7.2.02

Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsókna

Lítil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rannsóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl.
Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmyndin er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukningin að undanförnu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þrítugt, en það er einmitt það sem hefur efhi á því að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll.
Niðurstöður norsku rannsóknarinnar frá 1999 benda til þess að aldurshópurinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysurn þar sem slys annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klárlega að litil reynsla ökumanna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað athyglisvert sem kom út úr rannsóknunum í Noregi og við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerðir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næstum því þrisvar sinnum oftar i óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu imyndina" væru í fleiri tilfellum kraftmeiri," segir Njáll Gunnlaugsson.
-aþ
7.2.2002

17.12.01

Sniglar í jólaskapi

Sniglar og Pat Savage

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, héldu árlegt jólaball sitt með pompi og prakt i sal  slysavarnafélagskvenna á laugardaginn. 

Komu þar leðurklæddir og húðflúraðir bifhjólamenn saman og gerðu sér glaðan dag í tilefni jólanna. Hljómsveitin OFL lék fyrir dansi en þar að auki tók kanadíski tónlistarmaðurinn Pat Savage lagið fyrir Sniglana en Pat ermeð frægari blúsgítarleikurum úr röðum bifhjólamanna í Norður-Ameríku. Hefur hann enn fremur leikið og hljóðritað með mörgu stórmenninu á sviði blústónlistarinnar og nægir þar að nefna B.B. King, Albert King, Robert Cray og Jeff Healey. Þá hefur Pat Savage verið í forsvari fyrir samtökin Bifhjólamenn gegn ofbeldi á börnum (Bikers Against Child Abuse) sem berjast eins og nafnið gefur til kynna gegn misnotkun og ofbeldi á  börnum. Þess má geta i því sambandi að allur ágóði af jólaballi Sniglanna í ár (sem endranær) rennur til Geldingalækjar en þar dvelja einmitt börn sem eiga við foreldravandamál að stríða.
Er Pat Savage staddur hér á landi nú tilskrafs og ráðagerða við íslenska bifhjólamenn en fyrirhugað er að hann haldi tónleika ásamt hljómsveit sinni á landsmóti bifhjólasamtakanna sem haldið verður árið 2004. -EÖJ
Dagblaðið Vísir 

25.10.01

Raftar í Borgarfirði



Leður, króm og kaldir kallar


Menn og konur með mótorhjóladellu stofna samtók bifhjólafólks í Borgarfirði.


Mörgum stendur hálfgerður stuggur af leðurklæddum mönnum sem þeysast um á kraftmiklum mótorhjólum enda hafa erlend mótorhjólasamtök á borð við Hell Angels verið flokkuð með hverjum öðrum glæpasamtökum.

Mótorhjólatöffararnir Torfi, Unnar og Guðjón vöktu samt enga teljandi skelfingu hjá blaðamanni Skessuhorns þegar þeir renndu í hlaðið á skrifstofu blaðsins síðasliðinn miðvikudag á mótorfákum sínum. Þeir félagar eru í forsvari fyrir fjölmennum hópi manna og kvenna í Borgarfjarðarhéraði sem hafa það að áhugamáli að ferðastum klofvega á krómuðum tryllitækjum og sína sig og sjá aðra. Þessi hópur er þessa dagana að stofna formlegan klúbb utan um sitt áhugamál sem ber nafnið Raftar - Bifhjólafjelag Borgarfjarðar. Segja má að á síðustu misserum hafi mótorhjóladellan heldur betur hreiðrað um sig í Borgarnesi og nágrenni en að sögn þeirra þremenninganna var Unnar eini mótorhjólatöffarinn í héraðinu fyrir fáum árum en í dag eru virkir mótorhjólamenn á svæðinu um tuttugu, bæði karlar og konur og dæmi um að heilu fjölskyldurnar séu saman í þessu. 

Hippar

 Ekki vantar að hjól þeirra þremenninga séu glæsileg og leðrið á sínum stað en eitthvað finnst blaðamanni þó vanta miððað við áðurnefnda ímynd úr amerískum bíómyndum. ,Jú við eigum eftir að safna hári og skeggi, fá okkur tattú á allan skrokkinn og hætta að fara í bað, þá er verkið fullkomnað,“ segir Unnar. „Þetta er náttúrulega lífsstíll að eiga og keyra mótorhjól, „segir Torfi .Til nánari útskýringar segir hann að mótorhjólageirinn skiptist í þrennt. „Einn hópurinn eru þeir á Endouro hjólunum, þ.e. torfærugengið sem hefur gaman af að drullumalla, síðan eru það racerhjólin, eða plastið. Þeir klæða sig eins og tannkremstúpur og hugsa um að fara sem hraðast. Síðasti hópurinn er síðan hipparnir sem hafa krómið og leðrið og stílinn í lagi. „Við erum í þeim hópi þótt við séum ótattúveraðir og frekar friðsælir." Aðspurðir viðurkenna þeir félagar að útlitið 'skipti máli. Leðrið og krómið og allur pakkinn verður að vera í lagi. „Það er partur af þessu að fægja krómið og bera leðurfeiti á gallann,“ segir Guðjón. „Það sem er hinsvegar aðal málið er að vera úti að hjóla og helst í hóp og síðan náttúrulega að stoppa í sjoppunum og spjalla við aðra mótorhjólamenn. Við rúntum um göturnar og förumannað veifið í lengri ferðir, til Reykajvíkur eða fáum okkur kaffibolla í Staðarskála eða Vegamótum. Síðan er núna komin ný hringleið upp um héraðið upp í Reykholt og niður Stafholtstungurnar en það er afar kærkomið fyrir okkur þar sem okkar hjól eru fyrst og fremst malbikshjól og við erum ekki sérlega hrifnir af lausamölinni."

