17.5.97

Breytingar á Mótorhjólamenningu


Á vorin fer mótorhjólafólk að sjást á götunum eftir langa hvíld um veturinn. 


í ár er fyrsta árið í langantíma sem ekkert götumótorhjól kemur nýtt á götuna af árgerð 1997. Þetta er ekki vegna þess að verðið sé of hátt eða tryggingar séu of dýrar, því verð á mótorhjólum hefur ekki verið betra í langan tíma og svo hafa Sniglarnir náð góðum árangri í samningum við Tryggingamiðstöðina hvað varðar tryggingar á mótorhjólum.
Það er eins og mótorhjólamenningin sé að breytast og eru mótorhjólamenn æ meir að fara út í svokölluð torfæruhjól eða „endurohjól". Á undanförnum árum hefur nokkuð verið flutt til landsins af slíkum hjólum. Á árunum 1980 til 1990 voru nær eingöngu flutt inn hjól frá Japan en upp úr 1990 var fariö að flytja inn ítölsk hjól og á síðustu árum hjól frá Austurriki sem heita KTM og hafa þau verið nokkuð vinsæl. Það nýjasta í torfænihjólum hér á landi eru hjól frá Svíþjóð sem heita Husaberg og eru þegar komin þrjú til landsins. Við litum inn hjá tveimur hjólamönnum sem voru að setja saman hjólin sín fyrir nokkru og fórum með öðrum þeirra í fyrstu feröina og fengum að reyna fákinn.
Vélin malaði létt og virtist jrinna jafnt á lág- ~um snúningi sem háum. Gírkassi var sérlega skemmtilegur. Fyrsti gír sérstaklega hægur sem hentar vel fyrir mikið brölt, aðrir girar voru eins og á öðrum hjólum, enda er gírkassinn 6 gíra. Hjólið er mjög létt, eða aöeins 108 kíló. Bremsur eru hreint frábærar og fjöörun einnig. Einn er þó galli, ef svo skyldi kalla,  því bensíntankurinn tekur aðeins 8,5
lítra. Frágangur mætti vera betri á ýmsum hlutum, limmiðar með lausum brúnum, boltar mættu
vera meira rúnnaðir ásamt öðru smávægilegu. í það minnsta eru 16 torfæruhjól (endurohjól) komin eða á leiðinni tfl landsins í ár og eru flest þeirra seld. Verðið er frá kr. 650.000 en þetta eru allt hjól með vélarstærð frá 300 cc upp í 500 cc, 3 Husaberg, 2 KTM, 4 Honda, 3 Kawasaki og 4 Suzuki. Auk þess er alltaf eitthvað um að menn flytji sjálfir inn notuð hjól og ný. Ástæðan fyrir auknum áhuga á
þessum hjólum er kannski sá að farið er að keppa á þessum hjólum í endurokeppnum á svipaðan-hátt  og í bflaralli. Á síðasta ári voru haldnar tvær enduro-keppnir, önnur á Akureyri og hin við Litlu  kaffistofuna á síðasta hausti. Alls voru keppendur í þessum keppnum 43. í ár er ætiunin að halda tvær enduro-keppmr og verður sú fyrri á Akureyri um verslunarmannahelgina og hin síðari við Litlu kaffistofuna þann 27. september.
Þó svo að enginn formlegur klúbbur tflheyri þeim flokki mótorhjólamanna sem stundar enduro þá hittast þeir reglulega og er ætlunin að hittast næst næstkomandi laugardagskvöld, 24. maí, í Kaffistofunni Lóuhreiðri á Laugavegi 59 kl. 20.00.

-H
Dagblaðið 17.05.1997