Það sem hefur hins vegar vakið athygli margra íbúa á Akureyri er að hún er ekki kona einsömul á ferð, heldur ferðast tíkin Rögg jafnan með henni og
situr þá fyrir framan Maríu á hjólinu og lætur sér fátt um finnast.
Margir eiga möguleika á meistaratitli í hinum ýmsu flokkum kvartmílunnar þegar einu móti er ólokið, en það verður 1. september. Með sigri í flokki bíla með forgjöf er Halldór Björnsson á Toyota Corolla með 280 stig eftir keppni helgarinnar en Torfi Sigurbjörnsson 230. Fyrir sigur í einstakri keppni fá ökumenn 100 stig, síðan 10 ef þeir setja íslandsmet. Síðan eru gefín stig fyrir árangur í tímatökum fyrir keppni, sá sem nær besta tíma fær átta stig og sá lakasti eitt stig. í flokki götubíla náði Jón Geir Eysteinsson á Chevelle bestum tíma í tímatökum og vann síðan Agnar Agnarsson í úrslitaspyrnunni. Jón Geir er með 302 stig til meistara og Agnar 208. í flokki útbúinna götubíla vann Sigtryggur Harðarson á Toyota Celica. I þessum japanska bíl er nú átta cylindra Cleveland vél og amerísk hásing að aftan. Fjöðrun hefur því verið gjörbreytt og í vélarsalnum prófaði Sigtryggur að kæla bensínið með ís áður en það náði blöndungunum. Sú tilraun bætti tíma Sigtryggs í brautinni. Hann ók best á 11,95 sekúndum og var á rúmlega 190 km hraða í endamarki. Sigtryggur er með 233 stig í íslandsmótinu, Grétar 193 og Asgeir Örn Rúnarsson 104, en hann lenti í vélarvandræðum í keppninni.
Það voru hinsvegar mótorhjólaökumenn sem settu íslandsmetin. Sigurður Gylfason sem ekki hafði keppt á mótorhjóli í sumar eftir ágætt ár á vélsleða í vetur mætti og setti íslandsmet. Hann ók Suzuki mótorhjóli sem hann settist á klukkustundu fyrir keppni og tókst að vinna Bjarna Valson á Suzuki í úrslitum. Bjarni er hinsyegar með 194 stig til meistara, en Árni Gunnlaugsson sem varð þriðji um helgina er með 152. Valgeir Pétursson á Honda vann í flokki 600cc mótorhjóla, lagði Unnar Má Magnússon á Kawazaki að velli. Besta aksturstíma i mótinu náði Gunnar Rúnarsson í flokki ofurhjóla á sérsmíðaðri Suzuki mótorhjólagrind. Hann ók á 9,694 sekúndum á sannkölluðu tryllitæki sem hann hefur smíðað með aðstoð margra félaga sinna.
Morgunblaðið 13.8.1996
„Aðstæðurnar voru hræðilegar, eins og að vera á svelli. En brautin liggur skemmtilega, þó rigning hafi sett strik í rekninginn núna. Eg fór rólega í byrjun og hafði reyndar ekki þrek til .að fara á fullu við þessar aðstæður, ég hefði bara flogið á hausinn," sagði Viggó um keppnina. Hann hefur átt mótorhjól í mörg ár, en var að keppa í sinni fyrstu keppni í moto kross. Hann varð í sjötta sæti í endurokeppni, sem var daginn áður. „Það fylgir því mikil vinna að eiga moto kross keppnishjól, það þarf sífellt að vera að yfirfara hjólin og bæta. Mér sýnst þessi íþrótt vera að vaxa að nýju eftir mögur ár og brautin hérna á Akureyri er mikil lyftistöng, en almennilega braut hefur vantað fyrir sunnan," sagði Viggó.
Úrslitin eftir 3 moto:
1. Viggó
Viggósson 55 stig,
2. Heimir Barðason, 48,
3. Reynir Jónsson,
45,
4. Vilhelm Vilhelmsson, 33,
5.
Jón Haukur Stefánsson, 30,
6.
Hákon Asgeirsson, 28,
7. Magnús
Þór Sveinsson, 27,
8. Guðleifur
Svanbjörnsson, 12 stig.