Tillitssemin hverfandi

Eins og fyrr segir er ímynd mótorhjólatöffarans svolítið gróf og Raftarnir segjast lítlisháttar hafa orðið varir við að sumu fólki standi svolítið stuggur af leðrinu. „Það er allavega ekki mikið mál að fá afgreiðslu í sjoppum því það myndast alltaf gott pláss í kringum mann. Leðrið er ennþá svolítil grýla hér á landi,“ segir Torfi. „Flestir eru þó áhugasamir og hafa áhuga á að skoða hjólin og iðulega leyfum við krökkunum að setjast í hnakkinn,11 segir Guðjón. Þeir segja að andinn sé hinsvegar svolítið annar þegar komið er út í umferðina. „Það má segja að tillitssemi gagnvart mótorhjólum í umferðinni sé hverfandi og iðulega er okkur nánast ýtt útaf veginum. Okumenn virðast iðulega bara gá hvort að það sé að koma bíll en sjá ekki mótorhjólin," segir Unnar.

Dýrar tryggingar

Aðspurðir um kostnaðirnn við sportið segja þeir félagar að hann sé þónokkur. „Það eru eiginlega tryggingarnar sem eru dýrastar,“ segir Guðjón. „Þær eru einfaldlega skelfilega háar og það hamlar þeim yngri að fá sér hjól. Það er ódýrara fyrir okkur gömlu karlana þar sem við erum búnir að vera að tryggja ýmislegt annað um árabil og fáum þessvegna betri kjör en fyrir ungling er þetta svona þúsund kall á dag bara í tryggingar. Hjólin kosta náttúrulega líka sitt. Nýtt hjól er kannski um milljón en það er hægt að fá ágætis grip fyrir fjögur til fimm hundruð þúsund. Síðan er gallinn 70 til 100 þúsund kall.“ 

Ungir sem aldnir

Stofnfundur Raftanna var haldinn síðastliðinn mánudag en var frestað um viku til að gefa fleirum kost á að gerast stofnfélagar. „Við erum um tuttugu en viljum gjarnan fá fleiri og klúbburinn er opinn öllum sem hafa áhuga á mótorhjólum hvort sem þeir eiga hjól eða ekki. Við viljum gjarnan fá sem flesta og helst af sem breiðustum aldurshópi. Sá elsti af okkur í dag er innan við fimmtugt en við vitum að annars staðar, eins og t.d. í Kelfavík eru ellilífeyrisþegar að þeysa um á mótorhjólum. Þeir voru einhverntímann með sýningu í tilfefni af Ljósanótt í bænum og þegar þeir tóku niður hjálmanna og í Ijós kom að þetta voru upp til hópa gamlir karlar varð algjör sprenging og snarfjölgaði í hópnum,“ segir Guðjón. „Tilgangurinn með stofnun klúbbsins er fyrst og fremst að þjappa hópnum saman og til að menn hafi enn rneira gaman afþessu og um leið að stuðla að bættri umferðarmenningu og auka öryggi bifhjólafólks. Við ætlum meðal annars að standa fyrir reglulegum hjölaferðum vítt og breytt um landið," segja Raftarnir þrír að lokum. GE

30.9.01

Vélhjólaklúbburinn Vík enn og aftur á hrakhólum:

Börn og fullorðnir svipt æfingasvæðinu 

Hætt við akstri utan vega ef engin er aðstaðan, segir stjórnarmaður

„Það er slæmt að æfingasvæðinu skuli hafa verið lokað. Þarna var eina vélhjólabrautin fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu og nú er alls óvíst hvenær æflngar geta hafist á ný," segir Torfi Hjálmarsson, gullsmiður og vélhjólamaður. Hann hefur ásamt tveimur börnum sínum stundað æfingar hjá Vélhjólaklúbbnum Vík sem á dögunum missti æfingasvæði sitt við Lyklafell. Torfi segir á þriðja tug
barna og unglinga stunda vélhjólasportið að staðaldri og sífellt séu nýir félagar að bætast í hópinn.
Æfingasvæðið við Lyklafell er í eigu Kópavogsbæjar og var afhent vélhjólaklúbbnum fyrir tæpum
þremur árum, til bráðabirgða. „Allt frá stofnun klúbbsins 1978 hefur hvorki gengið né rekið að
finna klúbbnum framtiðarsvæði.
Yfirvöld virðast hafa skilning á málinu en svo ekki söguna meir," segir Heimir Bárðarson, stjórnarmaður í klúbbnum. Heimir segir klúbbinn hafa flutt rúmlega 15 sinnum frá stofnun og það sjái hver maöur að slíkt er óviðunandi. „Það kostar alltaf mikla vinnu, peninga og fyrirhöfn að koma upp æfingabrautum. Vélhjólaakstur telst vist ekki almenningsíþrótt og  það skýrir sjálfsagt af hverju yfirvöld vísa okkur í ýmsar nefndir þar sem ekkert gerist. Það má minna á að sífellt fleiri börn og unglingar sækja í þessa íþrótt og löngu orðið brýnt að finna málinu farveg," segir Heimir. Framtið Vélhjólaklúbbsins Víkur er með öllu óviss um þessar mundir og þeir Heimir og Torfi óttast báðir að finnist ekki æfingaaðstaða fari menn á hjólum sínum út fyrir vegina. „Markmið klúbbsins er að halda utan um vélhjólaakstur og koma i veg fyrir akstur utan vega. Á meðan menn hafa ekki æfingasvæði er hætt við að einhverjir fari út á vegina, lendi í árekstrum við hestamenn og valdi fólki truflun," segir Heimir Bárðarson. -aþ
Dagblaðið Vísir 3.09.2001
http://timarit.is/

