Þannig getum við hjálpað unglingunum áður en þeir lenda á yafasamri braut. Ég tel að Mótorsmiðjan vinni einmitt að þessu," segir Guðmundur Þórarinsson, umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Mótorsmiðjunnar. Mótorsmiðjan er sérstök félagsmiðstöð fyrir unglinga sem hafa áhuga á mótorhjólum. Þetta er staður þar sem þeir geta komið saman og stytt sér stundir við að gera við mótorhjól sín, skoðað hjól annarra eða þara hitt aðra með mótorhjóladellu.
Hugmyndin varð til fyrir nokkrum árum hjá Guðmundi og Birni Ragnarssyni, starfsmanni Útideildar Reykjavíkur. Þeim fannst vanta einhverja starfsemi sem kæmi til móts við unglinga sem hefðu ekki
áhuga áhefðbundinni félagsstarfsemi eða íþróttaiðkun, unglinga sem oft verða utanveltu og er hættara við því að ánetjast vímuefnunum og lenda inn á braut afbrota ef ekkert er að gert.
Greinarhöfundur brá sér í heimsókn upp á Ártúnshöfða, þar sem Mótorsmiðjan er til húsa og talaði þar við Guðmund Þórarinsson og Ólaf Kjartansson, starfsmenn Mótorsmiðjunnar. Mikið var um að vera þegar undirritaður mætti á svæðið. Nokkrir strákanna sátu á sófum í einu horninu og horfðu á hljómsveitina Guns'n Roses í sjónvarpinu. Aðrir stóðu sveittir yfir hjólum og rifu þau í sundur. Trúlega í því skyni að setja þau saman aftur. Áhuginn leyndi sér ekki í svip þessara ungu manna. Hávaðinn var mikill eins og ætla má þegar hóþur orkumikilla ungmenna safnast saman. Guðmundur og Ólafur buðu undirituðum inn í litla skrifstofu. Afdrep þar sem starfsfólkið getur hvílt sig örlítið frá hávaðanum og látunum frammi.
REYNUM AÐ BEINA ÞEIM INN Á LÖGLEGU BRAUTINA
„Flokka má Mótorsmiðjuna undir sérhæfða félagsmiðstöð fyrir skellinöðrugutta í Reykjavík. Og stelpur auðvitað líka þó svo þær tolli litið hérna. Þær virðast ekki hafa eins mikinn áhuga á þessum lífsstíl og strákarnir," segir Guðmundur. „Lífsstíl sem svo oft hefur verið tengdur við uppreisnaranda og spennu. Með Mótorsmiðjunni er verið að reyna að koma til móts við strákana sem eru próflausir og með ólögleg hjól á götunni. Koma þeim í hús og beina þeim inn á löglegar brautir, t.d. meðþví að fá hjólin þeirra skoðuð og hafa öll öryggisatriði á hreinu."
Guðmundur segir hópinn, sem kemur í Mótorsmiðjuna, tolla lítið sem ekkert í félagsheimilum hverfa sinna og þetta sé í raun orðin félagsmiðstöð þeirra. Strákunum líkar auðsjáanlega vel í Mótorsmiðjunni því flestir koma hingað aftur og aftur.
„Margir þeirra eiga skellinöðrur, sem eru í misgóðu standi, og hér fá þeir aðstöðu og hjálp til að gera við þær. En annars hanga þeir oft hér og „bögga" hvern annan," segir Guðmundur og hlær.
„Það er brennandi áhugi á mótorhjólum hjá öllum hópnum," segir Ólafur. „Við förum t.a.m. með strákana í stórar malargryfjur fyrir utan bæinn einu sinni í viku. Þar fá þeir að leika sér á hjólunum.
Venjulega fara um það bil fimmtán strákar með okkur og skemmta sér vel. Margir aðeins til að fylgjast með þeim sem eiga hjól og í þeirri von að einhver þeirra leyfi þeim að skreppa á bak smástund. Skilyrðið fyrir því að fá að koma með okkur er að öryggisatriðum sé fullnægt, hjálmum, hönskum og því um líku.
