2.7.96

Vann í sinni fyrstu keppni

 

Viggó Örn Viggósson á Yamaha VR 500 vann fyrstu moto kross keppnina, sem haldin var á nýrri keppnisbraut Kappakstursfélags Akureyrar í Glerárdal. Brautin er mjög skemmtileg og ætluðu upphaflega um 20 keppendur að taka þátt, en á endanum kepptu 13. Bleytan fældi hina frá.

„Aðstæðurnar voru hræðilegar, eins og að vera á svelli. En brautin liggur skemmtilega, þó rigning hafi sett strik í rekninginn núna. Eg fór rólega í byrjun og hafði reyndar ekki þrek til .að fara á fullu við þessar aðstæður, ég hefði bara flogið á hausinn," sagði Viggó um keppnina. Hann hefur átt mótorhjól í mörg ár, en var að keppa í sinni fyrstu keppni í moto kross. Hann varð í sjötta sæti í endurokeppni, sem var daginn áður. „Það fylgir því mikil vinna að eiga moto kross keppnishjól, það þarf sífellt að vera að yfirfara hjólin og bæta. Mér sýnst þessi íþrótt vera að vaxa að nýju eftir mögur ár og brautin hérna á Akureyri er mikil lyftistöng, en almennilega braut hefur vantað fyrir sunnan," sagði Viggó. 

Úrslitin eftir 3 moto: 

1. Viggó Viggósson 55 stig,
2. Heimir Barðason, 48,
3. Reynir Jónsson, 45,
4. Vilhelm Vilhelmsson, 33,
5. Jón Haukur Stefánsson, 30,
6. Hákon Asgeirsson, 28,
7. Magnús Þór Sveinsson, 27,
8. Guðleifur Svanbjörnsson, 12 stig.

Dagur 2.7.1996