21.8.01

Lokaumferð íslandsmótsins í enduro




 Viggó öruggur

Lokakeppni íslandsmótsins í enduro fór fram um helgina á Hellu um leið og töðugjöldin. Staðan milli efstu manna var mjög jöfn fyrir mótið og voru Einar og Viggó til dæmis jafnir að stigum með 55 stig. Ljóst var því að barist yrði af hörku í keppninni, einnig um þriðja sætið þar sem keppnin stóð á milli Ragnars Inga og Hauks Þorsteinssonar.
   Keppnin í B-flokkki hófst fyrst um morguninn og þar var það Gunnlaugur R. Björnsson sem sigraði og tók þar með Islandsmeistaratitilinn. Hann mun ásamt efstu keppendum ííslandsmeistaramótinu íB-flokki færast upp í A-flokk á næsta ári. í þessum flokki keppti í fyrsta skipti kona í íslandsmeistaramóti og gekk henni vel. Valkyrjan heitir Hólmfríður Karlsdóttir og hafði hún þetta um keppnina að segja, að sandurinn hefði verið erfiður en keppnin skemmtileg þótt hún hafi verið ístyttra lagi ísínum flokki. Lenti hún í 31. sæti af 37 keppendum sem er ágætisárangur í sinni fyrstu keppni.
   Veður var enn þá gott þegar keppni í A-flokki hófst á hádegi. Viggó Örn náði strax forystunni í ræsingu og hélt henni allt til enda og keyrði hann af miklu öryggi alla keppnina. Einar Sigurðsson, sem var í miklli baráttu við hann, var þriðji úrrásmarki og hélt í við hann lengi vel, en festi sig í einum skurðinum og missti við það þrjá fram úr sér. Hann náði þó að keyra þá alla uppi en hafði ekki við Viggó og endaði í öðru sæti eftir hörkukeyrslu. Um miðbik keppninnar byrjaði að rigna og þá breyttust nokkuð aðstæður í brautinni á köflum þar sem ekið var í mýrlendi. Mynduðust þar nokkrir leðjupyttir sem voru erfiðir yflrferðar og af þeim sökum urðu smástíflur í keppninni þegar margir ætluðu yfir i einu. Þá kom sér vel að meðal áhorfenda voru nokkrir áhugasamir strákar sem víluðu ekki fyrir sér aðvaða drulluna upp í klof og draga keppendur upp úr og eiga þeir heiður skUið fyrir framtakssemina
   Greinilegt var að drullan reyndi vel á keppendur og hjól þeirra og áttu tvígengishjólin sérstaklega erfitt með stærstu pollana. Eftir erfiðan akstur i sextán hringi um sex kílómetra langa brautina stóð Viggó Örn uppi sem sigurvegari með tæplega fjögurra mínútna forskot á næsta mann, fráfarandi íslandsmeistara, Einar Sigurðsson. Viggó náði alls 85 stigum í keppnunum þremur en Einar 80 og getur munurinn vart verið minni, enda skiptu þeir á milli sín tveimur efstu sætunum í keppnunum í sumar. -NG

8.8.01

Tvær hollenskar ævintýrakonur:

Þeysast á mótorhjólum um landið

Það er sjaldgæf sjón að sjá ungar stúlkur á mótorhjólum á vegum landsins, alla vega íslenskar, en það virðist vera vinsælt hjá erlendum stúlkum, að minnsta kosti þeim frá Hollandi.
 DV rakst á tvær hollenskar yngismeyjar, Marlies Weggemans og Marian Splinter, sem voru að koma til landsins í annað sinn og fara um landið á stórum mótorhjólum eins og strákarnir.
  Þær sögðust hafa tekið ástfóstri við mótorhjólið fyrir um ellefu árum og það væri mjög vinsælt hjá stúlkum í Hollandi að þeysa um á mótorhjólum. Þær sögðu þetta vera í annað skiptið sem að þær þeysast um landið á mótorhjóli. Þær fóru fyrir þremur árum um þjóðveg 1 og á Vestfirðina og eftir það hugsuðu þær með sér að ef þær ætttu kost á því að koma aftur myndu þær gera það og tækifærið kom þegar þær fengu 4 vikna sumarfrí.
 „Við komum fyrir um þremur vikum til Seyðisfjarðar og höfum keyrt 1000-1500 km en ferðin öll á að vera um 3000 kílómetrar. Við höfum farið til margra landa á mótorhjóli, meðal annars til Frakklands, Austurríkis, Italíu, Noregs, Svíþjóðar og fleiri landa og það er alltaf gaman að koma til íslands því það er svo fallegt hérna. Verðlagið mætti vera aðeins lægra, þá kæmum við oftar," sögðu hollensku mótorhjólakonurnar við DV og þær hvöttu íslenskar stúlkur til að fá sér mótorhjól, það væri alveg yndislegt að þeysa um þjóðvegina á þeim.
-DVÓ
DV 8.8.2001

1.7.01

Aldrei verið hnakkskraut

Bóas Jónsson og Sævar Jónsson  kíktu
á Sigríði á Skellinöðrunum
Hin hliðin: Sigríður Gunnarsdóttir :

