15.5.97

Fafner Grindavík

Í Grindavík er starfandi félag bifhjólamanna er nefnist Fafner mc Island.
Jón Þór Dagbjartsson er stofnandi og formaður félagsins og er hugmyndin fengin að láni frá Svíþjóð þar sem hann bjó um fjögurra ára skeið.
Þeir félagar hafa tekið á leigu húsið Stafholt í Grindavík þar sem þeir hafa útboðið aðstöðu fyrir félagsmenn sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi. 

„Við erum að reyna að bæta ímynd bifhjólamanna, bæði út á við og inn á við og sýna að í þessu eru fleiri en aumingjar og ræflar", segir Jón Þór en Fáfhismenn fengu húsnæðið afhent í byrjun janúar og hafa verið að vinna í því síðan. Húsið gegnir hlutverki félagsheimilis fáfnismanna og að sögn þeirra reka margir upp stór augu þegar þeir koma inn og skoða herlegheitin „Fólk heldur að þetta sé hreysi en þegar það kemur inn og skoðar það sem við erum að gera héma þá dettur af því andlitið".
Í kjallaranum er verkstæði fyrir mótorhjól sem verið er að vinna að og þegar að VF ræddu við Jón Þór voru þar átta hjól inni til viðgerðar. Sérstaða klúbbsins er heimasmíðuð hjól og eru fjórir félagar með slíkar „græjur". Að sögn Jón Þórs er það alltaf að aukast að menn smíði sín hjól sjálfir.
 Á efri hæðinni er fundaraðstaða og eldhús þar sem menn geta fengið sér kaffi. Tveir menn búa á svefnloftinu eins og stendur og eru þeir meðlimir í félaginu en herbergin eru jafnframt fyrir aðra bifhjólamenn sem koma m.a. úr Keflavík og Reykjavik til þess að vinna að hjólunum sínum. Fáfnismenn eru nú að snyrta garðinn í kringum húsið. „Svo þetta líti allt snyrtilega út", segir Jón Þór. „Hér er alltaf heitt kaffí á könnunni og ætlum við að reyna að efla straum bifhjólamanna hingað suðureftir. Þeir gætu til dæmis brugðið sér í Bláa lónið og í kaffi til okkar á eftir".
Félag bifhjólamanna sem kallar sig Væringjar heimsóttu Fáfnismenn um daginn og skoðuðu hjá þeim aðstöðuna og að sögn Jón Þórs voru þeir mjög hrifnir. Um 10-12 klúbbar bifhjólamanna eru um allt landið en að sögn Jón Þórs hefur enginn slíkt húsnæði. „Óskaböm Óðins eru með iðnaðarhúsnæði en þeir hafa enga svefnaðstöðu og geta ekki boðið upp á sömu aðstöðu og við".
  Hvernig félag er þetta? .Félagið var stofnað í fyrra og er það alveg sjálfstætt. Við gefum ekki upp félagatölu en við höfum gefið okkur  ákveðna höfuðtölu sem við ætlum að halda okkur við. Það er gert til þess að menn nái að kynnast hvorir öðrum en við fáum t.d. lægri tryggingar vegna hjólanna út á þennan félagsskap. Við höldum hópinn og pressum okkur saman".
  Hafa einhverjir sótt um inngöngu? „Ég vil ekki og má ekki fara út í það. Þetta er allt mjög leyndardómsfullt og það er það sem gerir þetta svo spennandi. Við erum t.d. með , hangerounds", eða utanáhangandi eins og við köllum þá eh það eru strákar sem dreyma um að vera Fáfnismenn en eru ekki búnir að kynnast nógu mörgum til þess að komast inn í grúbbuna. Við erum að reyna að fegra ímynd bifhjólamanna og setjum við þeim það skilyrði að þeir sýni virðingu í innanbæjarakstri vegna  bama og annarra". Fáfnismenn buðu Lögreglunni í Grindavík í heimsókn um daginn í spjall og hafa þeir myndað með sér samstarf. „Við báðum þá að hafa samband við okkur ef það eru einhver  vandamál með bifhjól okkar innanbæjar og tökum við hart á því í félaginu". Að sögn Jón Þórs fá nýliðar að bera merkið mc Island á bakinu en vildi hann taka það fram að þótt merkið sé í líkingu við það sem m.a. vitisenglar nota þá megi alls ekki bendla fáfnismenn að nokkm leyti við þá. „Við erum að reyna að skapa bifhjólamönnum nýja ímynd og víljum við alls ekki Iáta tengja okkur við stríð bifhjólamanna úti. Við höfum fengið einhver skot á okkur sem við eigum alls ekki skilið enda erum við að mestu leyti fjölskyldufólk. Ég er til dæmis fjögurra bama faðir og er konan mín Theodóra Bragadóttir á kafi í þessu líka. Annars gengi þetta ekki upp. Við erum hjólandi út og suður en þar sem ég er á frystitogara verður hún líklega að hjóla meira í sumar en ég", segir Jón Þór með nokkuni eftirsjá í rómnum.
  Nú eru ferðalög stór þáttur í slíkum félagsskap eru einhver á teikniborðinu í sumar? , Þriðju helgina í ágúst munum við halda útisamkomu er nefnist „Dagur drekans" með tilvísun í merki félagsins. Þá verður haldin afmælishátíð í Stafholti og munu einhverjir bifhjólamenn
koma hingað. Við förum líka á landsmót Sniglanna og stefnum sjálfír á að fara á Sprengisand á hjólunum í fjölskylduferð. Í mínu tilviki förum við á hjóli og bíl og skiptumst við hjónin á því að
keyra. Þegar við komum á áfangastað fá krakkamir kannski að sitja á en þau tryllast alveg þegar  maður kveikir á hjólunum, svo mikill er spenningurinn".
  En hvað er svona skemmtilegt við. það að  vera á mótorhjóli? ,Frelsið", segir Jón Þór með áherslu. „það er frelsið númer eitt, tvö og þrjú. Þú er úti að hjóla og getur kúplað þig út frá umheiminum og bara verið þú, járnið kalt og vindurinn".

