24.8.96

Íslenskir bifhjólamenn eru friðsamir:

Halda haustógleði og vetrarsorgardrykkju 

Á Íslandi eru samkvæmt heimildúm DV rúmlega tiu mótorhjólaklúbbar, sumir innan Sniglanna og
aðrir utan. Verið er að kortleggja þessa klúbba. Sniglarnir eru aðilar að Evrópusamtökum sem vinna
nær eingöngu að því að fylgjast með löggjöf, sem Evrópusambandið hyggst setja, um allt er varðar bifhjól og bifhjólamenningu. Islendingar eru ekki i sambandi við erlendar ribbaldaklíkur. Að því er blaðið kemst næst eru engir klúbbar á Islandi sem sverma fyrir Vítisenglunum þessa stundina. Samkvæmt heimildum blaðsins reyndi islensk klíka, Óskabörn Óðins af fá inngöngu í Vítisenglana en án árangurs. í dag er þessi klíka öðruvísi samansett og heimildir herma að þeir hafi ekki vakið máls á því aftur. í tímariti Vítisenglanna, Scanbike, var grein í vor um þennan klúbb. Oddviti Óskabarnanna, Gunnar Þór Jónsson, Gunni klútur, neitar að Óskabörnin hafi áhuga á inngöngu í Vítisenglana og segir engan stuðningsklúbb Englanna hér á landi. Hann segir Sniglana halda sambandi við Englana vegna þess að Vítisenglarnir vilji vita hvað sé að gerast í mótorhjólamálum um allan heim. Ekkert óeðlilegt sé við að grein um Óskabörn Óðins, sem eru flest heiðin, hafi birst i  Scanbike.

Engar hefndir 

„Nokkrir Islendingar hafa farið á landsmót í Noregi og við fáum til okkar útlendinga á landsmót. Bifhjólasamtökin eru ekki í beinu sambandi við erlendar mótorhjólaklíkur.
Erlendis eru klúbbarnir minni og starfa eins og fjölskyldur en Sniglarnir eru ekki stuðpúðar fyrir félaga sína. Allt gengið fer ekki og hefnir ef eitthvað kemur fyrir einn," segir Þóra Hjartar Blöndal Snigill. Til þess að geta gengið i Sniglana á íslandi verða þrettán félagar að samþykkja viðkomandi en mótorhjólapróf er ekki skilyrði. Kærustur og kærastar Snigla, eða „hnakkskraut", eins og þau eru  kölluð, vildu fá leyfi til þess að ganga í Sniglana og voru þá ekki alltaf með próf.

Friðsælir klúbbar 

„Allir mótorhjólaklúbbar á Íslandi eru mjög friðsælir. Þeir líkjast ekkert klúbbunum úti þar sem verið er að berja fólk ef merkin eru of lík. Sniglarnir eru hálfgerður  skátaklúbbur íslands," segir Valgerður Guðrún Hjartardóttir, Snigill frá 1989. „Markmiðið með stofnun Sniglanna var frá byrjun að efla samskipti bifhjólamanna en núna eru 1087 meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Margir sem eru i minni klúbbunum eru líka í Sniglunum. Litið er á
Sniglana í dag eins og FÍB eða hagsmunasamtök," segir Valgerður. Á hverju ári standa Sniglarnir fyrir heilmikilli dagskrá. í febrúar er grímuball, árshátíð í byrjun apríl, 1. maí hópkeyrsla, landsmót Snigla og hjóladagur Snigla. Einnig fara Sniglarnir í Landmannalaugar síðustu helgina í ágúst á hjólunum. Sniglarnir halda aðalfund á hverju ári oghaustógleði ásamt vetrarsorgardrykkju. Einnig eru farnar smáferðir á milli, meðal annars barnaferð.
Á landsmót Snigla mæta allir klúbbar á landinu en ekki er á hreinu hversu margir þeir eru.

Klíkur og kunningsskapur 

„Landið er meira og minna ein heild og i þorpum halda klúbbarnir þétt saman en þeir eru flestir Sniglar. Klíkurnar eru yfirleitt tengdar kunningsskap en ekki búsetu. Þær eru yfirleitt ekki skipulögð félög," segir Þorsteinn Marel, eða Steini Tótu eins og hann er kallaður hjá Sniglunum. „Ég hef ekki heyrt að Sniglarnir hafi neitt sérstakt álit á Vítisenglunum eða Banditos. Ég  er ekkert minni hjólamanneskja vegna þess að ég keyri um á Racer heldur en ef ég keyrði um á biluðum Harley Davidson. Öllum sem ég þekki þykir ofbeldið sem fylgir erlendu klúbbunum fáránlegt. Af hverju ættum við ekki að geta hjólað saman í sátt og samlyndi án þess að vera með ofbeldi eða nota dóp? Klúbbar á Islandi eru af hinu góða því það myndast góður kjarni sem þjappar fólki saman," segir Valgerður. Sniglarnir mæta yfirleitt góðu viðmóti hjá fólki og hefur það breyst á undanförnum árum. Sniglarnir taka að sér gæslu á hátíðum og tónleikum og hafa yfirhöfuð mjög góð samskipti. Sniglar og lögregla eiga fund á hverju ári þar sem báðir aðilar koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Stelpum fjölgað

„Stelpum hefur fjölgað og það gapir enginn lengur þegar maður tekur af sér hjálminn.  félagsskapurinn er mjög misjafn því það eru allar tegundir fólks þarna, frá atvinnuleysingjum til alþingismanna. Meirihlutinn er þó mjög gott fólk en svartir sauðir eru til í þessum félagsskap eins og annars staðar. Við erum engir englar," segir Valgerður.

DV -em
24.08.1996