Aldrei verið hnakkskraut

Hvað langar þig til að gera en hefur ekki þorað?
„Ég myndi vilja sjá miklu fleiri konur gera það sem þær langar til. Ég er viss um að það er stór hluti kvenna sem langar að gera ýmislegt sem þær láta ekki verða af." Þetta segir Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á lýtalækningadeild LSH við Hringbraut, en hún lét ekkert aftra sér frá því að gera það sem hana langaði til. Og hvað var það? Jú, það er að vera „mótorhjólatöffa" (þ.e. kvenkynsmótorhjólatöffari). Hvað annað er hægt að kalla konu sem í vetur átti fjögur mótorhjól. Við ætlum hér að leita skýringa á því að þessa hægláta og fremur smávaxna kona, sem á þrjár nær uppvaxnar dætur og er þar að auki orðin amma, hefur það áhugamál að þeysa um á mótorhjóli.
„Líklega má segja að mitt áhugamál sé ekki dæmigert fyrir konur á mínum aldri. Mér finnst að þegar konur eru komnar á ákveðinn aldur fari þær allar að klæða sig á ákveðinn hátt og hafa ákveðnar tómstundir, s.s. golf, brids eða eitthvað í þeim dúr, svona allt frekar fyrirsjánlegt og niðurnjörvað. Það á einhvern veginn ekki við mig. Og þar að auki má segja að þegar maður hefur einu sinni kynnst
því að ferðast um á mótorhjóli þá er það eitthvað sem mann langar alltaf að gera aftur."
- Hvað er svona frábært við það?
„Kannski er hægt að lýsa því þannig að það sé eins og að vera í yndislegu veðri á svigskíðum að skíða niður brekku; það fylgir því eitthvert æðislegt frjálsræði."

Tryggingarnar fæla frá 

- Hvenær byrjaði þessi áhugi þinn?
„Ég tók próf árið 1976. Ég var reyndar ein af þeim sem var hrifin af flottum bílum, svona amerískum köggum, en ég átti bróður og marga frændur sem voru á hjólum og þeir kveiktu áhugann. Ekki samt á þann hátt að ég væri „hnakkaskraut", en það kallast þær/þeir sem sitja aftan á, heldur vegna þess að ég fékk svo góða kennslu hjá frænda mínum. Það varð til þess að ég keypti mér hjól áður en ég tók próf en það var líka fjárhagslega hagstæðara þá að eiga hjól heldur en bíl."
- Er það ekki þannig lengur? 
„Núna eru það tryggingarnar sem fæla marga frá því að kaupa sér hjól. Þeir sem eru að byrja þurfa kannski að borga 330-380.000 kr. í tryggingar á ári og það er afar óréttlátt því hér á landi er yfirleitt ekki hægt að vera á hjólunum nema örfáa mánuði á ári. Ef maður er á ferð í stór borgum erlendis, t.d. London, er aftur á móti frábært að sjá hversu margir eru á hjólum. Þar er gert er ráð fyrir beim í umferðinni, t.d. með stöðum til þess að leggja hjólunum, þannig að þar virðast menn sjá kosti þess að vera með fleiri hjól í umferðinni og þar af leiðandi færri bíla."
- Er jafnhættulegt að vera á mótorhjóli í umferðinni og virðist?
„Umferðin er orðin mjög hröð og alltaf þarf að vera á varðbergi og vita hvaðan bíll er að koma. Þegar bíll og mótorhjól skella saman þá er það ökumaður hjólsins sem verður fyrir skaða. Sjálf hef ég alveg sloppið enda ek ég mjög varlega og forðast að vera á hjólinu þegar ég er þreytt eða illa upplögð og þegar veðurskilyrðin eru ekki góð, s.s. í rigningu en þá getur hjólið runnið til í beygjum og svo eru auðvitað ekki þurrkur á hjálminum. Hlífðarfatnaðurinn skiptir mjög miklu máli enda er hann okkar vörn. Núna er goretex fatnaður að vinna á gagnvart leðrinu enda er goretexið vatnshelt, léttara og liprara. Núna eru komnir jakkar með loftpúðum í sem blása jakkann upp ef maður dettur. Hlífðarfatnaðurinn er dýr en hann dugar líka í mörg ár. Að vísu ekki hjálmarnir. Þá þarf að endurnýja á um 4-5 ára fresti; eftir þann tíma veitir efnið í honum ekki þá vörn sem til er ætlast."

Fordómar í garð mótorhjólafólks 

- Hefurðu þá verið á mótorhjóli í umferðinni alveg frá því þú tókst prófið 1976?
„Nei, þegar ég var orðin móðir og búin að eignast mínar þrjár stelpur, þá var bara einhver tilfinning sem gerði það að verkum að ég gat ekki hugsað mér að stíga á hjól. Það gerði ég í raun ekki aftur fyrr en árið 1997."
- En maðurinn þinn, er hann líka á mótorhjóli?
„Já, hann hefur verið á hjóli frá því hann var 16 ára. í raun voru það mótorhjól og bílar sem urðu til þess að við kynntumst, því hann var vinur frænda míns sem var að kenna mér á hjól. Núna er þetta vinahópur sem fer oft saman í ferðir, þ.e. við hjónin, frændi minn og vinahjón okkar en þar lét konan mótorhjóladrauminn rætast fyrir 4 árum og sú er núna þreföld amma. Ég held að áhuginn sé vaxandi, t.d. var Merkúr með sýningu á hjólum í maí og þeir töluðu um að stærsti kaupendahópurinn væri fólk á miðjum aldri. Reyndar höfum við kynnst einu dálítið einkennilegu en það eru fordómar í garð þeirra sem eru á mótorhjóli. Flest hjólafólk hefur svipaða sögu að segja en þetta lýsir sér einkum á þann hátt að karlmenn, oftast í eldri kantium, aka bílum sínum viljandi í veg fyrir þann á mótorhjólinu. Við
vitum ekki af hverju þetta stafar; öfund, illska eða hvað? En hjólafólkið er líka misjafnt. Ég hef oft heyrt að bílstjórum gremjist það að hjólað er á milli bílaraða, oft á töluverðum hraða. Þetta kemur óorði á hjólafólk."