Viðtal: Dagný Gísladóttir
Myndir: Hilmar Bragi
Víkurfréttir 15.5.1997

1.5.97

Á stærstu mótorhjólunum (1997)

Óskar Þór Kristinsson á Skagaströnd hefur um langt árabil verið ákafur áhugamaður um mótorhjól. 

Hann hefur átt nokkur stærstu mótorhjól sem til landsins hafa komið og á í dag myndarlegt safn hjóla. Húnavöku þótti því ástæða til að ræða við Óskar og fá nánari lýsingu á hjólunum og þessu áhugamáli:
Ég eignaðist fyrsta hjólið mitt árið 1968, þá 17 ára gamall. Það var Honda CB 450cc, árgerð 1966 og var á þeim tíma stærsta hjól frá Honda verksmiðjunum en ári síðar kom Honda með 750cc hjól sem  var fjögurra strokka. Á þessum

17.4.97

Harley Davidsson


Richard Teerlink, forstjóri Harley-Davidson,
 skilgreindi fyrirtækið upp á nýtt: „

HarleyDavidson selur frelsi en ekki bifhjól." 


 Bifhjólafyrirtækið Harley-Davidson er löngu heimsþekkt fyrir sín öflugu hjól. 

 En góð og þekkt vara dugði samt ekki fyllilega til að selja hjólin. Á árinu 1989 tók núverandi forstjóri, Richard Teerlink, við starfi forstjóra Harley-Davidson.
    Hann hófst handa við að fá starfsmenn til að vinna að nýrri stefnumörkun. Hann sagði að breyta þyrfti um áherslur til að auka söluna á hjólunum, fara þyrfti nýjar leiðir í sölunni - og skilgreina fyrirtækið upp á nýtt. Það var gert. Eftir þrotlausa vinnu var komin ný stefna. Og viti menn: Hún byggðist á því að selja frelsi en ekki bifhjól. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg. Byggt er á þeirri hugsun að það tákni frelsi að aka um á bifhjóli. Þessi ímynd er sérstaklega sterk í Bandaríkjunum. Að þjóta um á Harley-Davidson er núna annað og meira en vélfákur og ferðalög.

    En það kom meira til. Akveðið var að auka vöruvalið og leggja áherslu á klæðnað og ýmsar hliðarvörur. Núna stendur Harley-Davidson merkið líka fyrir leðurjakka og rakspíra, svo dæmi sé tekið. „Við þurftum einfaldlega að gefa fleira fólki kost á að kaupa og nota þetta þekkta merki okkar," segir Richard Teerlink forstjóri. „Þetta snýst allt um hollystu við merkið."

    Eigendur Hariey-Davidson bifhjóla koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir eru allt frá forstjórum til byggingaverkamanna. Þrátt fyrir að þeir væru óvenjulega ólíkir lagði Teerlink ofuráherslu á að fyrirtækið væri í tíðu sambandi við  þá. Hann ákvað því að stofna sérstaka Harley-Davidson klúbba en í þeim eru aðeins eigendur Harley-Davidson bifhjóla. Virkir félagsmenn í þessum klúbbum eru núna yfir 360 þúsund talsins. Og félagslífið er öflugt! Haldnir eru fundir og efnt er til ýmissa viðburða. Þeirri ímynd er stöðugt haldið á lofti - og hefur verið komið rækilega í gegn - að það að eiga Harley-Davidson bifhjól sé lífsstíll; tákn um frelsi. Teerlink forstjóri og meðstjórnendur hans fara á eins marga fundi í Harley-Davidson klúbbum og þeir mögulega geta. Þeir ræða við félagsmenn, hlusta á þá og þiggja góð þeir ráð hjá þeim. Þetta skilar allt árangri. Klúbbarnir tryggja meiri hollystu við þetta þekkta vörumerki.

