrir farastjórnina.

12.Maí
Í dag hélt Tían upp á Heiðarlegan dag í fyrsta sinn, en ástæða þess var að koma með viðburð í stað aðalfundar Tíunnar sem var alltaf haldin í kringum afmælisdag Heidda. 15 maí
Grillinu var hent fram á plan ásamt sófasettinu, og stólum...
Milli 35 ogl 40 manns létu sjá sig og nutu dagsins og skoðuðu safnið.
Vinnurafmagns hjól frá  Vinnuhjól.is var kynnt fyrir gestum.
Þrautabraut var keyrð en aðeins 5 keppendur lögðu í brautina

20 hjól tóku þátt í sjómannadagshópakstri um Akureyri og nágrenni.
Ekið var góður hringur um bæjinn og svo út úr bænum svokallaða Litla Eyjafjarðarhring og endað á Fjölskyldumóti sem var haldið vegna sjómannadagshátíðarinnar í Kjarnaskógi rétt innan við Akureyri,
Baca stelpurnar Katý og Kristín sáu um að keyra viðburðinn og þökkum við þeim fyrir.

Hjóladagar

Við byrjuðum helgina á Mótormessu og Vöfflukaffi í Glerárkirkju mætting ekki nóg. En grilluðum svo á safninu um kvöldið og
 manns kom og partý fram eftir nótt. Á laugardeginu byrjum við daginn á hópakstri og voru 35 manns. Skemmtileg þrautabraut sem Njáll Gunnlaugsson seti upp fyrir okkur Enduðum svo á tónleikum hjá Dimmu en næstu hjóladagar eru helgina 19-21 Júlí 2019 sem við ætlum að gera stærri


Verslunarmanna helgin
Um eða yfir 40 hjól tóku þátt í keyrslunni og tóku einnig þátt nokkrir bílar frá Fornbíladeild BA og setti það skemmtilegan svip á keyrsluna


Allir voru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu um verslunarmannahelgina  og safnaðist fyrri aflið  51.500 kr
  Tían styrkti súpunagerðinna í ár.


Fiskidagar
Það voru 13 hjól sem skelltu sér í keyrslu til Hauganess til Ödda og Berglindar í súpu á Föstudagskvöldið. Frekar kalt en allir lifðu af.


Haustógleðin 2018 var haldin á hefðbundum slóðum í ár upp á Hrappstöðum hér ofan við bæinn,í nýbyggingu Jóa rækju Veðrið var frábært blankalogn og svalt og eldurinn í útikamínunni og arininum inni ásamt smá brjóstbirtu gerði það að verkum að engum varð kalt.

Tían hefur bætt sig í heimasíðunni og hefur Víðir Fjölmiðlafulltrúin hleypt aldeilis lífi í hann og þakkar  Tían fyrir góðar viðtökur á heimasíðunni á árinu, en síðan sem var í mikilli lágdeyðu hefur á þessu ári verið með yfir 50þúsund heimsóknir.

Facebook síða Tíunnar hefur einnig verið að taka vel við sér og má seigja að síðurnar séu aðal samskiptaleið okkar við félaga klúbbsins sem og auglýsing út á við.


Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins en Tían gaf Mótorhjólasafninu 65 tommu Samsung hágæða sjónvarpstæki.  Örbylgjuofn og Samlokugrill prentara ,sem á eftir að koma sér vel.
á eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands. og í ár afhentum við safninu 200.000 þúsund.

Næsta ár;
Árskýrteini samstarf við háskólan
Fleiri hjólaferðir
Unnið á safninu.