" EKKERT FYRIR ÍÞRÓTTIR EÐA SKÁTASTARFSEMI „
Eins og ég sagði áðan er upprunalega hugmyndin sú að vinna með unglingunum í gegnum áhugamál þeirra," segir Guðmundur. „Einhverra hluta vegna eru sumir unglingar ekkert fyrir íþróttir,skátastarfsemi eða þessa hefðbundnu fólagsstarfsemi en hafa mikinn áhuga á mótorhjólum og þeirri spennu og þeim lífstíl sem þeim fylgja. Hugmyndin var að nýta sér þennan áhuga á jákvæðan hátt. Hjálpa krökkunum að vinna að áhugamáli sínu og koma þeim samtímis úr umferðinni og af göngustígunum þar sem þeir hafa áður tryllt um próflausir og á ólöglegum hjólum. Þannig var hægt að samhæfa marga þætti unglingastarfs í Mótorsmiðjunni.
Undirtónninn í öllu okkar starfi er að hjálpa strákunum að rata í góðan farveg."
LÖGREGLUYFIRVÖLD ÁNÆGÐ
Áhuginn leynir sér ekki hjá stráknum þar sem hann dyttar aö hjólinu sínu |
Mottóið þar var að vera ekki alltaf að einblína á það slæma í hverjum einstaklingi heldur horfa á það góða og byggja það upp. „Við vissum að húsnæðið hérna var að losna þannig að við töluðum við Félagsmálastofnun Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Þar voru allir mjög jákvæðir gagnvart þessari hugmynd og ákveðið var að hefja tilraunastarfsemi í þrjá mánuði og sjá svo til. Það, sem við gerðum í byrjun, var að fara í hverfin, tala við unglingana og láta þá vita af staðnum," segir Guðmundur.
„Strax á öðrum degi var allt orðið troðfullt hérna í smiðjunni og hefur
verið svo síðan. í októbermánuði vorum við t.a.m með um 1300 heimsóknir sem eru að meðaltali 40-60 heimsóknir á dag. Tilraunin gekk vel þannig að ákveðið var að halda áfram til áramóta. Nú er nýbúið að taka ákvörðun um að hafa opið allt næsta ár. Vonandi i stærra og betra húsnæði því húsnæðið, sem við erum í núna, er allt of lítið. Það má með sanni segja að þessi tilraunastarfsemi
hafi sannað ágæti sitt og í raun slegið í gegn. Ég hef til að mynda heyrt að lögregluyfirvöld séu mjög ánægð. Við höldum í það minnsta ólöglegum hjólum frá gangstígunum."
GETUM MIÐLAÐ AF EIGIN REYNSLU
„Við erum með fáar en velvaldar reglur," segir Ólafur. „Við líðum ekki einelti ogvið reynum að fá strákana til að vera kurteisa og sýna gagnkvæma virðingu í samskiptum sín á milli.
Við líðum ekki ofbeldi í nokkurri mynd, eða þjófnað og síðast en ekki síst eru öll vímuefni stranglega bönnuð. Það hefur gerst nokkrum sinnum að einhverjir hafi komið hingað undir áhrifum vímuefna en við höfum tekið hart á því. Flestir, sem vinna hér, hafa einhverja reynslu af vímuefnaheiminum og
Séð inn í mótorsmiðjuna |
AUÐVELT AÐ BRENNA ÚT
Guðmundur og Ólafur segja vinnuna frekar erfiða. „Ég vinn fjóra daga í röð og á fjórða degi er ég alveg búinn," segir Guðmundur. „Þú heyrir hávaðann þarna úti. Þessir strákar eru algerir orkuboltar og að auki sjúga þeir orkuna úr starfsmönnum. Að halda 15-20 strákum niðri á jörðinni krefst mjögmikils úthalds." „Þegar maður reynir að tala við þá og segir: „Strákar, strákar," lítur enginn til þín," segir Ólafur. „Þá er öskrað: „STRÁKAR,"þeir þagna og maður nær að segja tvö, þrjú orð. Svo fer
allt aftur í sama farið. Svona gengur þetta fyrir sig allan liðlangan daginn en svona eru unglingar og því verður seint breytt. Við erum aðeins sex sem vinnum hér og því allt of fáliðuð. Það er auðvelt
að brenna út í svona erfiðu starfi." Guðmundur og Ólafur leggja þó áherslu á að þrátt fyrir að starfið sé erfitt sé það skemmtilegt og þeir hafi mjög gaman af að vinna með unglingum. Við þurfum að hætta spjallinu um stund vegna þess að Guðmundur sér einn strákinn vera að leika sér með heljarmikinn rakhníf. Guðmundur fer að sjálfsögðu fram og gerir hnífinn
upptækan og viðtalið heldur áfram.
