8.9.96

Sérsmíðað ofurhjól


 ÞAÐ eru ekki margir ökumenn sem myndu þora að setjast á ökutæki Gunnars Rúnarssonar, gefa því fulla bensíngjöf og hanga svo á því á fullri ferð í 400 metra langri kvartmílu.


 En Gunnar hefur kjarkinn til að stýra þessu 220 hestafla sérsmíðaða mótorhjóli og setti nýtt íslandsmet á því fyrir skömmu. Hann keppir í úrslitamóti íslandsmótsins í dag á kvartmílubrautinni við Kapelluhraun.
„Mér finnst ekkert stórmál aðstýra hjólinu þó krafturinn sé mikill og hraðinn sömuleiðis. Ég
er vanur akstri mótorhjóla, en það krefst einbeitingar og tækni að hafa stjórn á hjólinu, sagði
Gunnar.

Mótorhjólasínnuð fjölskylda

 Fjölskylda hans er mótorhjólasinnuð, kona hans María Hafsteinsdóttir á Honda Rebel 450 og sonurinn Sævar Hondu MT 50. En sérsmíðaða mótorhjólið er aðeins notað til keppni og ekki á skrá. Það er byggt upp í kringum Suzuki vél, sem hefur verið boruð út í 1568 cc. Í vélina hefur síðan verið raðað sérstaklega styrktum keppnishlutum. „Ég er búinn að leggja rosalega vinnu í hjólið ásamt félögum mínum. Stefán Finnbogason sá um að raða vélinni saman, en í henni eru m.a. Wiseco keppnisstimplar, keppnisflækjur, yfirstærð af ventlum og gormum til að auka bensínflæði og búið er að vinna í heddinu. Þjappa vélarinnar er 15:1 og MSD kveikjukerfið er á vélinni sem gefur betri neista og því meira afl en með venjulegu kveikjukerfi," sagði Gunnar, „kúplingin læsir sér í samræmi við hve bensíngjöfinni er gefið mikið inn, sem auðveldar stjórn á hjólinu í rásmarkinu. Galdurinn er að ná sem mestri þyngd á afturhjólið sem er 9 tommu breitt á 15 tommu felgu."

Skemmtilegra að fá meiri keppni 

Loftskiptir er á hjóli Gunnars sem gerir það að verkum að hann skiptir um gír með takka á
vinstra stýrishandfanginu. Meðal annars búnaðar eru tveir diskar að framan á bremsukerfinu, en
einn að aftan. Yfirbygging hjólsins er sérsmíðuð úr plasti og sá Kristján Erlendssonumþað
verk. Jón Metal, sem svo er nefndur, sá um smíði grindarinnar undir öll herlegheitin og Bílbót í Keflavík, sem er heimabær Gunnars, sprautaði hjólið. „Hjólið virkar vel og ég náði
að aka brautina á 9,52 sekúndum en íslandsmet mitt er 9,69 sekúndur. Ég hef trú á að ég komist niður í 9,2 sekúndur og það er langt þarna á miUi. Hvert sekúndubrot skiptir máli og kostar meira afl og nákvæmni í akstri," sagði Gunnar. „Fljótustu mótorhjólin í kvartmílu úti eru um 6 sekúndur að fara kvartmíluna og þá eru þau á helmingi breiðari dekkjum.  Mér finnst þetta tæki nógu snúið í meðförum og skemmtilegra væri að fá meiri keppni..."
Mbl 8.9.1996