Mótorhjólaklúbbur hjúkrunarfræðinga 

- Hvað sögðu svo dæturnar þegar mamma þeirra fór að þeysast um á mótorhjóli?
„Þær urðu ekkert hissa. Það hefur alltaf verið margt fólk í kringum okkur sem áhuga hefur á mótorhjólum og ég held að þær hafi í raun alltaf reiknað með þessu. Sú í
miðið, sem er tvítug, er reyndar að læra núna.
Margar konur hafa svo verið að spyrja mig: „Hvernig
þorirðu?" og maður heyrir samt á þeim að þetta er eitthvað sem kitlar. Vonandi fara fleiri að þora."
- Þá skipta hjólin sjálf væntanlega töluverðu máli.
Ég heyrði að þú ættir mörg hjól, er það satt?
„Hjól endast yfirleitt vel því þau eru mikla minna notuð en bílar og það skal viðurkennt að í vetur áttum við fjögur hjól: tvö Triumph 900; Yamaha Virago 750, sem er hippari, rosalega flott, mikið krómað, með flottum speglum, töskum og fleiri fylgihlutum; Suzuki DR 400 sem er „enduro" hjól (drullumallari). Núna eigum við Triumph hjólin, sem eru '93 og '96 árgerð, en seldum hin. Að keyra þau hjól er eins og að keyra „limma" en ég myndi vilja fá mér Virago aftur og eiga hann þá með hinu."
 - Þekkirðu fleiri hjúkrunarfræðinga sem eru á mótor hjóli? 
Sjálf heyrði ég að Rikka Mýrdal, svæfingahjúkrunarfræðingur á LSH í Fossvogi, væri í þeim hópi. „Er það. Hefðirðu ekki átt að tala við hana líka svo þetta fengi meiri vægi? Annars er hjúkrunarfræðingur á deildinni með mér sem lét sinn gamla draum rætast og fór í próf í fyrrasumar. Þetta er hún Inga Þóra. Hún er meira að segja búin að kaupa sér galla og prófaði Víragóinn hjá mér síðasta haust. Nú þarf hún bara að fara að drífa í að kaupa hjól; ég skora hér með á hana. Annars væri mjög gaman að koma á fót Mótorhjólaklúbbi hjúkrunarfræðinga og ég nota tækifærið hér og lýsi eftir þeim sem áhuga hafa."
BK
Tímarit Hjúkrunafræðinga 

77. árg  2001

30.6.01

Hjóladagur 2001

Karen Gísladóttir á Kawasaki ZX-7 kvartmíluhjóli
 sínu mun veröa í fríðum hópi ,
.- hjólafólks sem fer um göturnar í dag, á hjóladegi Snigla.

Hinn árlegi hjóladagur Snigla fer fram í dag.

 Mótorhjólafólk ætlar að hittast við Kaffivagninn klukkan 13.00 og mun hópkeyrsla leggja af stað um bæinn um það bil hálftíma seinna. Aksturinn endar svo niðri í bæ við Miðbakkann þar sem dagskrá fer fram og verður þar meðal annars haldið undanmót í Snigilakstri mótorhjóla. Snigilakstur er keppni í að aka sem hægast stutta vegalengd án þess að setja niður fót og er keppt í þessu á Landsmóti Snigla sem fer fram í Húnaveri næstu helgi. Brautin er 16 metrar að lengd og íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjól & Sleðar, 1 mínútu og 9 sekúndur rúmar

Sýnilegur áróður

 Bifhjólasamtökin ætla að nota tækifærið í dag og hleypa af stokkunum nýju umferðarátaki til fækkunar bifhjólaslysa. Fáir umferðarhópar eru jafn duglegir við að vinna að sinum málum eins og þeir og kemur það lika af illri nauðsyn, þar sem tryggingar á bifhjól geta oft verið stjarnfræðilega háar. Karen Gísladóttir í tryggingarnefnd Snigla segir að átakið verði sýnilegra núna en oft áður. „í því skyni erum við að láta prenta fyrir okkur miða sem eru í kreditkortastærð og innihalda þessir miðar annars vegar tíu atriði fyrir ökumann bifhjóls til þess að hafa í huga þegar hann fer út í umferðina, og hins vegar tíu atriði fyrir ökumann bíls. Til dæmis segjum við við bifhjólamanninn „Vertu ekki i blinda svæði bílsins" og við ökumann bílsins „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar." Einnig er ætlunin að vera með veggspjöld til setja upp á bensínstöðvar og samkomustaði bifhjólafólks með viðlíka áróðri."

Mótorhjólaslysum fækkar 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðarráðs frá síðasta ári fækkar slysum á mótorhjólum milli áranna 1999 og 2000 um 47%. Alls voru skráð hjá Umferðarráði árið 2000 30 slys þar sem slys urðu á fólki á vélknúnum ökutækjum á tveimur hjólum. Árið 1999 voru þau 44. Færri slys ættu að hafa áhrif á tryggingar bifhjóla sem rokið hafa upp úr öllu valdi á síðustu árum. Eins og áður sagði er samkoman eftir hópkeyrsluna niðri á Miðbakka um þrjúleytið og vill Karen hvetja alla þá sem hafa áhuga á mótorhjólum til að mæta, þó ekki væri nema til að skoða fjölda bifhjóla saman kominn. -NG

DV 30.6.2001


HONDA CB600F HORNET og YAMAHA FZS 1000 FAZER


Ólík sporthjól með mismunandi áherslum



Í erlendum mótorhjólablöðum eru nýjustu módel af svipaðri stærð oft prófuð saman og kallast það þá „Shoot-out." Hér prófum við tvö mótorhjól á svipuðum tíma og birtum í einni grein en-þó ekki með svoleiðis samanburð í huga enda hjólin ólík. Bæði tilheyra þau þó hópi sporthjóla en eru mismunandi að stærð og henta til mismunandi aksturs.
Honda CB600F Hornet er létt sex hundruð rúmsentímetra götuhjól sem gaman er að keyra, enda vinsælt í Evrópu, og þar keppa menn gjarnan á þeim í sérstökum brautarkappakstri. Hjólið byggist líka að miklu leyti á öðrum hjólum úr framleiðslulínu Honda, til að mynda er vélin sú sama og i CBR 600 F og dekk og felgur eins og á CBR 900 RR. Vélin er aðeins öðruvísi stillt en í CBR,
Bremsur og fjöðrun í Fazer eru af sömu
gerð og í Rl og skila sínu.
með áherslu á gott viðbragð í lægri snúningi. Afgasið skilar sér svo i gegnum stóran, ryðfrían kút sem setur mikinn svip á hjólið. Hljóðið er líka skemmtilega „röff" án þess að vera of hávært.