   Það, sem skiptir þó öllu máli fyrir Harley Davidson, er að sala fyrirtækisins hefur aukist um 22% á ári að jafnaði á síðustu tíu árum en á sama tíma hefur árleg ávöxtun til hluthafa hins vegar verið talsvert meiri; eða rúm 43% á ári. Það er vel gert!

4.1.97

Á evrópskum fjöldasamkomum mótorhjólamanna

Sniglar á meginlandinu:

Nýjasti þátturinn i starfi Bifhjólajólasamtaka lýðveldisins, Snigla, er aðild að EMA, Evrópska mótorhjólasambandinu, og er greinarhöfundur fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996 sótti hann tvo stórviðburði á mótorhjólavisu sem EMA tók virkan þátt í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í Köln. Eurodemo er heiti á árvissum mótmælum mótorhjólafólks, sem haldin eru i Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins, en IFMA er stærsta alþjóðlega mótorhjólasýningin í Evrópu.

20 þúsund mótorhjól á Eurodemo


Í haust sem leið bar Eurodemo upp á 31. ágúst. Greinarhöfundur var þá í mótorhjólaferð um Evrópu ásamt Kristrúnu Tryggvadóttur, sem einnig er snigill. Ákveðið var að enda ferðina í Brussel. Um leið
og nær dró Belgíu varð okkur ljóst að eitthvað mikið stóð til, því að mótorhjól voru á hverri bensínstöð og um alla vegi, og þá oft í stórum hópum. Fólk var komið alls staðar að, frá flestum löndum Afríku og Bandaríkjunum. Mótshaldið sjálft fór fram á herstöð belgíska hersins og þar var ýmisIegt á boðstólum. Í einu skýlanna fór fram mótorhjólasýning, í öðru tónleikar, i þriðja voru básar þar sem selt var ýmislegt sem viðkom mótorhjólum, og svo má lengi telja.  Um 20 þúsund mótorhjól sóttu þessa samkomu og  áætlað var að milli 50 og 60 þúsund manns hefðu komið 
gagngert til að verða vitni að þessum viðburði. Eins og búast má við krafðist hópkeyrsla af þessari stærðargráðu góðrar skipulagningar. í byrjun var safnast saman á hjólunum á risastóru bílastæði við hraðbrautina. Á tilsettum tíma var svo lagt af stað í ákveðinni röð. Hópkeyrslan sjálf tók rúma tvo tíma og leiðinni sem ekið var lokað fyrir annarri umferð á meðan. Hávaðinn í mótorhjólunum á inngjöf og flautum, þegar ekið var framhjá Evrópuþinghúsinu, var svo yfirþyrmandi að maður fékk hellu fyrir eyrun þrátt fyrir þéttan og góðan hjálm. Ef einhverjir hafa staðið óslitið við ökuleiðina hefur hjólaröðin verið um tvo og hálfan tíma að fara fram hjá þeim.  Óhætt er að segja að uppákoman vakti mikla athygli fjölmiðla, enda voru sjónvarpsmyndavélar og hljóðnemar á hverju strái. Við vorum einu fulltrúar íslands að þessu sinni, en búast má við fleiri héðan í ár.

Mótorhjólasýningin í Köln


Dagana 2. til 6. október var haldin hin árlega IFMA-sýning í Köln, svo sem DV-bílar hafa þegar sagt
frá. Þangað kemur um það bil hálf milljón gesta og var greinarhöfundur einn þeirra, um leið og hann fór á haustfund EMA sem var með bás á sýningunni þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, þar á meðal Sniglarnir.
Á sýningunni sýndu allir helstu framleiðendur mótorhjóla með áherslu á nýjustu gerðirnar. Japanir voru fyrirferðarmiklir auk Harley Davidson og Triumph, en gaman var að sjá að ítölsku mótorhjólin fengu sitt. Mikið var einnig um framleiðendur ýmissa aukahluta í og á mótorhjól, en það er mjög stór hluti af mótorhjólaiðnaðinum. Krómið sem sást á sýningunni mætti eflaust mæla í tonnum.
Einnig var mikið um fyrirtæki er sérhæfa sig í hinum einstöku þáttum eins og dempurum, blöndungum og þess háttar. Þarna voru líka framleiðendur hlífðarfatnaðar og var Kevlar- og Goretex-línan áberandi. Hjálma mátti finna í þúsundatali og mikið var einnig um sérhæfða frarnleiðslu eins og til dæmis tölvubúnað og bekki til hestaflamælingar.

