Óskar Þór Kristinsson á Skagaströnd hefur um langt árabil verið ákafur áhugamaður um mótorhjól.
Hann hefur átt nokkur stærstu mótorhjól sem til landsins hafa komið og á í dag myndarlegt safn hjóla. Húnavöku þótti því ástæða til að ræða við Óskar og fá nánari lýsingu á hjólunum og þessu áhugamáli:Ég eignaðist fyrsta hjólið mitt árið 1968, þá 17 ára gamall. Það var Honda CB 450cc, árgerð 1966 og var á þeim tíma stærsta hjól frá Honda verksmiðjunum en ári síðar kom Honda með 750cc hjól sem var fjögurra strokka. Á þessum
árum var Honda 450 samt sem áður mjög tækniIega fullkomið, með rafstarti og ýmsu fleiru og hafði kraft á við bresku hjólin þótt þau væru með 200cc stærri vélar. Þegar ég fékk Honduna voru nánast engin stór mótorhjól í sýslunni og þótt víðar væri leitað. Stór mótorhjól vöktu því mikla athygli. Vegir voru þá eingöngu malarvegir og miklu erfiðari íyrir mótorhjól en nú er, eftir að allar aðalleiðir hafa verið lagðar bundnu slitlagi. Þá voru götur í minni bæjum og þorpum ekki heldur malbikaðar.
Það var þó farið í nokkrar lengri ferðir, tíl Akureyrar, Ólafsfjarðar og víðar. Þegar ég keypti fyrstu Honduna var ég nýbyrjaður á
togaranum Arnari sem var fyrsti togari Skagstrendings. Það má því segja að mótorhjólaeignin sé jafngömul útgerðinni. Honduna átti ég til 1972 en þá keypti ég mér stóran amerískan bíl og hef reyndar haldið mig við slíka bíla síðan. Þótt nægjanlegt afl væri í amerísku bílunum leiddist mér samt hjólaleysið og sumarið 1978 keypti ég nýtt Kawasaki lOOOcc, fjögurra strokka hjól sem var 85 hestöfl.
Á þessum tíma var Kawasaki hjólið eitt það kraftmesta sem fáanlegt var en þegar ég fréttí um haustíð að Honda væri að smíða hjól með risastórri 6 strokka
vél stóðst ég ekki mátið að panta slíkan grip.
Þessi hjól voru kölluð Honda CBX 1050cc, 105 hö. Aðeins tvö önnur slík hjól komu tíl landsins 1979 en fleiri komu síðar. Hjólið vakti alls staðar feiknalega athygli og aflið í því var hreint ótrúlegt. Þetta hjól áttí ég samt ekki nema í eitt ár því
þá hafði ég frétt af nýju Kawasaki hjóli sem var enn stærra en Hondan og þorstínn í meira afl, meiri kraft, var óslökkvandi á þessum árum. Eg pantaði því þennan nýja vélfák frá Kawasaki og fékk hann 1981. Þetta var Kawasaki 1300cc, sex strokka vatnskælt og með drifskafti. Það er eina hjólið þessarar gerðar sem pantað hefur verið til landsins og hefur reynst afburða vel. Eg á það enn og það lítur út eins og nýtt. Mótorhjólin fóru að breytast þó nokkuð í útliti og byggingu þegar leið á níunda áratuginn. Þau voru með stærri vélum, meira lokuð með plasthlífum til að kljúfa vindinn betur og mun hraðskreiðari. Ég keypti eitt slíkt hjól árið 1987. Það var Honda CBR 1000F. Á því hjóli fór ég eina 20.000 km á einu og hálfu ári en þá voru vegirnir orðnir miklu betri og hægt að fara allar aðalleiðir að miklu leyti á bundnu slitlagi. Ég hafði ákaflega gaman af þessum nýju hraðskreiðu hjólum. Árið 1989 seldi ég Honduna og keypti í staðinn Yamaha FZR lOOOcc, 145 hö, afskaplega skemmtilegt hjól sem ég á ennþá.
Það var reyndar mikið að brjótast í mér þetta vor að kaupa Chopper (Hippa) og svo fór að ég gerðist viðskiptamaður nr. 3 hjá umboði Harley Davidson og keypti slíkan
kjörgrip. Já, ég var viðskiptamaður nr. 3, fyrir utan lögregluna hafði einhver keypt Harley árið 1968 og svo ég með Chopperinn sem heitir fullu nafni Harley Davidson Softtail custom. Hjólið var feikna dýrt, kostar í dag um 2,6 milljónir. Það er líka fallegt og hefur unnið til 8 verðlauna á bílasýningum, á Akureyri, í Perlunni og Laugardalshöll og ég hef lánað það í útstillingar í verslunum. Ég er búinn að kosta miklu til að gera það sem glæsilegast. Ætli ég sé ekki búinn að leggja hálfa milljón í aukahluti
á það, króm og gullmerki og er enn að bæta við. Hjólið hefur líka verið mikið myndað bæði af íslendingum og útlendingum. Það var meira að segja sett á Pox ásamt eiganda. Nú er það að fara á Amtbókasafnið á Akureyri til sýnis og fróðleiks fyrir fólk.
Þótt ég hafi átt þrjú hjól 1993 stóðst ég ekki mátið þegar mér bauðst gamall Breti, Triumph Bonneville, 650cc, árgerð 1967. Ég lét gera hann upp svo hann er eins og nýr. Þetta er glæsilegt hjól sem hefur unnið til verðlauna á sýningum. Það má segja að síðan ég byrjaði hafi áhugasviðið í hjólunum sífellt verið að breikka. í fyrstu var það aflið og tæknilega hliðin sem allt snérist um, síðar fóru hraðinn og aksturseiginleikarnir að vega þungt. Með ákveðnu afturhvarfi til fortíðar fylgdi hins vegar aukin áhersla á þægindi og glæsileika. Það var því enn einn liður í þróuninn og til að auka breiddina að kaupa Suzuki DR 350 cc torfæruhjól sem ég get notað á fjallvegi. Enda myndi ég ekki leggja hin hjólin í slíkan akstur. Vaxandi áhugi minn á að eignast gömul falleg hjól leiddi til þess að vinur minn gaf mér Hondu 450 sem reyndar gæti verið fyrsta hjólið mitt. Ég er nú kominn á fullt að gera það upp með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði.
Ég hef vissulega fylgst vel með því sem er að gerast á þessu sviði, farið á alþjóðlegar mótorhjólasýningar í London og Birmingham og skoðað ýmis mótorhjólasöfn. Svo fór ég eitt sinn á mótorhjólakappakstur á Isle of Man. Þar er haldinn alþjóðlegur kappakstur á 37 mílna braut um eyjuna. Þar keppa allar gerðir hjóla með mismikilli áherslu, allt frá glerharðri keppni á kappaksturshjólum til að vera létt skemmtun í kappakstri gamalla hjóla.
Húnavaka 37árg. 1.tb. 1.05.1997
Tímarit.is
Tímarit.is
Frá Tíunni
*Þess má geta að í sumar 2019 ætlar Óskar að halda upp á 50 ára keyrsluafmælið sitt þar sem hann hefur ekið um á mótorhjólum í 50 ár. Afmælið verður á Mótorhjólasafninu á Akureyri.
*Þess má geta að í sumar 2019 ætlar Óskar að halda upp á 50 ára keyrsluafmælið sitt þar sem hann hefur ekið um á mótorhjólum í 50 ár. Afmælið verður á Mótorhjólasafninu á Akureyri.