Sportlegt í akstri

 Hjólið er létt, aðeins 176 kíló og því mjög viðráðanlegt í akstri. Aflið er líka gott og það er með besta hlutfall afls og þyngdar í sínum flokki, flokki nakinna sporthjóla af minni gerðinni. Hnakkurinn er frekar harður og mjór sem hentar vel í keppnisakstri en kannski ekki til lengdar. Stýrið er létt og nákvæmt og hjólhafið lítið svo það er snöggt í beygjurnar. Frambremsan er mjög öflug og eftir að hafa keyrt hjólið í smátíma notar maður ekkert nema hana, enda er afturbremsan lítil og gerir lítið til að stoppa hjólið. Þar sem hjólið er nakið tekur það nokkurn vind á sig og ökumann og því hætt við að það þreyti hann á langkeyrslu. Hann getur þó hvílt sig reglulega við bensínáfyllingar þar sem tankurinn er í minna lagi, tekur aðeins 16 lítra. Það má því segja að Hornet sé hörkuskemmtilegt aksturshjól, ekki síst á braut, en henti síður til aksturs á landsbyggðinni.

Vatnskassinn tekur sitt pláss enda vel falinn
 á CBR 600 hjólinu sem vélin er ættuð úr.

Yamaha FZS 1000 Fazer 


Kostir:  Áseta, tog í öllum gírum, fjöðrun, klukka
Galfar: Vindhlíf of lítil og hóvaðasöm, rásar aðeins ó möl.

Yamaha FZS 1000 Fazer er hjól handa þeim sem vilja kraft án áherslu á hraða. Í því er sami mótor, bremsukerfi og grind og í hinu vinsæla R1 og er það næstum jafnöflugt, aðeins örlítið öðruvísi tjúnað með tilfæringum á loftinntaki og pústi. Einnig er stærri sveifarás og öðruvísi kveikja og því ekki sami sprengikraftur og í Rl en hrikalegt tog, nánast hvar sem er á snúningssviðinu. Auðvelt er að keyra stóra Fazerinn þrátt fyrir aflið. Það er aðallega þyngdin sem gerir það hófsamara en Rl, það er 19 kg þyngra en Fazer 600, 33 kg þyngra en Rl en samt léttasta hjólið í sínum flokki.
Vélin í Fazer-hjólinu er sú sama og notuð er í Rl
, með litlum breytingum, og skilar miklu og góðu togi.

Hentar vel tll lengri ferða í akstri tekur maður fyrst eftir miklu togi frá vélinni og skiptir þá litlu í hvaða gír og hvaða snúningi sem gerir það að verkum að það höktir nánast aldrei. Það hefur alltaf afl, jafnvel þótt ört sé skipt upp um gíra. Sætið er frekar mjúkt og vel formað og hentar því betur til langkeyrslu. örlítill titringur er í handföngum og fótpinnum á vissum snúningi en það er dæmigert fyrir fjögurra strokka Yamaha götuhjól og menn löngu hættir að láta það skipta sig einhverju máli. Tankurinn er 21 lítra sem dugar nokkuð vel til langferða, fótpinnar og stýri frekar ofarlega fyrir upprétta setu og situr ökumaður frekar hátt á hjólinu. Eini gallinn við hjólið á langkeyrslu er lítil vindkúpan sem gerir lítið til að sinna hlutverki sinu og þarf ökumaður að þola vind á höfuð og axlir. Einnig gnauðar frá henni á vissum hraða og glamur er einnig merkjanlegt, sem bæta mætti úr með því að setja gúmmífóðringar á festingar. Með þeim breytingum er hjólið frábært til langferða, jafnvel á meginlandinu og hefur þann kost að vera hófsamara en mörg sporthjólin í akstri, án þess þó að vera það, því ef menn vilja nota kraftinn er hann til staðar. -NG
Í mælaborðinu er stafrænn hraðamælir og klukka
 sem er mjög þægilegt að hafa á langferðum.

Ryðfrír hljóðkúturínn liggur hátt í grindinni
og setur sinn svip.
Mælaborðið á Hornet er einfalt en með öllum
nauðsynlegum mælum eins og snúningshraðamæli.

NGDv
30.6.2001

18.6.01

Viggo Öruggur


Sigurvegari í 2. umferð í enduró

Fyrsta konan sem keppir í enduro á íslandi,
Anette Brindwell, en hún kom hingað frá Svíþjóð.
Keppnin í B-flokki var einnig spennandi
þótt þar væru helmingi færri keppendur

Önnur umferð íslandsmeistaramótsins í enduro, maraþonakstri á torfærumótorhjólum, fór fram við Kolviðarhól á laugardaginn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks og hófu 80 keppni, 27 í B-flokki og 53 í A-flokki. Meðal keppenda í A-flokki var ein kona frá Svíþjóð, Anette Brindwell, sem keppir í sænska meistaramótinu. Þetta var í fyrsta sinn sem kona tekur þátt í þessari erfiðu keppnisgrein og gekk henni ágætlega, keyrði af öryggi og lenti í 36. sæti á KTM 200 lánshjóli. 

