15.5.97

Fafner Grindavík

Í Grindavík er starfandi félag bifhjólamanna er nefnist Fafner mc Island.
Jón Þór Dagbjartsson er stofnandi og formaður félagsins og er hugmyndin fengin að láni frá Svíþjóð þar sem hann bjó um fjögurra ára skeið.
Þeir félagar hafa tekið á leigu húsið Stafholt í Grindavík þar sem þeir hafa útboðið aðstöðu fyrir félagsmenn sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi. 

„Við erum að reyna að bæta ímynd bifhjólamanna, bæði út á við og inn á við og sýna að í þessu eru fleiri en aumingjar og ræflar", segir Jón Þór en Fáfhismenn fengu húsnæðið afhent í byrjun janúar og hafa verið að vinna í því síðan. Húsið gegnir hlutverki félagsheimilis fáfnismanna og að sögn þeirra reka margir upp stór augu þegar þeir koma inn og skoða herlegheitin „Fólk heldur að þetta sé hreysi en þegar það kemur inn og skoðar það sem við erum að gera héma þá dettur af því andlitið".
Í kjallaranum er verkstæði fyrir mótorhjól sem verið er að vinna að og þegar að VF ræddu við Jón Þór voru þar átta hjól inni til viðgerðar. Sérstaða klúbbsins er heimasmíðuð hjól og eru fjórir félagar með slíkar „græjur". Að sögn Jón Þórs er það alltaf að aukast að menn smíði sín hjól sjálfir.
 Á efri hæðinni er fundaraðstaða og eldhús þar sem menn geta fengið sér kaffi. Tveir menn búa á svefnloftinu eins og stendur og eru þeir meðlimir í félaginu en herbergin eru jafnframt fyrir aðra bifhjólamenn sem koma m.a. úr Keflavík og Reykjavik til þess að vinna að hjólunum sínum. Fáfnismenn eru nú að snyrta garðinn í kringum húsið. „Svo þetta líti allt snyrtilega út", segir Jón Þór. „Hér er alltaf heitt kaffí á könnunni og ætlum við að reyna að efla straum bifhjólamanna hingað suðureftir. Þeir gætu til dæmis brugðið sér í Bláa lónið og í kaffi til okkar á eftir".
Félag bifhjólamanna sem kallar sig Væringjar heimsóttu Fáfnismenn um daginn og skoðuðu hjá þeim aðstöðuna og að sögn Jón Þórs voru þeir mjög hrifnir. Um 10-12 klúbbar bifhjólamanna eru um allt landið en að sögn Jón Þórs hefur enginn slíkt húsnæði. „Óskaböm Óðins eru með iðnaðarhúsnæði en þeir hafa enga svefnaðstöðu og geta ekki boðið upp á sömu aðstöðu og við".
  Hvernig félag er þetta? .Félagið var stofnað í fyrra og er það alveg sjálfstætt. Við gefum ekki upp félagatölu en við höfum gefið okkur  ákveðna höfuðtölu sem við ætlum að halda okkur við. Það er gert til þess að menn nái að kynnast hvorir öðrum en við fáum t.d. lægri tryggingar vegna hjólanna út á þennan félagsskap. Við höldum hópinn og pressum okkur saman".
  Hafa einhverjir sótt um inngöngu? „Ég vil ekki og má ekki fara út í það. Þetta er allt mjög leyndardómsfullt og það er það sem gerir þetta svo spennandi. Við erum t.d. með , hangerounds", eða utanáhangandi eins og við köllum þá eh það eru strákar sem dreyma um að vera Fáfnismenn en eru ekki búnir að kynnast nógu mörgum til þess að komast inn í grúbbuna. Við erum að reyna að fegra ímynd bifhjólamanna og setjum við þeim það skilyrði að þeir sýni virðingu í innanbæjarakstri vegna  bama og annarra". Fáfnismenn buðu Lögreglunni í Grindavík í heimsókn um daginn í spjall og hafa þeir myndað með sér samstarf. „Við báðum þá að hafa samband við okkur ef það eru einhver  vandamál með bifhjól okkar innanbæjar og tökum við hart á því í félaginu". Að sögn Jón Þórs fá nýliðar að bera merkið mc Island á bakinu en vildi hann taka það fram að þótt merkið sé í líkingu við það sem m.a. vitisenglar nota þá megi alls ekki bendla fáfnismenn að nokkm leyti við þá. „Við erum að reyna að skapa bifhjólamönnum nýja ímynd og víljum við alls ekki Iáta tengja okkur við stríð bifhjólamanna úti. Við höfum fengið einhver skot á okkur sem við eigum alls ekki skilið enda erum við að mestu leyti fjölskyldufólk. Ég er til dæmis fjögurra bama faðir og er konan mín Theodóra Bragadóttir á kafi í þessu líka. Annars gengi þetta ekki upp. Við erum hjólandi út og suður en þar sem ég er á frystitogara verður hún líklega að hjóla meira í sumar en ég", segir Jón Þór með nokkuni eftirsjá í rómnum.
  Nú eru ferðalög stór þáttur í slíkum félagsskap eru einhver á teikniborðinu í sumar? , Þriðju helgina í ágúst munum við halda útisamkomu er nefnist „Dagur drekans" með tilvísun í merki félagsins. Þá verður haldin afmælishátíð í Stafholti og munu einhverjir bifhjólamenn
koma hingað. Við förum líka á landsmót Sniglanna og stefnum sjálfír á að fara á Sprengisand á hjólunum í fjölskylduferð. Í mínu tilviki förum við á hjóli og bíl og skiptumst við hjónin á því að
keyra. Þegar við komum á áfangastað fá krakkamir kannski að sitja á en þau tryllast alveg þegar  maður kveikir á hjólunum, svo mikill er spenningurinn".
  En hvað er svona skemmtilegt við. það að  vera á mótorhjóli? ,Frelsið", segir Jón Þór með áherslu. „það er frelsið númer eitt, tvö og þrjú. Þú er úti að hjóla og getur kúplað þig út frá umheiminum og bara verið þú, járnið kalt og vindurinn".

Viðtal: Dagný Gísladóttir
Myndir: Hilmar Bragi
Víkurfréttir 15.5.1997