Nýjasta nýtt










Það sem mesta athygli vakti var auðvitað nýjustu módel hinna stóru Beindust flestra augu að nýjustu gerðunum þremur frá Hondu en það eru hið öfiuga CBR 11OOXX Super Blackbird, VTR 1000F Firestorm sem er til alls líklegt, og hið fyrirferðarmikla F6C Custom. Ellefuhundruð hjólið er það öflugasta á markaðinum í dag, 168 hestöfl krauma í iðrum þess en ytri hönnun tekur mið af NSR-hjólinu og er það mjög straumlínulagað. Fyrirferðin á Custom-hjólinu er all rosaleg. Það er í raun og veru sex strokka gullvængur sem búið er að strípa og setja fullt af krómi í staðinn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.
Fallegasta hjól sýningarinnar var að mínu mati nýja þúsund hjólið en það er eftirlíking af hinu fræga Ducati-hjóli. Vélin er mjög svipuð, tveggja strokka V-mótor með 90 horni. Það er frekar létt, 189 kíló fulltankað og hefur 110 hesta til að spila úr. Suzuki var einnig með svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýningunni. Kawasaki hafði upp á lítið nýtt að bjöða og eins má segja um Yamaha og Harley Davidson, þar eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og ekki tekin áhætta með nýrri hönnun. Triumph hafði aftur á móti breikkað nokkuð hjá sér framleiðslulínuna.

Vantar eitthvað nýtt


Þrátt fyrir stóra og flotta sýningu var samt eitthvað sem vantaði og olli vonbrigðum. Það var einmitt
það að maður var búinn að sjá langflest af því sem fyrir augu bar áður. Það vantar að  mótorhjólafyrirtækin taki meiri áhættu í hönnun svo að fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt. Þetta var gegnumgangandi hjá öllum framleiðendunum. Sýningin sjálf var hins vegar glæsileg og mikið lagt í hana í heild og einstaka bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fermetrar. Vonast bara til að sjá eitthvað nýtt á næsta ári.
Njáll Gunnlaugsson
DV  
4. JANUAR 1997

9.10.96

Með tíkina Rögg á mótorhjólinu

María Dröfn Garðarsdóttir fer flestra sinna ferða á öflugu mótorhjóli, sem kannski þykir ekki í frásögur færandi nú á tímum.

Það sem hefur hins vegar vakið athygli margra íbúa á Akureyri er að hún er ekki kona einsömul á ferð, heldur ferðast tíkin Rögg jafnan með henni og
situr þá fyrir framan Maríu á hjólinu og lætur sér fátt um finnast.

Morgunblaðið 09.10.1996

8.9.96

Sérsmíðað ofurhjól


 ÞAÐ eru ekki margir ökumenn sem myndu þora að setjast á ökutæki Gunnars Rúnarssonar, gefa því fulla bensíngjöf og hanga svo á því á fullri ferð í 400 metra langri kvartmílu.


 En Gunnar hefur kjarkinn til að stýra þessu 220 hestafla sérsmíðaða mótorhjóli og setti nýtt íslandsmet á því fyrir skömmu. Hann keppir í úrslitamóti íslandsmótsins í dag á kvartmílubrautinni við Kapelluhraun.
„Mér finnst ekkert stórmál aðstýra hjólinu þó krafturinn sé mikill og hraðinn sömuleiðis. Ég
er vanur akstri mótorhjóla, en það krefst einbeitingar og tækni að hafa stjórn á hjólinu, sagði
Gunnar.

Mótorhjólasínnuð fjölskylda

 Fjölskylda hans er mótorhjólasinnuð, kona hans María Hafsteinsdóttir á Honda Rebel 450 og sonurinn Sævar Hondu MT 50. En sérsmíðaða mótorhjólið er aðeins notað til keppni og ekki á skrá. Það er byggt upp í kringum Suzuki vél, sem hefur verið boruð út í 1568 cc. Í vélina hefur síðan verið raðað sérstaklega styrktum keppnishlutum. „Ég er búinn að leggja rosalega vinnu í hjólið ásamt félögum mínum. Stefán Finnbogason sá um að raða vélinni saman, en í henni eru m.a. Wiseco keppnisstimplar, keppnisflækjur, yfirstærð af ventlum og gormum til að auka bensínflæði og búið er að vinna í heddinu. Þjappa vélarinnar er 15:1 og MSD kveikjukerfið er á vélinni sem gefur betri neista og því meira afl en með venjulegu kveikjukerfi," sagði Gunnar, „kúplingin læsir sér í samræmi við hve bensíngjöfinni er gefið mikið inn, sem auðveldar stjórn á hjólinu í rásmarkinu. Galdurinn er að ná sem mestri þyngd á afturhjólið sem er 9 tommu breitt á 15 tommu felgu."