Einn 12 ára keppandi 


Byrjað var á keppni í B-flokki en hann er fyrir þá sem eru styttra komnir í sportinu og vilja vinna sig upp í A-flokk. Keyrt er i eina klukkustund sem er helmingi styttri tími en í A-flokki. Meðal keppenda þar var yngsti keppandinn, aðeins 12 ára gamall, Arnór Hauksson, á Yamaha 80, en hann varð í 17. sæti. Hann er sonur Hauks Þorsteinssonar sem keppti í A-flokki og varð þar í þriðja sæti. Greinilega upprennandi keppnismaður á ferð og á næstu tveimur árum munu fleiri strákar bætast í yngsta hópinn. Sá sem vann B-flokk nokkuð örugglega var Gunnlaugur R. Björnsson á Yamaha WR 426, með 4 ekna hringi á tímanum 46,49. Annar var Elmar Eggertsson á Kawasaki KX 250 og þriðji Björgvin Guðleifsson á KTM 200. Nítján fyrstu í B-flokki óku fjóra hringi í brautinni sem var um sex kílómetra löng.

Hringaði alla nema Einar

Það voru Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Haukur Þorsteinsson og Ragnar Ingi Stefánsson sem voru fremstir í rásröð og var það Haukur sem tókst að verða fyrstur í gegnum fyrsta hlið. Fram undan var skurður sem lá í hlykkjum og var fullmikil þrenging fyrir keppendur og þurftu öftustu menn að bíða í allt að 3-4 mín eftir að komast í gegnum hann. Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson á KTM 380 kominn með forystuna og jók hana jafnt og þétt alla keppnina allt til loka og sigraði með 11 ekna hringi á tímanum 119, 54 mín., en fékk 5 mínútur í refsingu fyrir að sleppa hliði. Var Viggó þá búinn að hringa alla keppendur nema Einar Sigurðsson sem varð annar. Þriðji varð svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha YZ 426 en hraðasta hring átti Viggó Viggóson sem var 10 min. og 21 sek., sett í fyrsta hring, og var meðalhraði Viggós því um 36 km í hraðasta hring. Sýndi Viggó jafna og hraða keyrslu allan tímann meðan talsvert var farið að draga af öðrum og sigraði því örugglega þrátt fyrir refsinguna. 


Bæði keppendur og áhorfendur voru mjög ánægðir með keppnina og brautina, sem bauð upp á breiðan akstur. Vélhjólaíþróttaklúbburinn sáði grasfræi og bar á brautina fyrir keppni þannig að það sem mótorhjólin plægðu upp grær fljótt á eftir. Næsta keppni í enduro fer svo fram á töðugjöldum á Hellu, um leið og hin landsfræga torfærukeppni þeirra. 
-NG 
Dv 18.6.2001 

10.5.01

Fyrsta endurokeppni sumarsins í Þorlákshöfn





Einar sigrar eftir erfiða keppni 

Fyrsta maraþonakstur sumarsins á torfærumótorhjólum, eða enduro eins og það kallast i daglegu tali,
var haldinn á söndunum við Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin
er haldin þarna og stækkar hún með hverju árinu. Að þessu sinni voru 98 keppendur skráðir til leiks í
báðum styrkleikaflokkum sem er nýtt met í þátttöku í akstursíþróttakeppni á íslandi. Rigning og suddi
voru alla keppnina sem gerði sandinn þyngri og brautina erfiðari en oft áður.

Fór þrjár veltur

í A-flokki voru það 63 keppendur sem hófu keppni og er óhætt að segja að sandurinn við höfn Þorláks hafi nötrað og skolfið þegar þeir fóru af stað. í þessari keppni er ræst þannig að keppendur taka sér stöðu 10 metra frá hjóli sínu og þegar flaggað er hlaupa þeir allir til, stökkva á hjólið, setja í gang og þeysa af stað. Það má segja að keppni í þessum flokki hafi verið spennandi allan tímann og réðust úrslit ekki síst af fyrirhyggju og góðum undirbúningi auk snilldaraksturs efstu manna. Einar Sigurðsson og Ragnar Ingi Stefánsson skiptust á að hafa forystu mestalla keppnina eftir að Viggó Örn Viggósson hafði dottið. Byltan hans Viggós  var allsvakaleg, að sögn sjónarvotta. Hann datt á um 80 km hraða og fór hjólið þrjár veltur en hann sjálfur endaði hátt í 30 metra frá hjólinu. Sem betur fer fyrir hann og hjólið var þetta í mjúkum sandi og gat hann því haldið áfram keppni.

Skiptust á forystu

Einar og Ragnar keyra mjög mismunandi hjól, Einar notar stórt og óflugt KTM-fjórgengishjól sem  hann gat keyrt mjög hratt á köflum. Ragnar er á helmingi minna Kawasaki tvígengishjóli sem er viðráðanlegra í torfærum sandinum en ekki eins hraðskreitt. Þannig skiptust þeir á forystunni mestalla keppnina, Einar þurfti bara að stoppa einu sinni í pyttinum til að taka bensín og réð það miklu um úrslitin.
Undir lokin missti Ragnar svo Viggó fram úr sér þegar hann hafði þurft að taka niður gleraugun og keyra með augun full af sandi. Þegar upp var staðið munaði ekki nema 50 sekúndum á
þessum þremur efstu sem voru í algjörum sérflokki, sex mínútum á undan næsta manni. Alls kláruðu 56 keppendur í A-flokki þessa erfiðu keppni og töluðu menn um að brautin hefði verið erfið en jafnframt mjög skemmtileg. Efstu menn kláruðu alls ellefu hringi sem er mikil keyrsla, brautin var rúmir átta kílómetrar svo að þeir hafa þurft að keyra tæpa hundrað kílómetra í mjög erfiðu og þungu færi. Einar, sem er íslandsmeistari frá því í fyrra, er því efstur til Íslandsmeistara eftir keppnina, Viggó annar og Ragnar þriðji.

