María Dröfn Garðarsdóttir fer flestra sinna ferða á öflugu mótorhjóli, sem kannski þykir ekki í frásögur færandi nú á tímum.
Það sem hefur hins vegar vakið athygli margra íbúa á Akureyri er að hún er ekki kona einsömul á ferð, heldur ferðast tíkin Rögg jafnan með henni og
situr þá fyrir framan Maríu á hjólinu og lætur sér fátt um finnast.