Skemmtilegra að fá meiri keppni 

Loftskiptir er á hjóli Gunnars sem gerir það að verkum að hann skiptir um gír með takka á
vinstra stýrishandfanginu. Meðal annars búnaðar eru tveir diskar að framan á bremsukerfinu, en
einn að aftan. Yfirbygging hjólsins er sérsmíðuð úr plasti og sá Kristján Erlendssonumþað
verk. Jón Metal, sem svo er nefndur, sá um smíði grindarinnar undir öll herlegheitin og Bílbót í Keflavík, sem er heimabær Gunnars, sprautaði hjólið. „Hjólið virkar vel og ég náði
að aka brautina á 9,52 sekúndum en íslandsmet mitt er 9,69 sekúndur. Ég hef trú á að ég komist niður í 9,2 sekúndur og það er langt þarna á miUi. Hvert sekúndubrot skiptir máli og kostar meira afl og nákvæmni í akstri," sagði Gunnar. „Fljótustu mótorhjólin í kvartmílu úti eru um 6 sekúndur að fara kvartmíluna og þá eru þau á helmingi breiðari dekkjum.  Mér finnst þetta tæki nógu snúið í meðförum og skemmtilegra væri að fá meiri keppni..."
Mbl 8.9.1996


Íslenska landsliðið í vélhjólaakstri til Englands


Keppa í stærstu þolaksturskeppninni

ÍSLENSKA landsliðið í vélhjólaakstri tekur þátt í stærstu þolaksturskeppni ársins í Englandi
í dag, 8. september. Liðið lenti í öðru sæti í þolaksturskeppni í Pembrey í Englandi í fyrra.
Liðið keppir undir nafninu „Team Iceland Endurance" eríendis og er þessi keppnisferð gerð möguleg með dyggum stuðningi Vélhjóla & sleða sem eru styrktaraðilar liðsins.
Liðið hefur síðan 1994 verið skipað þeim Þorsteini Marel, sem flestir þekkja undir nafninu Steini Tótu, Unnari Má Magnússyni, margföldum íslandsmeistara í kvartmílu og Karli Gunnlaugssyni, meistara í ýmsum akstursíþróttum.
Þessi hópur býr yfir mjög mikilli keppnisreynslu og stefnir á eitt af fimm efstu sætum í keppninni en um 50 lið eru skráð til keppni, þar á meðal eru atvinnumenn sem keppa í heimsbikarkeppninni í þolakstri.

Ekið í elna klst í senn

 Keppnin er 6 tíma þolaksturskeppni (Endurance) og fer fram á Snetterton brautinni. Braut þessi er 4 km malbikuð braut, u.þ.b. 100 km norðaustur af London og er meðalhraði keppenda á mótorhjólum milli 140 og 150 km/klst. Á greiðasta kafla brautarinnar eru keppendur á um 250 km hraða á klst.
Team Iceland keppir í 600 flokki á hjóli sem er um 125 hestöfl og 160 kg en sá flokkur er langfjölmennastur og keppni hörðust, um 2/3 af keppendum eru í þessum flokki. Ökumenn aka um eina klst. í senn, eða ca þann tíma sem bensín endist og er þá skipt um ökumann, tankur fylltur og slit dekkja mælt en þetta tekur um 20 sekúndur þegar vel gengur.
Til að ná verðlaunasæti verður allt að vinna saman, ökumenn að aka jafnt og þétt á bestu tímum, aðstoðarmenn að vinna fumlaust svo að tími tapist ekki í skiptingum því mjög erfitt er að
vinna upp tapaðan tíma á brautinni þegar keppni er jöfn og hjólið þarf að vera öflugt og vel
uppsett til að þola álagið. Þess má geta að eftir eina svona keppni er tækið úr sér gengið og þarf að taka upp vél og skipta um bremsudiska og alla slithluti.

https://timarit.is/

24.8.96

Íslenskir bifhjólamenn eru friðsamir:

Halda haustógleði og vetrarsorgardrykkju 

Á Íslandi eru samkvæmt heimildúm DV rúmlega tiu mótorhjólaklúbbar, sumir innan Sniglanna og
aðrir utan. Verið er að kortleggja þessa klúbba. Sniglarnir eru aðilar að Evrópusamtökum sem vinna
nær eingöngu að því að fylgjast með löggjöf, sem Evrópusambandið hyggst setja, um allt er varðar bifhjól og bifhjólamenningu. Islendingar eru ekki i sambandi við erlendar ribbaldaklíkur. Að því er blaðið kemst næst eru engir klúbbar á Islandi sem sverma fyrir Vítisenglunum þessa stundina. Samkvæmt heimildum blaðsins reyndi islensk klíka, Óskabörn Óðins af fá inngöngu í Vítisenglana en án árangurs. í dag er þessi klíka öðruvísi samansett og heimildir herma að þeir hafi ekki vakið máls á því aftur. í tímariti Vítisenglanna, Scanbike, var grein í vor um þennan klúbb. Oddviti Óskabarnanna, Gunnar Þór Jónsson, Gunni klútur, neitar að Óskabörnin hafi áhuga á inngöngu í Vítisenglana og segir engan stuðningsklúbb Englanna hér á landi. Hann segir Sniglana halda sambandi við Englana vegna þess að Vítisenglarnir vilji vita hvað sé að gerast í mótorhjólamálum um allan heim. Ekkert óeðlilegt sé við að grein um Óskabörn Óðins, sem eru flest heiðin, hafi birst i  Scanbike.