 Tilþrifaverðlaun DV Sport fékk Viggó Örn svo fyrir stóru veltuna.
Næsta keppni fer fram í nágrenni Reykjavíkur 16. júní næstkomandi, nánar tiltekið á Hengilssvæðinu.
-NG 

DV
10.5.2001


5.5.01

„Stefni á að halda titlinum"

Einar á fullri ferð

- segir Einar Sigurðsson, íslandsmeistari í enduro 

EinarSigurðsson er íslandsmeistari i enduro og hefur verið það sl. tvö ár. Við tókum hús á Einari til þess að heyra hvað hann er að bralla þessa dagana. Nú varðst þú íslandsmeistari í fyrra, Þurftir þú ekki að hafa töluvert fyrir titlinum?
„Nei, nei, þessir guttar áttu ekki séns.
 Að öllu gríni slepptu þá var smáheppni yfir þessu hjá mér í fyrra þegar Viggó, helsti keppinautur minn, datt út vegna bilunar, þó að ég hefði unnið hann hvort sem var."
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppnistímabilið?
„Ég stunda iscross mikið á veturna og held mér þannig í formi. Svo þegar fer að vora þá reyni ég að hjóla 4-5 sinnum í viku. Ég er litið fyrir að pumpa í líkamsræktarstöðvum eins og sumir hamast við allan veturinn." Nú hefur þú farið til útlanda að keppa, hvernig gekk það? „Já, ég fór til Englands í fyrra, nánar tiltekið til Wales í þriggja daga enduro-keppni. í upphafi keppninnar gekk mér mjög vel og var í öðru sæti i mínum flokki. En svo sprengdi ég á öðrum degi og má segja að ég hafi ekki átt möguleika eftir það því keppnin er svo svakalega jöfn. Ég endaði svo einhvers staðar i kringum hundraðasta sætið, sem er nú  ekki viðsættanlegur árangur, því ég veit að ég get gert betur. Það er líka fullt af strákum hérna heima sem ættu að prufa þetta því þeir eiga fullt erindi þarna út og þetta er frábær reynsla."

Eins og í formúlunni 

Nú þegar nokkrir dagar eru í fyrstu íslandsmeistarkeppni, er þá ekki kominn fiðringur í menn? „Jú, jú, enda erum við búnir að æfa grimmt í allan vetur og KTMliðið, sem ég keppi í, er meira að segja búið að æfa allt skipulag fyrir næstu keppni þannig að ekkert klikki. Þvi það er mjög mikilvægt að allt gangi fumlaust fyrir sig þegar keppendur koma inn á pittsvæðið þar sem þeir fá bensín á hjólin og kannski smá vatnssopa og ný gleraugu. Þetta er ósköp svipað og í formúlunni þegar menn koma þar í viðgerðarhlé." Er það ekki rétt að þú eigir tvö hjól sem þú notar til skiptis? „Jú, það er rétt, ég á KTM 520cc og 400cc. Stærra hjólið ætla ég að nota í enduro- jeppnunum en 400 hjólið í motocrossið. Ég æfi mig þó mun meira á minna hjólinu." Er þetta ekki orðin algjör bilun að eiga tvö hjól. Hvað kostar svona pakki? „Nýtt hjól kostar hátt í 800 þúsund og galli og fylgihlutir hátt í 200 þúsund þannig að það eru miklir peningar 1 spilinu. En ef maður ætlar að vera með á fullum dampi þá er þetta kostnaðurinn þó að flestir láti sér nægja eitt hjól." Hvað heldur þú með komandi keppnisár. Verður þú Islandsmeistari þriðja árið i röð eða sérðu einhverja sem get veitt þér einhverja keppni? „Að sjálfsögðu stefni ég á aðhalda titlinum en félagar mínir í KTM-liðinu verða grimmir og má búast við að Viggó mæti dýrvitlaus eftir ófarirnar i fyrra. Svo má ekki gleyma Gumma og Helga Val. Svo gætu einhverjir af þessum gömlu hundum, eins og Reynir,
Raggi eða Gussi Froða, komið á óvart."

Vantar fræðslu og svæði

 Nú hefur gríðarleg aukning verið í sportinu, er þetta ekki frábær þróun sem hefur átt sér stað? „Jú, að sjálfsögðu er gaman að sjá hve margir eru farnir að stunda þessa íþrótt. En það eru líka ókostir við þetta eins og annað. Þeir sem eru að byrja í sportinu og eru kannski búnir að eyða aleigunni í hjól freistast kannski til þess að aka um á númerslausum hjólum þar sem tryggingarnar eru svo svimandi háar á mótorhjólum í dag. Svo eru alltaf svartir sauðir innan um sem eru að aka utan vega, aðallega vegna þess að þá skortir smáfræðslu um sportið. En á meðan ekkert viðukennt svæði er til þá verður þetta svona." Er eitthvað að lokum sem þú vilt segja við þá sem eru að byrja í sportinu? „Já, ég vil hvetja þá til þess að sýna hestamönnum og öðru útivistarfólki tillitssemi og aka ekki á þeim svæðiun þar sem hætta er á gróðurskemmdum. Svo er mjög gott að ganga í VÍK til þess að vera í sambandi við aðra hjólamenn.
Það er hægt á vefnum á heimasíðu klúbbsins, motocross.is." -MS
 DV 5.5.2001