Viðtal við Vœringjann Atla Bergmann
— Hverjir eru Vœringjarnir?„Væringjarnir er fjögurra ára gamall óformlegur félagsskapur áhugafólks um mótorhjol, ferðalög og samkomur sem eru lausar við notkun vímuefna. Þeir hafa beitt sér í forvarnamálum og tekið þátt í eða séð um öryggisgæslu á mörgum stórhátíðum, t.d. Uxanum, og tónleikum, s.s. hjá Björk, Bowie og Prodigy. Þá hafa Væringjar staðið fyrir útihátíðum, ýmist í slagtogi með öðrum mótorhjólafélagsskap, Söxum frá Akureyri, eða einir. Þessa helgi stendur sumarmót Væringjanna yfir, Járnfákurinn, sem er vímulaus fjölskylduhátíð."
— Hvað merkir vœringi?
„Væringjar voru norrænu mennirnir nefndir sem gegndu lífvarðarstörfum fyrir keisarann í Miklagarði á sínum tíma. En þeim einum þótti treystandi tíl að gæta lífs og lima Miklagarðskeisara."
— Hvernig tengjast Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, og Vœringjarnir?
„Flestir Væringjanna eru jafnframt meðlimir í Sniglunum. Sniglarnir hafa starfað í 12 ár. Þeir eru regnhlífarsamtök líkt og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. í Sniglunum er yfir eitt þúsund manns, þar má t.d. finna bændur, sjómenn, lækna, lögfræðinga og alþingismann. Sniglarnir eru með sérstakan klúbb fyrir ungsnigla, þ.e. fyrir krakkana á skellinöðrunum, þar sem m.a. er rekinn harður áróður fyrir öryggi í umferðinni. Annars halda Sniglarnir uppi stöðugum áróðri í þeim efnum, bæði á fundum og í fréttabréfinu Sniglafréttir. Þá taka þeir fyrir önnur hagsmunamál bifhjólaeigenda eins og tryggingariðgjöldin, en þau hafa verið óheyrilega há og lögð jafnt á yfir alla línuna, burtséð frá reynslu viðkomandi.
— Hvaða fleiri minni mótorhjólaklúbbar eru starfandi?
„Það eru t.d. Óskabörn Óðins, en þeir ætla að vera með mót undir Eyjafjöllum um Verslunarmannahelgina, kvennasamtökin Jarþrúður, Beinþýðir, Vættir, Hvítabirnir og Saxar. Milli þessara klúbba er enginn rígur, öfugt við það sem hefur heyrst af mótorhjólasamtökum í útlöndum. Það eru allir vinir, þó að menn haldi auðvitað með sínum félagsskap líkt og menn halda með sínu íþróttaliði."
— Nú hafa fréttir síðustu mánaða sagt frá stríði milli Vítisengla og Bandidos, ofbeldi, fíkniefhasölu og annarri ólöglegri starfsemi. Hafa slíkar fregnir ekki sloem áhrif á ímynd mótorhjólamanna almennt?
„Jú, óneitanlega. Meðlimir Vítísengla voru t.d. fyrir skömmu stöðvaðir á norsku landamærunum og ekki hleypt inn og borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn vilja koma ungmennasamtökum Vítisengla út úr leiguhúsnæði, sem borgin hefur reyndar styrkt þá með. Þannig er heildin farin að líða fyrir það sem eitt prósentið gera."
— Hafa þessi þekktu alþjóðlegu samtök Vítisengla og Bandidos leitað hófanna hér á landi? „Það hafa þeir, en þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði og þeim mun aldrei takast að hasla sér völl á íslandi. Við íslendingar erum einu sinni þannig gerðir að við látum ekki auðveldlega að stjórn, allra síst slíkum ógnaraga. Við höfum engan her og kunnum ekki að ganga í takt. Vítisenglarnir hafa oft verið fengnir til að taka að sér öryggisgæslu vegna þess ógnarvalds sem þeir hafa, en Væringjamir, riddarar ljóssins, eru aftur á móti eftirsóttir til slíkra verka af því að þeir eru „straight" og edrú."
— Þessa helgi standa Vœringjarnir fyrir útihátíð, Járnfáknum, að Reykholti í Biskuþstungum. Hvernig hátíð er þetta?
„Þetta er vímulaus fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá, varðeldi, sameiginlegu grilli og hjólaleikjum. Þá munu koma fram ýmsir lista- og andans menn, sem tengjast Væringjum með einum eða öðrum hætti. T.d. mun hin efnilega hljómsveit Viridan Green og KFUM and the andskotans leika fyrir dansi og Uriel West kennir fólki trans-dans, þ.e. að tengjast sjálfum sér í gegnum gleði dansins með þvi að falla í trans og finna æðra sjálf. DJ Þossi þeytir skífum og skemmtikraftar troða upp.
— Hvemig fólk heldurðu að mæti á Járnfákinn?
„Fólk af öllum stærðum og gerðum, allt frá svartklæddum sniglatöffurum til Laura Ashley blúndukvenna." - gos