Engar hefndir 

„Nokkrir Islendingar hafa farið á landsmót í Noregi og við fáum til okkar útlendinga á landsmót. Bifhjólasamtökin eru ekki í beinu sambandi við erlendar mótorhjólaklíkur.
Erlendis eru klúbbarnir minni og starfa eins og fjölskyldur en Sniglarnir eru ekki stuðpúðar fyrir félaga sína. Allt gengið fer ekki og hefnir ef eitthvað kemur fyrir einn," segir Þóra Hjartar Blöndal Snigill. Til þess að geta gengið i Sniglana á íslandi verða þrettán félagar að samþykkja viðkomandi en mótorhjólapróf er ekki skilyrði. Kærustur og kærastar Snigla, eða „hnakkskraut", eins og þau eru  kölluð, vildu fá leyfi til þess að ganga í Sniglana og voru þá ekki alltaf með próf.

Friðsælir klúbbar 

„Allir mótorhjólaklúbbar á Íslandi eru mjög friðsælir. Þeir líkjast ekkert klúbbunum úti þar sem verið er að berja fólk ef merkin eru of lík. Sniglarnir eru hálfgerður  skátaklúbbur íslands," segir Valgerður Guðrún Hjartardóttir, Snigill frá 1989. „Markmiðið með stofnun Sniglanna var frá byrjun að efla samskipti bifhjólamanna en núna eru 1087 meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Margir sem eru i minni klúbbunum eru líka í Sniglunum. Litið er á
Sniglana í dag eins og FÍB eða hagsmunasamtök," segir Valgerður. Á hverju ári standa Sniglarnir fyrir heilmikilli dagskrá. í febrúar er grímuball, árshátíð í byrjun apríl, 1. maí hópkeyrsla, landsmót Snigla og hjóladagur Snigla. Einnig fara Sniglarnir í Landmannalaugar síðustu helgina í ágúst á hjólunum. Sniglarnir halda aðalfund á hverju ári oghaustógleði ásamt vetrarsorgardrykkju. Einnig eru farnar smáferðir á milli, meðal annars barnaferð.
Á landsmót Snigla mæta allir klúbbar á landinu en ekki er á hreinu hversu margir þeir eru.

Klíkur og kunningsskapur 

„Landið er meira og minna ein heild og i þorpum halda klúbbarnir þétt saman en þeir eru flestir Sniglar. Klíkurnar eru yfirleitt tengdar kunningsskap en ekki búsetu. Þær eru yfirleitt ekki skipulögð félög," segir Þorsteinn Marel, eða Steini Tótu eins og hann er kallaður hjá Sniglunum. „Ég hef ekki heyrt að Sniglarnir hafi neitt sérstakt álit á Vítisenglunum eða Banditos. Ég  er ekkert minni hjólamanneskja vegna þess að ég keyri um á Racer heldur en ef ég keyrði um á biluðum Harley Davidson. Öllum sem ég þekki þykir ofbeldið sem fylgir erlendu klúbbunum fáránlegt. Af hverju ættum við ekki að geta hjólað saman í sátt og samlyndi án þess að vera með ofbeldi eða nota dóp? Klúbbar á Islandi eru af hinu góða því það myndast góður kjarni sem þjappar fólki saman," segir Valgerður. Sniglarnir mæta yfirleitt góðu viðmóti hjá fólki og hefur það breyst á undanförnum árum. Sniglarnir taka að sér gæslu á hátíðum og tónleikum og hafa yfirhöfuð mjög góð samskipti. Sniglar og lögregla eiga fund á hverju ári þar sem báðir aðilar koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Stelpum fjölgað

„Stelpum hefur fjölgað og það gapir enginn lengur þegar maður tekur af sér hjálminn.  félagsskapurinn er mjög misjafn því það eru allar tegundir fólks þarna, frá atvinnuleysingjum til alþingismanna. Meirihlutinn er þó mjög gott fólk en svartir sauðir eru til í þessum félagsskap eins og annars staðar. Við erum engir englar," segir Valgerður.

