12.3.96

„Höfum þó meiri áhyggjur af reglugerðabrjálæðingunum"

Dönsku Vítisenglarnir alræmdir fyrir ofbeldi— útrýmdu m.a. annarri klíku fyrir 12 árum. Sniglarnir íslensku segja svona mál alltaf sverta almenningsálitið


Tíminn tók einn þekktasta Snigil landsins, Steina Tótu, tali í gær, en Steini þekkir dável til skandínavísku Vítisenglanna. Hann segir klíku þeirra fyrst og fremst vera eiturlyfjahóp sem merkilegt nokk gefi stórfé til líknarmála. Mótorhjólanotkun þeirra sé fyrst og fremst skálkaskjól.
-Hvemig samtök eru Hells Angels? 
„Þessi samtök eru fræg fyrir ofbeldi. Vítisenglarnir eru eiturlyfjahringur og hafa lítið með mótorhjól að gera en þau eru fyrst og fremst notuð sem skálkaskjól. Það eru aðeins örfáir tugir manna í þessum hringjum, enda þarf miklar kvaðir og læti til að komast í hópinn."
-Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til þess?
„Ég veit það ekki, það hafa t.d. engir íslendingar komist í hópinn. Ég veit um tvo eða þrjá sem hafa pælt í því en það hefur ekki gengið." -Sker þessi eini klúbbur sig þá frá öðrum bifhjólasamtökum? „Já, Hells Angels eru sér á heimsmælikvarða. Þetta er lítið öflugt og lokað samfélag sem starfar með líkum hætti hvort sem er í Skandínavíu, Evrópú eða Ameríku. Þessi glæpahringur á alltaf í stríði við aðrar klíkur. Hins vegar eru samtökin sérkennileg hvað það varðar að þau nota stóran hluta eiturlyfjagróðans til að styrkja góð málefni eins og líknarsamtök, mögulega til að halda friði við almúgann."
 -Sem sagt tvöfalt siferði? 
„Alveg rosalega. Þetta er svona biskupssiðferði." -Kemur oft til átaka á milli mótorhjólahópa? „Nei ekki oft, en það eru sennilega svona 12 ár síðan Hells Angels í Danmörku reyndu að útrýma öðrum flokki. Ég held að af 30 manna hópi hafi bara fjórir eða fimm lifað af."
-En hvað ykkur snigla varðar, ýtir svona atvik undir fordóma gagnvart Bifhjólasamtökum lýðveldisins? 
„Já, svona hlutir hafa alltaf geit það. Það er reyndar ekki langt síðan allur almenningur taldi mótorhjólamenn vera svona. Þess vegna hafa Sniglarnir reynt að dreifa upplýsingum til að sýna að við erum bara venjulegt fólk. Það eru orðið tugir manna sem starfa í „bjúrókrasí", mest megnis til að uppfræða almenning."
 -Hvaða leiðir hafiði helstar til að breyta almenningsálitinu?
„Við höldum náttúrlega okkar striki þótt það séu alltaf einhverjar klíkur sem komi óorði á heildina,
nokkrir tugir manna í hverju landi. Hópur eins og dönsku Vítisenglarnir hafa sig hæga almennt,
nema þegar þeir drepa hver annan í sambandi við eiturlyf. Við höfum samt meiri áhyggjur af reglugerðarbrjálæðingum og embættismönnum en þessu tiltekna máli. Slíkt hefur miklu meiri áhrif á líf hjólamanna."
 -Til hvers ertu þá að vísa? 
„Ég er að vísa til þess að fólk fer oft offari. Það eru mjög margir sem sífellt vilja hafa vit fyrir okkur, t.d. Samtök barnalækna sem hafa lýst því yfir að þeir vilji banna mótorhjól almennt. Fjöldi kvenna í vesturbænum er sama sinnis og vill losna við öll hjól úr umfeið. Þetta fólk skilur ekki út á hvað bifhjólasamtök ganga. Það er ekkert ósvipað fjallgöngum, það er frelsisþörfin sem knýi okkur áfram." -En fordómamir hafa farið minnkandi?
 „Já enda höfum við kerfisbundið unnið að því. Það eru rúmlega 1000 manns skráðir í samtökin þannig að þetta er stór hópur sem hefur hagsmuna að gæta." -BÞ


https://timarit.is