25.10.01

Raftar í BorgarfirðiLeður, króm og kaldir kallar


Menn og konur með mótorhjóladellu stofna samtók bifhjólafólks í Borgarfirði.


Mörgum stendur hálfgerður stuggur af leðurklæddum mönnum sem þeysast um á kraftmiklum mótorhjólum enda hafa erlend mótorhjólasamtök á borð við Hell Angels verið flokkuð með hverjum öðrum glæpasamtökum.

Mótorhjólatöffararnir Torfi, Unnar og Guðjón vöktu samt enga teljandi skelfingu hjá blaðamanni Skessuhorns þegar þeir renndu í hlaðið á skrifstofu blaðsins síðasliðinn miðvikudag á mótorfákum sínum. Þeir félagar eru í forsvari fyrir fjölmennum hópi manna og kvenna í Borgarfjarðarhéraði sem hafa það að áhugamáli að ferðastum klofvega á krómuðum tryllitækjum og sína sig og sjá aðra. Þessi hópur er þessa dagana að stofna formlegan klúbb utan um sitt áhugamál sem ber nafnið Raftar - Bifhjólafjelag Borgarfjarðar. Segja má að á síðustu misserum hafi mótorhjóladellan heldur betur hreiðrað um sig í Borgarnesi og nágrenni en að sögn þeirra þremenninganna var Unnar eini mótorhjólatöffarinn í héraðinu fyrir fáum árum en í dag eru virkir mótorhjólamenn á svæðinu um tuttugu, bæði karlar og konur og dæmi um að heilu fjölskyldurnar séu saman í þessu. 

Hippar

 Ekki vantar að hjól þeirra þremenninga séu glæsileg og leðrið á sínum stað en eitthvað finnst blaðamanni þó vanta miððað við áðurnefnda ímynd úr amerískum bíómyndum. ,Jú við eigum eftir að safna hári og skeggi, fá okkur tattú á allan skrokkinn og hætta að fara í bað, þá er verkið fullkomnað,“ segir Unnar. „Þetta er náttúrulega lífsstíll að eiga og keyra mótorhjól, „segir Torfi .Til nánari útskýringar segir hann að mótorhjólageirinn skiptist í þrennt. „Einn hópurinn eru þeir á Endouro hjólunum, þ.e. torfærugengið sem hefur gaman af að drullumalla, síðan eru það racerhjólin, eða plastið. Þeir klæða sig eins og tannkremstúpur og hugsa um að fara sem hraðast. Síðasti hópurinn er síðan hipparnir sem hafa krómið og leðrið og stílinn í lagi. „Við erum í þeim hópi þótt við séum ótattúveraðir og frekar friðsælir." Aðspurðir viðurkenna þeir félagar að útlitið 'skipti máli. Leðrið og krómið og allur pakkinn verður að vera í lagi. „Það er partur af þessu að fægja krómið og bera leðurfeiti á gallann,“ segir Guðjón. „Það sem er hinsvegar aðal málið er að vera úti að hjóla og helst í hóp og síðan náttúrulega að stoppa í sjoppunum og spjalla við aðra mótorhjólamenn. Við rúntum um göturnar og förumannað veifið í lengri ferðir, til Reykajvíkur eða fáum okkur kaffibolla í Staðarskála eða Vegamótum. Síðan er núna komin ný hringleið upp um héraðið upp í Reykholt og niður Stafholtstungurnar en það er afar kærkomið fyrir okkur þar sem okkar hjól eru fyrst og fremst malbikshjól og við erum ekki sérlega hrifnir af lausamölinni."

Tillitssemin hverfandi

Eins og fyrr segir er ímynd mótorhjólatöffarans svolítið gróf og Raftarnir segjast lítlisháttar hafa orðið varir við að sumu fólki standi svolítið stuggur af leðrinu. „Það er allavega ekki mikið mál að fá afgreiðslu í sjoppum því það myndast alltaf gott pláss í kringum mann. Leðrið er ennþá svolítil grýla hér á landi,“ segir Torfi. „Flestir eru þó áhugasamir og hafa áhuga á að skoða hjólin og iðulega leyfum við krökkunum að setjast í hnakkinn,11 segir Guðjón. Þeir segja að andinn sé hinsvegar svolítið annar þegar komið er út í umferðina. „Það má segja að tillitssemi gagnvart mótorhjólum í umferðinni sé hverfandi og iðulega er okkur nánast ýtt útaf veginum. Okumenn virðast iðulega bara gá hvort að það sé að koma bíll en sjá ekki mótorhjólin," segir Unnar.

Dýrar tryggingar

Aðspurðir um kostnaðirnn við sportið segja þeir félagar að hann sé þónokkur. „Það eru eiginlega tryggingarnar sem eru dýrastar,“ segir Guðjón. „Þær eru einfaldlega skelfilega háar og það hamlar þeim yngri að fá sér hjól. Það er ódýrara fyrir okkur gömlu karlana þar sem við erum búnir að vera að tryggja ýmislegt annað um árabil og fáum þessvegna betri kjör en fyrir ungling er þetta svona þúsund kall á dag bara í tryggingar. Hjólin kosta náttúrulega líka sitt. Nýtt hjól er kannski um milljón en það er hægt að fá ágætis grip fyrir fjögur til fimm hundruð þúsund. Síðan er gallinn 70 til 100 þúsund kall.“ 

Ungir sem aldnir

Stofnfundur Raftanna var haldinn síðastliðinn mánudag en var frestað um viku til að gefa fleirum kost á að gerast stofnfélagar. „Við erum um tuttugu en viljum gjarnan fá fleiri og klúbburinn er opinn öllum sem hafa áhuga á mótorhjólum hvort sem þeir eiga hjól eða ekki. Við viljum gjarnan fá sem flesta og helst af sem breiðustum aldurshópi. Sá elsti af okkur í dag er innan við fimmtugt en við vitum að annars staðar, eins og t.d. í Kelfavík eru ellilífeyrisþegar að þeysa um á mótorhjólum. Þeir voru einhverntímann með sýningu í tilfefni af Ljósanótt í bænum og þegar þeir tóku niður hjálmanna og í Ijós kom að þetta voru upp til hópa gamlir karlar varð algjör sprenging og snarfjölgaði í hópnum,“ segir Guðjón. „Tilgangurinn með stofnun klúbbsins er fyrst og fremst að þjappa hópnum saman og til að menn hafi enn rneira gaman afþessu og um leið að stuðla að bættri umferðarmenningu og auka öryggi bifhjólafólks. Við ætlum meðal annars að standa fyrir reglulegum hjölaferðum vítt og breytt um landið," segja Raftarnir þrír að lokum. GE