17.4.97

Harley Davidsson


Richard Teerlink, forstjóri Harley-Davidson,
 skilgreindi fyrirtækið upp á nýtt: „

HarleyDavidson selur frelsi en ekki bifhjól." 


 Bifhjólafyrirtækið Harley-Davidson er löngu heimsþekkt fyrir sín öflugu hjól. 

 En góð og þekkt vara dugði samt ekki fyllilega til að selja hjólin. Á árinu 1989 tók núverandi forstjóri, Richard Teerlink, við starfi forstjóra Harley-Davidson.
    Hann hófst handa við að fá starfsmenn til að vinna að nýrri stefnumörkun. Hann sagði að breyta þyrfti um áherslur til að auka söluna á hjólunum, fara þyrfti nýjar leiðir í sölunni - og skilgreina fyrirtækið upp á nýtt. Það var gert. Eftir þrotlausa vinnu var komin ný stefna. Og viti menn: Hún byggðist á því að selja frelsi en ekki bifhjól. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg. Byggt er á þeirri hugsun að það tákni frelsi að aka um á bifhjóli. Þessi ímynd er sérstaklega sterk í Bandaríkjunum. Að þjóta um á Harley-Davidson er núna annað og meira en vélfákur og ferðalög.

    En það kom meira til. Akveðið var að auka vöruvalið og leggja áherslu á klæðnað og ýmsar hliðarvörur. Núna stendur Harley-Davidson merkið líka fyrir leðurjakka og rakspíra, svo dæmi sé tekið. „Við þurftum einfaldlega að gefa fleira fólki kost á að kaupa og nota þetta þekkta merki okkar," segir Richard Teerlink forstjóri. „Þetta snýst allt um hollystu við merkið."

    Eigendur Hariey-Davidson bifhjóla koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir eru allt frá forstjórum til byggingaverkamanna. Þrátt fyrir að þeir væru óvenjulega ólíkir lagði Teerlink ofuráherslu á að fyrirtækið væri í tíðu sambandi við  þá. Hann ákvað því að stofna sérstaka Harley-Davidson klúbba en í þeim eru aðeins eigendur Harley-Davidson bifhjóla. Virkir félagsmenn í þessum klúbbum eru núna yfir 360 þúsund talsins. Og félagslífið er öflugt! Haldnir eru fundir og efnt er til ýmissa viðburða. Þeirri ímynd er stöðugt haldið á lofti - og hefur verið komið rækilega í gegn - að það að eiga Harley-Davidson bifhjól sé lífsstíll; tákn um frelsi. Teerlink forstjóri og meðstjórnendur hans fara á eins marga fundi í Harley-Davidson klúbbum og þeir mögulega geta. Þeir ræða við félagsmenn, hlusta á þá og þiggja góð þeir ráð hjá þeim. Þetta skilar allt árangri. Klúbbarnir tryggja meiri hollystu við þetta þekkta vörumerki.

   Það, sem skiptir þó öllu máli fyrir Harley Davidson, er að sala fyrirtækisins hefur aukist um 22% á ári að jafnaði á síðustu tíu árum en á sama tíma hefur árleg ávöxtun til hluthafa hins vegar verið talsvert meiri; eða rúm 43% á ári. Það er vel gert!