DV -em
24.08.1996  

13.8.96

Tvö Islandsmet í kvartmílu


ÞRIÐJA kvartmilumótið sem gefur stig til íslandsmeistara fór fram á föstudagskvöld. Tvö íslandsmet voru slegin íflokki mótorhjóla. Sigurður Gylfason á Suzuki ók brautina á 10,227 sekúndum íflokki sporthjóla og Gunnar Rúnarsson á sérsmfðuðu Suzukimótorhjóli ók á 9,694 sekúndum.

Margir eiga möguleika á meistaratitli í hinum ýmsu flokkum kvartmílunnar þegar einu móti er ólokið, en það verður 1. september. Með sigri í flokki bíla með forgjöf er Halldór Björnsson á Toyota Corolla með 280 stig eftir keppni helgarinnar en Torfi Sigurbjörnsson 230. Fyrir sigur í einstakri keppni fá ökumenn 100 stig, síðan 10 ef þeir setja íslandsmet. Síðan eru gefín stig fyrir árangur í tímatökum fyrir keppni, sá sem nær besta tíma fær átta stig og sá lakasti eitt stig. í flokki götubíla náði Jón Geir Eysteinsson á Chevelle bestum tíma í tímatökum og vann síðan Agnar Agnarsson í úrslitaspyrnunni. Jón Geir er með 302 stig til meistara og Agnar 208. í flokki útbúinna götubíla vann Sigtryggur Harðarson á Toyota Celica. I þessum japanska bíl er nú átta cylindra Cleveland vél og amerísk hásing að aftan. Fjöðrun hefur því verið gjörbreytt og í vélarsalnum prófaði Sigtryggur að kæla bensínið með ís áður en það náði blöndungunum. Sú tilraun bætti tíma Sigtryggs í brautinni. Hann ók best á 11,95 sekúndum og var á rúmlega 190 km hraða í endamarki. Sigtryggur er með 233 stig í íslandsmótinu, Grétar 193 og Asgeir Örn Rúnarsson 104, en hann lenti í vélarvandræðum í keppninni.

Það voru hinsvegar mótorhjólaökumenn sem settu íslandsmetin. Sigurður Gylfason sem ekki hafði keppt á mótorhjóli í sumar eftir ágætt ár á vélsleða í vetur mætti og setti íslandsmet. Hann ók Suzuki mótorhjóli sem hann settist á klukkustundu fyrir keppni og tókst að vinna Bjarna Valson á Suzuki í úrslitum. Bjarni er hinsyegar með 194 stig til meistara, en Árni Gunnlaugsson sem varð þriðji um helgina er með 152. Valgeir Pétursson á Honda vann í flokki 600cc mótorhjóla, lagði Unnar Má Magnússon á Kawazaki að velli. Besta aksturstíma i mótinu náði Gunnar Rúnarsson í flokki ofurhjóla á sérsmíðaðri Suzuki mótorhjólagrind. Hann ók á 9,694 sekúndum á sannkölluðu tryllitæki sem hann hefur smíðað með aðstoð margra félaga sinna.