UNGLINGAR SEM ÁHUGA HAFA Á MÓTORHJÓLUM VELKOMNIR
braut og líklegir til að lenda í vímuefnum og öllu því sem þeim fylgir."
LÍFIÐ GETUR VERIÐ SPENNANDI OG SKEMMTILEGT ÁN VÍMUEFNA
„Grunnhugmyndin að þessu félagsstarfi sem forvarnarstarfi er að sýna unglingunum fram á að lífið geti verið mjög spennandi og skemmtilegt án „hjálpar" vímuefna. Mótorhjólin koma svolítið í staðinn, allavega fyrir þennan hóp," segir Olafur. „Það að ungt fólk drekki sér til tjóns hefur ekkert með það að gera hvort aldursmörkin í áfengiskaupum eru 18 ár eða 20 ár," segir Guðmundur. „Það, sem skiptir meira máli, er líðan unglingsins. Fyrir marga er hversdagsleikinn grár, vondur og spennandi. Og þegar drukkið er verða menn „glaðir". Ég drakk í fyrsta sinn 13 ára og ég man enn þegar ég rankaði við mér og hugsaði: Þetta geri ég alveg örugglega aftur. Það segir heilmargt um i hvernig ástandi ég raunverulega var. Sem betur fer bjargaði ég mér út úr þessum vítahring. Eitt afþví, sem hjálpaði mér, var mikill áhugi á mótorhjólum. En besta forvarnarstarfið er að unglingar geti sinnt einhverju sem þeir hafa áhuga á. Þá leita þeir síður í ruslageymslu - cannabisskemmtanir og eiga meiri möguleika á að öðlast gott og skemmtilegt líf."
TÆTT OG TRYLLT UPP OG NIÐUR BREKKUR
Hópurinn sem mætti þennan laugardagsmorgun til að leika sér í malargryfjunum. |
Greinarhöfundur ákvað að slást í hópinn einn laugardaginn og fylgjast með. Þegar komið var á staðinn voru strákamir þegar farnir að tæta og trylla í gryfjunum og skemmtu sér, að því er virtist, konunglega. Sextán strákar og níu hjól voru á svæðinu auk starfsmanna. Ótrúlegt var að sjá hve sumir strákamir voru góðir á hjólunum. Tætt var upp og niður brekkurnar og oft virtist sem hjólin hefðu vængi.
Þarna voru strákarnir í sínu rétta umhverfi. „Ekki taka mynd af mér með sígarettu," var nokkrum sinnum sagt við blaðamann þar sem hann gekk um og tók myndir. „Þetta er lífið," sagði einn strákanna. Hann hafði keypt fyrsta hjólið sitt tólf ára gamall. „Frelsið, spennan og hraðinn. Þetta er pottþétt." „Ég eignaðist fyrsta hjólið mitt níu ára og hef síðan átt fimmtán hjól," sagði einn þrettán ára. Hann er yngstur í hópnum, er á stærsta hjólinu og auðsjáanlega með mótorhjóladellu á háu stigi. Og hann kann virkilega með hjól að fara. „Þessi strákur á eftir að ná langt í keppnum í framtíðinni," sagði einn starfsmaðurinn.
Texti og myndir Guðbjartur Finnbjörnsson
Vikan 58. árg 1996 1. tölublað
www.timarit.is
www.timarit.is