27.9.18

Ný mótorhjóladekk. Hvað skal varast!.


Allir dekkjaframleiðendur mæla með að dekk séu keyrð til.

Hvers vegna!

Jú ný dekk eru svolítið hál þegar þau eru ný og því er ekki alveg hægt að treysta þeim fyrir fullkomnu gripi fyrr en búið er að keyra slatta á þeim.  Gúmíið er slétt og fínt og þarf aðeins að hrufast í malbikinu til að fá sem mest grip.

Tilkeyrsla á dekkjum getur verið mislöng  allt frá því að vera nokkrir tugir km á mýkstu gerðum upp í nokkur hundruð km á hörðustu börðunum.

En það er ekki nóg að keyra bara beint í langan tíma og halda að dekkin séu klár því það þarf að keyra hliðarar til líka og það gerir maður varlega líka til að byrja með áður en maður getur farið að taka beyjurnar á fullri ferð .  Best er að velja sér hlykkjótta veg til að keyra og smásaman keyra dekkin til.

Og munið Köld dekk grípa ekki vel... farið alltaf varlega til að byrja með þegar þið leggið í hann á hjólinu,  keyrið allavegna nokkra kílómetra til að ná smáhita í dekkin áður en snúið er upp á rörið.

Kíkið á myndbandið hér með og fræðist um meira um mótorhjóladekkin.