8.9.96

Íslenska landsliðið í vélhjólaakstri til Englands


Keppa í stærstu þolaksturskeppninni

ÍSLENSKA landsliðið í vélhjólaakstri tekur þátt í stærstu þolaksturskeppni ársins í Englandi
í dag, 8. september. Liðið lenti í öðru sæti í þolaksturskeppni í Pembrey í Englandi í fyrra.
Liðið keppir undir nafninu „Team Iceland Endurance" eríendis og er þessi keppnisferð gerð möguleg með dyggum stuðningi Vélhjóla & sleða sem eru styrktaraðilar liðsins.
Liðið hefur síðan 1994 verið skipað þeim Þorsteini Marel, sem flestir þekkja undir nafninu Steini Tótu, Unnari Má Magnússyni, margföldum íslandsmeistara í kvartmílu og Karli Gunnlaugssyni, meistara í ýmsum akstursíþróttum.
Þessi hópur býr yfir mjög mikilli keppnisreynslu og stefnir á eitt af fimm efstu sætum í keppninni en um 50 lið eru skráð til keppni, þar á meðal eru atvinnumenn sem keppa í heimsbikarkeppninni í þolakstri.

Ekið í elna klst í senn

 Keppnin er 6 tíma þolaksturskeppni (Endurance) og fer fram á Snetterton brautinni. Braut þessi er 4 km malbikuð braut, u.þ.b. 100 km norðaustur af London og er meðalhraði keppenda á mótorhjólum milli 140 og 150 km/klst. Á greiðasta kafla brautarinnar eru keppendur á um 250 km hraða á klst.
Team Iceland keppir í 600 flokki á hjóli sem er um 125 hestöfl og 160 kg en sá flokkur er langfjölmennastur og keppni hörðust, um 2/3 af keppendum eru í þessum flokki. Ökumenn aka um eina klst. í senn, eða ca þann tíma sem bensín endist og er þá skipt um ökumann, tankur fylltur og slit dekkja mælt en þetta tekur um 20 sekúndur þegar vel gengur.
Til að ná verðlaunasæti verður allt að vinna saman, ökumenn að aka jafnt og þétt á bestu tímum, aðstoðarmenn að vinna fumlaust svo að tími tapist ekki í skiptingum því mjög erfitt er að
vinna upp tapaðan tíma á brautinni þegar keppni er jöfn og hjólið þarf að vera öflugt og vel
uppsett til að þola álagið. Þess má geta að eftir eina svona keppni er tækið úr sér gengið og þarf að taka upp vél og skipta um bremsudiska og alla slithluti.

https://timarit.is/