13.8.96

Tvö Islandsmet í kvartmílu


ÞRIÐJA kvartmilumótið sem gefur stig til íslandsmeistara fór fram á föstudagskvöld. Tvö íslandsmet voru slegin íflokki mótorhjóla. Sigurður Gylfason á Suzuki ók brautina á 10,227 sekúndum íflokki sporthjóla og Gunnar Rúnarsson á sérsmfðuðu Suzukimótorhjóli ók á 9,694 sekúndum.

Margir eiga möguleika á meistaratitli í hinum ýmsu flokkum kvartmílunnar þegar einu móti er ólokið, en það verður 1. september. Með sigri í flokki bíla með forgjöf er Halldór Björnsson á Toyota Corolla með 280 stig eftir keppni helgarinnar en Torfi Sigurbjörnsson 230. Fyrir sigur í einstakri keppni fá ökumenn 100 stig, síðan 10 ef þeir setja íslandsmet. Síðan eru gefín stig fyrir árangur í tímatökum fyrir keppni, sá sem nær besta tíma fær átta stig og sá lakasti eitt stig. í flokki götubíla náði Jón Geir Eysteinsson á Chevelle bestum tíma í tímatökum og vann síðan Agnar Agnarsson í úrslitaspyrnunni. Jón Geir er með 302 stig til meistara og Agnar 208. í flokki útbúinna götubíla vann Sigtryggur Harðarson á Toyota Celica. I þessum japanska bíl er nú átta cylindra Cleveland vél og amerísk hásing að aftan. Fjöðrun hefur því verið gjörbreytt og í vélarsalnum prófaði Sigtryggur að kæla bensínið með ís áður en það náði blöndungunum. Sú tilraun bætti tíma Sigtryggs í brautinni. Hann ók best á 11,95 sekúndum og var á rúmlega 190 km hraða í endamarki. Sigtryggur er með 233 stig í íslandsmótinu, Grétar 193 og Asgeir Örn Rúnarsson 104, en hann lenti í vélarvandræðum í keppninni.

Það voru hinsvegar mótorhjólaökumenn sem settu íslandsmetin. Sigurður Gylfason sem ekki hafði keppt á mótorhjóli í sumar eftir ágætt ár á vélsleða í vetur mætti og setti íslandsmet. Hann ók Suzuki mótorhjóli sem hann settist á klukkustundu fyrir keppni og tókst að vinna Bjarna Valson á Suzuki í úrslitum. Bjarni er hinsyegar með 194 stig til meistara, en Árni Gunnlaugsson sem varð þriðji um helgina er með 152. Valgeir Pétursson á Honda vann í flokki 600cc mótorhjóla, lagði Unnar Má Magnússon á Kawazaki að velli. Besta aksturstíma i mótinu náði Gunnar Rúnarsson í flokki ofurhjóla á sérsmíðaðri Suzuki mótorhjólagrind. Hann ók á 9,694 sekúndum á sannkölluðu tryllitæki sem hann hefur smíðað með aðstoð margra félaga sinna.

Morgunblaðið 13.8.1996