Morgunblaðið 13.8.1996

27.7.96

Frá bifhjólum til blúndna

Viðtal við Vœringjann Atla Bergmann

— Hverjir eru Vœringjarnir? 
„Væringjarnir er fjögurra ára gamall óformlegur félagsskapur áhugafólks um mótorhjol, ferðalög og samkomur sem eru lausar við notkun vímuefna. Þeir hafa beitt sér í forvarnamálum og tekið þátt í eða séð um öryggisgæslu á mörgum stórhátíðum, t.d. Uxanum, og tónleikum, s.s. hjá Björk, Bowie og Prodigy. Þá hafa Væringjar staðið fyrir útihátíðum, ýmist í slagtogi með öðrum mótorhjólafélagsskap, Söxum frá Akureyri, eða einir. Þessa helgi stendur sumarmót Væringjanna yfir, Járnfákurinn, sem er vímulaus fjölskylduhátíð."
 — Hvað merkir vœringi?
„Væringjar voru norrænu mennirnir nefndir sem gegndu lífvarðarstörfum fyrir keisarann í  Miklagarði á sínum tíma. En þeim einum þótti treystandi tíl að gæta lífs og lima Miklagarðskeisara."
Hvernig tengjast Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, og Vœringjarnir? 
„Flestir Væringjanna eru jafnframt meðlimir í Sniglunum. Sniglarnir hafa starfað í 12 ár. Þeir eru regnhlífarsamtök líkt og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. í Sniglunum er yfir eitt þúsund manns, þar má t.d. finna bændur, sjómenn, lækna, lögfræðinga og alþingismann. Sniglarnir eru með sérstakan klúbb fyrir ungsnigla, þ.e. fyrir krakkana á skellinöðrunum, þar sem m.a. er rekinn harður áróður fyrir öryggi í umferðinni. Annars halda Sniglarnir uppi stöðugum áróðri í þeim efnum, bæði á fundum og í fréttabréfinu Sniglafréttir. Þá taka þeir fyrir önnur hagsmunamál bifhjólaeigenda eins og tryggingariðgjöldin, en þau hafa verið óheyrilega há og lögð jafnt á yfir alla línuna, burtséð frá reynslu viðkomandi.
— Hvaða fleiri minni mótorhjólaklúbbar eru starfandi? 
„Það eru t.d. Óskabörn Óðins, en þeir ætla að vera með mót undir Eyjafjöllum um Verslunarmannahelgina, kvennasamtökin Jarþrúður, Beinþýðir, Vættir, Hvítabirnir og Saxar. Milli þessara klúbba er enginn rígur, öfugt við það sem hefur heyrst af mótorhjólasamtökum í útlöndum. Það eru allir vinir, þó að menn haldi auðvitað með sínum félagsskap líkt og menn halda með sínu íþróttaliði."
— Nú hafa fréttir síðustu mánaða sagt frá stríði milli Vítisengla og Bandidos, ofbeldi, fíkniefhasölu og annarri ólöglegri starfsemi. Hafa slíkar fregnir ekki sloem áhrif á ímynd mótorhjólamanna almennt? 
„Jú, óneitanlega. Meðlimir Vítísengla voru t.d. fyrir skömmu stöðvaðir á norsku landamærunum og ekki hleypt inn og borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn vilja koma ungmennasamtökum Vítisengla út úr leiguhúsnæði, sem borgin hefur reyndar styrkt þá með. Þannig er heildin farin að líða fyrir það sem eitt prósentið gera."
— Hafa þessi þekktu alþjóðlegu samtök Vítisengla og Bandidos leitað hófanna hér á landi? „Það hafa þeir, en þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði og þeim mun aldrei takast að hasla sér völl á íslandi. Við íslendingar erum einu sinni þannig gerðir að við látum ekki auðveldlega að stjórn, allra síst slíkum ógnaraga. Við höfum engan her og kunnum ekki að ganga í takt. Vítisenglarnir hafa oft verið fengnir til að taka að sér öryggisgæslu vegna þess ógnarvalds sem þeir hafa, en Væringjamir, riddarar ljóssins, eru aftur á móti eftirsóttir til slíkra verka af því að þeir eru „straight" og edrú."
— Þessa helgi standa Vœringjarnir fyrir útihátíð, Járnfáknum, að Reykholti í Biskuþstungum. Hvernig hátíð er þetta? 
„Þetta er vímulaus fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá, varðeldi, sameiginlegu grilli og hjólaleikjum. Þá munu koma fram ýmsir lista- og andans menn, sem tengjast Væringjum með einum eða öðrum hætti. T.d. mun hin efnilega hljómsveit Viridan Green og KFUM and the andskotans leika fyrir dansi og Uriel West kennir fólki trans-dans, þ.e. að tengjast sjálfum sér í gegnum gleði dansins með þvi að falla í trans og finna æðra sjálf. DJ Þossi þeytir skífum og skemmtikraftar troða upp.
— Hvemig fólk heldurðu að mæti á Járnfákinn?
„Fólk af öllum stærðum og gerðum, allt frá svartklæddum sniglatöffurum til Laura Ashley blúndukvenna." - gos

15.7.96

Harley Davidson víkur fyrir Kawasaki


Lögreglan í Reykjavík hefur fengiö fjögur ný mótorhjól af gerðinni Kawasaki 1000 og leysa þau þrjú Harley Davidson hjól af hólmi. Hér er um að ræða bandaríska útgáfu af japönsku hjólunum og hafa þau að sögn gefið góða raun vestra. DV-mynd S 1996

13.7.96

Hvað er svona spennandi við mótorhjól? (1996)


Einn með sjálfum sér (1996)


Yfir sumartímann er alltaf eitthvað um að vera hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum. I dag er hjóladagurinn og um síðustu helgi héldu þeir landsmót. Sveini Guðjónssyni lék forvitni á að skyggnast á bak við tjöldin hjá samtökunum og komast að því hvað væri svona merkilegt við mótorhjól.


Þeir Jón Páll Vilhelmsson og Gunnar Jónsson, stjórnarmenn í Sniglunum, voru rétt að jafna sig eftir landsmótið í Tjarnarlundi í Dalasýslu um síðustu helgi, þegar við hittumst í bifhjólaversluninni Gullsporti. Þar er hægt að fá flest það sem tilheyrir bifhjólaakstri og þessum sérstaka lífsstíl sem Sniglarnir hafa tileinkað sér, allt frá támjóum leðurstígvélum, leðurarmböndum og beltissylgjum